Fjárfestum í leikskólum Auður Brynjólfsdóttir skrifar 24. apríl 2022 17:01 Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið. Það þarf að leysa mönnunarvanda leikskólanna; fá fleira fólk inn og fjölga tækifærum núverandi starfsfólks til að bæta við sig þekkingu, efla færni sína í starfi og til að bæta kjör sín. Bætt starfsumhverfi Það verður að bæta starfsumhverfi leikskóla með hagsmuni barna og starfsfólks að leiðarljósi. Það verður t.d. að passa að ekki séu of mörg börn í hverju rými, fjöldinn verður að vera í samræmi við stærð rýmis og það mega ekki vera of mörg börn á hvern starfsmann. Þannig tryggjum við að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og tryggjum öryggi þeirra. Að slá ryki í augu kjósenda Nú styttist í kosningar og þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn með lausnir í leikskólamálum en þá ber að líta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fræðsluráði Hafnarfjarðar í átta ár. Honum hefði því verið lófa lagið að koma þessum lausnum til framkvæmda en það hefur hann ekki gert. Þess í stað slær hann ryki í auga kjósenda með því að lofa öllu fögru korteri í kosningar. XS að sjálfsögðu! Við í Samfylkingunni ætlum að efla fyrsta skólastigið enn frekar í samstarfi við foreldra og starfsfólk leikskólanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Viljir þú bæjarstjórn sem annt er um öflugt og faglegt leikskólastarf þá setur þú X við S í bæjarstjórnarkosningunum 14. maí næstkomandi. Höfundur er í 7. sæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið. Það þarf að leysa mönnunarvanda leikskólanna; fá fleira fólk inn og fjölga tækifærum núverandi starfsfólks til að bæta við sig þekkingu, efla færni sína í starfi og til að bæta kjör sín. Bætt starfsumhverfi Það verður að bæta starfsumhverfi leikskóla með hagsmuni barna og starfsfólks að leiðarljósi. Það verður t.d. að passa að ekki séu of mörg börn í hverju rými, fjöldinn verður að vera í samræmi við stærð rýmis og það mega ekki vera of mörg börn á hvern starfsmann. Þannig tryggjum við að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og tryggjum öryggi þeirra. Að slá ryki í augu kjósenda Nú styttist í kosningar og þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn með lausnir í leikskólamálum en þá ber að líta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fræðsluráði Hafnarfjarðar í átta ár. Honum hefði því verið lófa lagið að koma þessum lausnum til framkvæmda en það hefur hann ekki gert. Þess í stað slær hann ryki í auga kjósenda með því að lofa öllu fögru korteri í kosningar. XS að sjálfsögðu! Við í Samfylkingunni ætlum að efla fyrsta skólastigið enn frekar í samstarfi við foreldra og starfsfólk leikskólanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Viljir þú bæjarstjórn sem annt er um öflugt og faglegt leikskólastarf þá setur þú X við S í bæjarstjórnarkosningunum 14. maí næstkomandi. Höfundur er í 7. sæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar