Dagur jarðar Elín Björk Jónasdóttir skrifar 22. apríl 2022 15:00 Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“. Við mannkynið leggjum mjög mikið á jörðina. Við erum frek á auðlindir og göngum almennt illa um, það sést best á því hversu líffræðilegum fjölbreytileika hnignar, hversu mikið við mengum og hversu mikið lofthjúpurinn hefur hlýnað undanfarna öld. Allt þetta má rekja til athafna mannsins. Við getum þó auðveldlega tekið okkur á og ýmsu má enn bjarga. Með því að taka ákvörðun um að lifa vistvænni lífsstíl, nýta betur, nota minna og huga að því hvernig við nýtum landið má ná miklum árangri í náttúru og loftslagsvernd á tiltölulega skömmum tíma. Við Vinstri græn í Reykjavík viljum efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gefa íbúum Reykjavíkur raunverulegt val um vistvænar samgöngur. Þannig drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem ógna loftslaginu, drögum úr umferð og hávaðamengun og svifryksmengun sem er vaxandi vandamál í Reykjavík. Við viljum framfylgja hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, og byggja hraðbrautir fyrir samgönguhjólreiðar sem miða að því að samgönguhjólreiðar verði val fyrir alla borgarbúa. Við viljum fjölga grænum svæðum í borgarlandinu og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í náttúru borgarinnar, það getum við til dæmis gert með friðlýsingum svæða s.s. Grafarvogs, Skerjafjarðar og eyjanna í Kollafirði. Gerum útivistarsvæðum borgarinnar hátt undir höfði, sinnum stígagerð og fræðslu og gerum svæðin aðgengileg öllum. Flokkun og endurvinnsla skilar miklum verðmætum á ári hverju, með fjölgun efnisflokka á grenndarstöðvum og aukinni flokkun almennt endurnýtum við takmarkaðar auðlindir jarðar í stað þess að sóa þeim eins og við höfum gert allt of lengi. Líflegt hringrásarhagkerfi verður til þess að við notum minna af auðlindum og nýtum þær betur en áður. Að fjárfesta í jörðinni þýðir fjárfestingar í þeim innviðum sem minnka mengunarálag á jörðinni allri, en þýðir jafnframt að við verðum öll að leggja aðeins á okkur. Engin getur gert allt, en ef við gerum öll eitthvað tekst okkur að klára öll verkefni, líka þau sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganleg. Höfundur er veðurfræðingur og í 3. sæti á lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“. Við mannkynið leggjum mjög mikið á jörðina. Við erum frek á auðlindir og göngum almennt illa um, það sést best á því hversu líffræðilegum fjölbreytileika hnignar, hversu mikið við mengum og hversu mikið lofthjúpurinn hefur hlýnað undanfarna öld. Allt þetta má rekja til athafna mannsins. Við getum þó auðveldlega tekið okkur á og ýmsu má enn bjarga. Með því að taka ákvörðun um að lifa vistvænni lífsstíl, nýta betur, nota minna og huga að því hvernig við nýtum landið má ná miklum árangri í náttúru og loftslagsvernd á tiltölulega skömmum tíma. Við Vinstri græn í Reykjavík viljum efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gefa íbúum Reykjavíkur raunverulegt val um vistvænar samgöngur. Þannig drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem ógna loftslaginu, drögum úr umferð og hávaðamengun og svifryksmengun sem er vaxandi vandamál í Reykjavík. Við viljum framfylgja hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, og byggja hraðbrautir fyrir samgönguhjólreiðar sem miða að því að samgönguhjólreiðar verði val fyrir alla borgarbúa. Við viljum fjölga grænum svæðum í borgarlandinu og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í náttúru borgarinnar, það getum við til dæmis gert með friðlýsingum svæða s.s. Grafarvogs, Skerjafjarðar og eyjanna í Kollafirði. Gerum útivistarsvæðum borgarinnar hátt undir höfði, sinnum stígagerð og fræðslu og gerum svæðin aðgengileg öllum. Flokkun og endurvinnsla skilar miklum verðmætum á ári hverju, með fjölgun efnisflokka á grenndarstöðvum og aukinni flokkun almennt endurnýtum við takmarkaðar auðlindir jarðar í stað þess að sóa þeim eins og við höfum gert allt of lengi. Líflegt hringrásarhagkerfi verður til þess að við notum minna af auðlindum og nýtum þær betur en áður. Að fjárfesta í jörðinni þýðir fjárfestingar í þeim innviðum sem minnka mengunarálag á jörðinni allri, en þýðir jafnframt að við verðum öll að leggja aðeins á okkur. Engin getur gert allt, en ef við gerum öll eitthvað tekst okkur að klára öll verkefni, líka þau sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganleg. Höfundur er veðurfræðingur og í 3. sæti á lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þann 14. maí.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun