Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fram – KR 1-4 | KR vann þægilegan sigur í Safamýri Árni Jóhannsson skrifar 20. apríl 2022 22:38 Theódór Elmar Bjarnason og félagar í KR lögðu Fram að velli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Fram tóku á móti KR í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á gervigrasinu í Safamýri og áttu þeir ekki mikinn möguleika. KR sigraði leikinn 4-1 en voru komnir í 3-0 eftir 27 mínútur. Eftir hefðbundið þreif á milli liða í byrjun leiks komu gæði KR-inga í ljós og tóku þeir stjórnina á leiknum og héldu henni mjög vel. KR hefur innanborðs mjög hættulega kantmenn og bakverði sem gerðu Fram miklar skráveifur í leiknum í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum einbeittu sér að vinstri kantinum í byrjun leiks þar sem Kristinn Jónsson og Stefán Geir Árnason sprengdu upp oft og mörgum sinnum en sneru sér síðan að hægri kantinum þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Þar voru Kennie Chopart og Atli Sigurjónss. eins og kóngar í ríki sínu, með hjálp Stefáns Árna og Stefáns Ljubicic, þar sem þeir sundur spiluðu vörn heimamanna oft og mörgum sinnum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós einmitt upp úr sókn hægri kantinn. Kennie Chopart leysti Atla Sigurjónsson úr læðingi sem var kominn inn fyrir bakvörð heimamanna. Atli gaf fyrir og ekki gekk að hreinsa boltann í burtu og fékk Stefán Árni Geirsson nægan tíma til að koma boltanum fyrir lappirnar sínar og dúndrar boltanum síðan undir markvörðinn. Fjórum mínútum síðar var Finnur Tómas Pálmason á ferðinni þar sem hann tvöfaldaði forskot gestanna. R fékk aukaspyrnu hægra megin og Atli Sig framkvæmdi hana. Sneri boltann inn í markteiginn og þar kom Finnur á fullri ferð og stangaði boltann í netið af mjög stuttu færi. Hann var aleinn og varnarleikur heimamanna virtist vera í molum. Stefán Ljubicic gerði síðan eiginlega út um leikinn fyrir KR. Fram var í hálffæri og KR rauk af stað eftir að hafa náð að verjast og hreinsa boltann út úr teignum sínum. Stefán Árni Geirsson skar upp vörn heimamanna og fann nafna sinn sem var einn á auðum sjó með glæsilegri stungusendingu. Stefán Ljubicic gerði allt rétt og lyfti boltanum framhjá Ólafi í markinu. Leikar stóðu 0-3 fyrir KR í hálfleik og ekkert í spilunum sem sagði manni að Fram myndi fá eitthvað út úr leiknum. Heimamenn gerðu sitt besta þó í síðari hálfleik og óx ásmegin þegar líða tók á og mestir skrekkurinn farinn úr líkama þeirra. Heimamenn sýndu ágætis tilþrif en KR hafði samt sem áður tögl og hagldir á leiknum. Heimamenn skoruðu mark og geta verið ánægðir með að vera komnir á blað í Bestu deildinni en það gerðist á 62. mínútu. Albert Hafsteinsson komst upp vinstra megin þar sem hann fann Guðmund Magnússon sem lagði boltann fyrir Má Ægisson, í miðjum vítateig KR-inga, sem dúndraði boltanum í netið framhjá Beiti. Virkilega vel spilað og ágætis fyrirheit fyrir Fram inn í sumarið. KR voru þó ekki skelfdir eftir markið og höfðu enn stjórn á aðstæðum áður en þeir gerður algjörlega út um leikinn á 87. mínútu. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði markið en hann fékk sendingu frá Finn Tómasi út úr vörninni og Sigurður er mjög hraður og með einni hreyfingu til hliðar bjó hann sér til pláss og skaut boltanum í nærhornið framhjá Ólafi í marki heimamanna. Framarar voru farnir að færa sig upp á völlinn og því skapaðist pláss fyrir hraðann framherja fyrir aftan varnarlínu Fram. Það var þó tími fyrir Fram að klóra í bakkann en þeir fengu vítaspyrnu þegar 3 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fram náði þó ekki að klóra í bakkann þar sem Beitir Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði vítið frá Alberti Hafsteinssyni sem spyrnti þó vel í boltann og virtist ná að stýra honum út við stöng. Beitir er þó fimur markvörður og náði hann að verja boltann þannig að hann greip hann í annarri tilraun. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og KR-ingar héldu heim á leið í Vesturbæinn með öll stigin í pokanum góða. Afhverju vann KR? Þegar litið á liðin á pappírnum þá eru KR-ingar með talsvert betra fótboltalið. Það kom bersýnilega í ljós strax í upphafi leiks. Þeir voru mjög skilvirkir sóknarlega og fengu framlag úr mörgum áttum og svo voru þeir þéttir varnarlega. Einnig áttu þeir mjög auðvelt með að halda boltanum innan liðsins og sækja svo hratt þegar þeir sáu tækifærin. Hvað gekk illa? Fram gekk bölvanlega að verja mark sitt. Það má væntanlega skrifa það á að varnarlínan hefur kannski ekki náð mörgum leikjum saman og leikmenn þekkja ekki inn á hvorn annan. Það vonandi batnar og það fljótt því annars mun ganga illa í sumar. Bestir á vellinum? Margir leikmenn KR gera tilkall til þess að vera besti maður vallarins en Finnut Tómas Pálmason hlýtur þá nafnbót í kvöld. Kappinn stöðvaði margar sóknaraðgerðir heimamanna og lagði í púkkið sóknarlega með stoðsendingu og marki. Hjá heimamönnum eru kannski ekki margir sem munu líta til þessa leiks með hlýju en Albert Hafsteinsson var besti maður þeirra og allt sem gerðist í sóknarleik Fram fór í gegnum hann. Hvað næst? KR-ingar tylla sér á toppinn með sigrinum í kvöld við hlið Breiðabliks. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð eftir fimm daga. Strax í annarri umferð eru KR-ingar mættir í toppslag en þar líður þeim vel. Fram þarf að sleikja sárin og læra mjög fljótt því þeirra bíður heimsókn í Hafnarfjörðinn til að etja kappi við FH. Garðurinn er hár fyrir nýliðana að ráðast á í byrjun móts en það ætti að herða þá. Ólafur Íshólm: Við eigum bara að fara inn í alla leiki óttalausir Markvörður Framara, Ólafur Íshólm Ólafsson var kannski ekki of ánægður með að vera gripinn í viðtal eftir svona tapleik og hafði orð á því en hann svaraði spurningum blaðamanns með bros á vör þó. Hann var spurður að því fyrst hvernig frammistaða hans manna hafi litið út frá hans sjónarhorni. „Við bara mætum ekki alveg tilbúnir til leiks. Það er þetta grundvallaratriði sem við klikkkum á í dag. Það er rétt sem þú segir þetta er erfið byrjun hjá okkur en KR vildi þetta bara meira í dag.“ Ólafur var þá spurður hvort tilefnið hafi verið dálítið stórt fyrir nýja leikmenn og menn sem hafa ekki spilað á þessu sviði áður. „Já nýjir menn sem eru ekki tengdir saman og eiga eftir að spila sig saman. Það mun taka tíma. Við töluðum um það síðan í hálfleik að við ætluðum að vinna seinni hálfleik, þó það hafi ekki tekist, en við mættum óttalausir út í seinni hálfleik og höfðum engu að tapa.“ Ólafur var spurður út í hrakspárnar fyrir mót og hvort það væri kannski bara ágætis tækifæri á að spyrna sér upp eftir svona tap. „Maður fer allavega ekki mikið neðar en þetta og það er eins og þú segir að spyrna sér upp af botninum. Erfiður leikur næst í Krikanum en það er bara upp með hausinn og áfram gakk. Það er náttúrlega búið að spá okkur falli þannig að við eigum bara að fara inn í alla leiki óttalausir og sýna hvað við getum. Þetta er ekki flóknara en það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram KR
Nýliðar Fram tóku á móti KR í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á gervigrasinu í Safamýri og áttu þeir ekki mikinn möguleika. KR sigraði leikinn 4-1 en voru komnir í 3-0 eftir 27 mínútur. Eftir hefðbundið þreif á milli liða í byrjun leiks komu gæði KR-inga í ljós og tóku þeir stjórnina á leiknum og héldu henni mjög vel. KR hefur innanborðs mjög hættulega kantmenn og bakverði sem gerðu Fram miklar skráveifur í leiknum í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum einbeittu sér að vinstri kantinum í byrjun leiks þar sem Kristinn Jónsson og Stefán Geir Árnason sprengdu upp oft og mörgum sinnum en sneru sér síðan að hægri kantinum þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Þar voru Kennie Chopart og Atli Sigurjónss. eins og kóngar í ríki sínu, með hjálp Stefáns Árna og Stefáns Ljubicic, þar sem þeir sundur spiluðu vörn heimamanna oft og mörgum sinnum. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós einmitt upp úr sókn hægri kantinn. Kennie Chopart leysti Atla Sigurjónsson úr læðingi sem var kominn inn fyrir bakvörð heimamanna. Atli gaf fyrir og ekki gekk að hreinsa boltann í burtu og fékk Stefán Árni Geirsson nægan tíma til að koma boltanum fyrir lappirnar sínar og dúndrar boltanum síðan undir markvörðinn. Fjórum mínútum síðar var Finnur Tómas Pálmason á ferðinni þar sem hann tvöfaldaði forskot gestanna. R fékk aukaspyrnu hægra megin og Atli Sig framkvæmdi hana. Sneri boltann inn í markteiginn og þar kom Finnur á fullri ferð og stangaði boltann í netið af mjög stuttu færi. Hann var aleinn og varnarleikur heimamanna virtist vera í molum. Stefán Ljubicic gerði síðan eiginlega út um leikinn fyrir KR. Fram var í hálffæri og KR rauk af stað eftir að hafa náð að verjast og hreinsa boltann út úr teignum sínum. Stefán Árni Geirsson skar upp vörn heimamanna og fann nafna sinn sem var einn á auðum sjó með glæsilegri stungusendingu. Stefán Ljubicic gerði allt rétt og lyfti boltanum framhjá Ólafi í markinu. Leikar stóðu 0-3 fyrir KR í hálfleik og ekkert í spilunum sem sagði manni að Fram myndi fá eitthvað út úr leiknum. Heimamenn gerðu sitt besta þó í síðari hálfleik og óx ásmegin þegar líða tók á og mestir skrekkurinn farinn úr líkama þeirra. Heimamenn sýndu ágætis tilþrif en KR hafði samt sem áður tögl og hagldir á leiknum. Heimamenn skoruðu mark og geta verið ánægðir með að vera komnir á blað í Bestu deildinni en það gerðist á 62. mínútu. Albert Hafsteinsson komst upp vinstra megin þar sem hann fann Guðmund Magnússon sem lagði boltann fyrir Má Ægisson, í miðjum vítateig KR-inga, sem dúndraði boltanum í netið framhjá Beiti. Virkilega vel spilað og ágætis fyrirheit fyrir Fram inn í sumarið. KR voru þó ekki skelfdir eftir markið og höfðu enn stjórn á aðstæðum áður en þeir gerður algjörlega út um leikinn á 87. mínútu. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði markið en hann fékk sendingu frá Finn Tómasi út úr vörninni og Sigurður er mjög hraður og með einni hreyfingu til hliðar bjó hann sér til pláss og skaut boltanum í nærhornið framhjá Ólafi í marki heimamanna. Framarar voru farnir að færa sig upp á völlinn og því skapaðist pláss fyrir hraðann framherja fyrir aftan varnarlínu Fram. Það var þó tími fyrir Fram að klóra í bakkann en þeir fengu vítaspyrnu þegar 3 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fram náði þó ekki að klóra í bakkann þar sem Beitir Ólafsson gerði sér lítið fyrir og varði vítið frá Alberti Hafsteinssyni sem spyrnti þó vel í boltann og virtist ná að stýra honum út við stöng. Beitir er þó fimur markvörður og náði hann að verja boltann þannig að hann greip hann í annarri tilraun. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og KR-ingar héldu heim á leið í Vesturbæinn með öll stigin í pokanum góða. Afhverju vann KR? Þegar litið á liðin á pappírnum þá eru KR-ingar með talsvert betra fótboltalið. Það kom bersýnilega í ljós strax í upphafi leiks. Þeir voru mjög skilvirkir sóknarlega og fengu framlag úr mörgum áttum og svo voru þeir þéttir varnarlega. Einnig áttu þeir mjög auðvelt með að halda boltanum innan liðsins og sækja svo hratt þegar þeir sáu tækifærin. Hvað gekk illa? Fram gekk bölvanlega að verja mark sitt. Það má væntanlega skrifa það á að varnarlínan hefur kannski ekki náð mörgum leikjum saman og leikmenn þekkja ekki inn á hvorn annan. Það vonandi batnar og það fljótt því annars mun ganga illa í sumar. Bestir á vellinum? Margir leikmenn KR gera tilkall til þess að vera besti maður vallarins en Finnut Tómas Pálmason hlýtur þá nafnbót í kvöld. Kappinn stöðvaði margar sóknaraðgerðir heimamanna og lagði í púkkið sóknarlega með stoðsendingu og marki. Hjá heimamönnum eru kannski ekki margir sem munu líta til þessa leiks með hlýju en Albert Hafsteinsson var besti maður þeirra og allt sem gerðist í sóknarleik Fram fór í gegnum hann. Hvað næst? KR-ingar tylla sér á toppinn með sigrinum í kvöld við hlið Breiðabliks. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð eftir fimm daga. Strax í annarri umferð eru KR-ingar mættir í toppslag en þar líður þeim vel. Fram þarf að sleikja sárin og læra mjög fljótt því þeirra bíður heimsókn í Hafnarfjörðinn til að etja kappi við FH. Garðurinn er hár fyrir nýliðana að ráðast á í byrjun móts en það ætti að herða þá. Ólafur Íshólm: Við eigum bara að fara inn í alla leiki óttalausir Markvörður Framara, Ólafur Íshólm Ólafsson var kannski ekki of ánægður með að vera gripinn í viðtal eftir svona tapleik og hafði orð á því en hann svaraði spurningum blaðamanns með bros á vör þó. Hann var spurður að því fyrst hvernig frammistaða hans manna hafi litið út frá hans sjónarhorni. „Við bara mætum ekki alveg tilbúnir til leiks. Það er þetta grundvallaratriði sem við klikkkum á í dag. Það er rétt sem þú segir þetta er erfið byrjun hjá okkur en KR vildi þetta bara meira í dag.“ Ólafur var þá spurður hvort tilefnið hafi verið dálítið stórt fyrir nýja leikmenn og menn sem hafa ekki spilað á þessu sviði áður. „Já nýjir menn sem eru ekki tengdir saman og eiga eftir að spila sig saman. Það mun taka tíma. Við töluðum um það síðan í hálfleik að við ætluðum að vinna seinni hálfleik, þó það hafi ekki tekist, en við mættum óttalausir út í seinni hálfleik og höfðum engu að tapa.“ Ólafur var spurður út í hrakspárnar fyrir mót og hvort það væri kannski bara ágætis tækifæri á að spyrna sér upp eftir svona tap. „Maður fer allavega ekki mikið neðar en þetta og það er eins og þú segir að spyrna sér upp af botninum. Erfiður leikur næst í Krikanum en það er bara upp með hausinn og áfram gakk. Það er náttúrlega búið að spá okkur falli þannig að við eigum bara að fara inn í alla leiki óttalausir og sýna hvað við getum. Þetta er ekki flóknara en það.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti