Markvisst ökunám skilar sér í hæfari ökumönnum Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 20. apríl 2022 08:30 Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að við búum að markvissu og góðu ökunámi. Fyrir rúmum 75 árum var Ökukennarafélag Íslands stofnað og frá stofnum þess hefur ökunám tekið miklum breytingum enda mikilvægt að ökunám þróist í takt við þær breytingar sem verða í umhverfi ökumanna og annarra vegfarenda. Umferðarmenning er sameiginlegur skilningur og framkvæmd á því hvernig fólk kemur fram í umferðinni í tilteknu landi. Þannig er umferðarmenning og ökuvenjur háðar því hvernig yfirvöld horfa til umferðaröryggis, hvaða reglur gilda og hversu góð ökukennslan er, eftirlit lögreglu, upplýsingagjöf um umferðaröryggi og hvernig vegarkerfið er hannað. Ef horft er til þróunar umferðarmenningar þá mun hún trúlega þróast í takt við menningu og fyrirmyndir um samvinnu og hún hlýtur að mótast af þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru t.d. þéttleika og fjölda bifreiða í hlutfalli við aðra vegfarendur sem ekki eru á bifreiðum og hversu almenn bifreiðaeign er. Við erum öll sammála um það að eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að ökukennslu enda getur það verið yfirþyrmandi fyrir ökunema að taka þátt í umferðinni þó að ökukennarinn sitji við hlið hans og leiðbeini og grípi inn í þegar út af bregður. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki, með sem mestu öryggi, fullri fyrirhyggju og framsýni, fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins. Ásamt því að hann aki í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Einnig kemur fram í námskrá til almennra ökuréttinda að full færni náist ekki fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur. Að því sögðu þá vitum við að fjöldi ökumanna í umferðinni er þrátt fyrir að hafa öðlast ökuréttindi enn að öðlast reynslu og fulla færni. Þetta þýðir að við öll sem ökumenn og einnig sem vegfarendur þurfum að hafa það í huga að meðal okkar eru ökumenn sem enn hafa ekki náð fullri færni. En full færni fæst ekki nema með æfingu og hana fáum við með því að fá að taka þátt, ekki aðeins þegar við ökum með ökukennara heldur einnig þegar við höfum staðist ökupróf. Á liðnum árum hefur tækni fleygt fram í þróun ökutækja, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum, fjöldi vegfarenda og bifreiða hefur margfaldast og má ætla að ekkert lát verði á þeirri þróun. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að ungum ökumönnum og það gera þau m.a. með því að sjá til þess að starfsumhverfi ökukennara fái að dafna í takt við þær öru breytingar sem eiga sér stað í umferðinni. Markvist ökunám, skýr hæfnisviðmið og vilji til að skoða það sem betur má fara t.d. með rannsóknum á umferðarmenningu og umferðarhegðun og breyta þegar þess er þörf. Markvist og gott ökunám skilar sér í færari ökumönnum sem eru betur í stakk búnir til að takast á við þessi fyrstu ár í sjálfstæðum akstri með það að markmiði að draga úr slysum á ungum ökumönnum. Höfundur er ökukennari.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar