Stjórna félagsmenn Eflingu? Óskar Steinn Gestsson skrifar 16. apríl 2022 15:01 Fyrir 25 árum breyttist stéttarfélagið mitt Dagsbrún í Eflingu og í 20 ár heyrði ég hvorki né sá af því. Ég vissi ekki einu sinni hvar það var til húsa – fyrr en að Sólveig Anna Jónsdóttir vann formannskosningu árið 2018 og tók við völdum. Þegar hún fór að velta við steinum þá kom ýmislegt í ljós, til dæmis fjármálastjóri sem samdi um veisluþjónustu undir borðið við sambýlismann sinn, óeðlilega háar greiðslur til tölvufyrirtækisins Init sem var á mála hjá lífeyrissjóði félagsmanna og fleira í þeim dúr. Þá rak Sólveig sig á að margir innan skrifstofu Eflingar höfðu engan áhuga á að starfa með henni. Fólkið á skrifstofunni hafði fengið að eiga félagið í áratugi, alveg þangað til að við félagsmenn kusum okkur formann. En skrifstofufólkið var ekki tilbúið að veita lýðræðislega kjörnum formanni völd og vann kerfisbundið gegn henni og B-listanum. Þetta gekk svo langt að einn karlkyns starfsmaður hótaði að fara heim til hennar og beita hana ofbeldi, sagðist hafa komist upp með slíkt ofbeldi áður og ætti ekki í vandræðum með að beita því aftur. Vegna stöðugrar andstöðu og undirróðurs þá sagði Sólveig af sér sem formaður haustið 2021. Hún bauð sig svo fram að nýju til formanns og fékk endurnýjað umboð félagsmanna með hreinum meirihluta í kosningum. Því miður þá dugði það ekki til. Á aðalfundi Eflingar þann 8. apríl síðastliðinn mætti henni aftur hatur og vanvirðing. Henni var ekki óskað til hamingju og ekki var gert ráð fyrir ávarpi nýs formanns á dagskránni. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn ógeðslegri framkomu og jafn miklu virðingaleysi gagnvart vilja okkar félagsmanna eins og þetta kvöld. Starfsfólkið ætlaði að halda stríðinu við félagsmenn áfram. Nú standa yfir skipulagsbreytingar, breytingar sem fela í sér að úreltum og stórskringilegum ráðningarkjörum er sagt upp en allir starfsmenn hvattir til að sækja um störf að nýju. Ég sé ekkert athugavert við þessar breytingar og hvernig að þeim er staðið. Augljós vandamál hafa plagað innra starf skrifstofunnar síðan 2018 og á þeim er nauðsynlegt að taka. Starfsfólk Eflingar á að þjónusta okkur félagsmenn á þeim forsendum sem stjórn félagsins ákveður en ekki að reka eigin stefnu, hvorki í rekstrarmálum félagsins né í pólitík útávið. Til þess hafa þau einfaldlega ekki umboð. Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir 25 árum breyttist stéttarfélagið mitt Dagsbrún í Eflingu og í 20 ár heyrði ég hvorki né sá af því. Ég vissi ekki einu sinni hvar það var til húsa – fyrr en að Sólveig Anna Jónsdóttir vann formannskosningu árið 2018 og tók við völdum. Þegar hún fór að velta við steinum þá kom ýmislegt í ljós, til dæmis fjármálastjóri sem samdi um veisluþjónustu undir borðið við sambýlismann sinn, óeðlilega háar greiðslur til tölvufyrirtækisins Init sem var á mála hjá lífeyrissjóði félagsmanna og fleira í þeim dúr. Þá rak Sólveig sig á að margir innan skrifstofu Eflingar höfðu engan áhuga á að starfa með henni. Fólkið á skrifstofunni hafði fengið að eiga félagið í áratugi, alveg þangað til að við félagsmenn kusum okkur formann. En skrifstofufólkið var ekki tilbúið að veita lýðræðislega kjörnum formanni völd og vann kerfisbundið gegn henni og B-listanum. Þetta gekk svo langt að einn karlkyns starfsmaður hótaði að fara heim til hennar og beita hana ofbeldi, sagðist hafa komist upp með slíkt ofbeldi áður og ætti ekki í vandræðum með að beita því aftur. Vegna stöðugrar andstöðu og undirróðurs þá sagði Sólveig af sér sem formaður haustið 2021. Hún bauð sig svo fram að nýju til formanns og fékk endurnýjað umboð félagsmanna með hreinum meirihluta í kosningum. Því miður þá dugði það ekki til. Á aðalfundi Eflingar þann 8. apríl síðastliðinn mætti henni aftur hatur og vanvirðing. Henni var ekki óskað til hamingju og ekki var gert ráð fyrir ávarpi nýs formanns á dagskránni. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn ógeðslegri framkomu og jafn miklu virðingaleysi gagnvart vilja okkar félagsmanna eins og þetta kvöld. Starfsfólkið ætlaði að halda stríðinu við félagsmenn áfram. Nú standa yfir skipulagsbreytingar, breytingar sem fela í sér að úreltum og stórskringilegum ráðningarkjörum er sagt upp en allir starfsmenn hvattir til að sækja um störf að nýju. Ég sé ekkert athugavert við þessar breytingar og hvernig að þeim er staðið. Augljós vandamál hafa plagað innra starf skrifstofunnar síðan 2018 og á þeim er nauðsynlegt að taka. Starfsfólk Eflingar á að þjónusta okkur félagsmenn á þeim forsendum sem stjórn félagsins ákveður en ekki að reka eigin stefnu, hvorki í rekstrarmálum félagsins né í pólitík útávið. Til þess hafa þau einfaldlega ekki umboð. Höfundur er félagi í Eflingu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun