Benzema kláraði magnaða endurkomu Real Madrid í uppgjöri toppliðanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Magnaður.
Magnaður. vísir/Getty

Real Madrid steig stórt skref í átt að spænska meistaratitlinum í kvöld þegar liðið vann magnaðan endurkomusigur á Sevilla í kvöld.

Um var að ræða uppgjör toppliðanna í deildinni og til að halda lífi í baráttunni um titilinn þurfti Sevilla nauðsynlega á sigri að halda.

Það blés byrlega fyrir heimamönnum því mörk frá Ivan Rakitic og Erik Lamela komu Sevilla í 2-0 forystu á 25.mínútu.

Carlo Ancelotti setti brasilíska ungstirnið Rodrygo inná í leikhléi og hann minnkaði muninn strax á 50.mínútu. Á 82.mínútu kom Nacho Fernandez inná og hann var enn fljótari að skila sínu því hann jafnaði metin á 83.mínútu.

Það var svo hinn óstöðvandi Karim Benzema sem fullkomnaði endurkomu Real Madrid og tryggði liði sínu öll þrjú stigin með marki á 92.mínútu.

Real Madrid hefur nú fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þeir eiga eftir að leika sex leiki en Barcelona, sem er í öðru sæti, á átta leiki eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira