Alvöru pólitík eða bara allt í plati!! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 11. apríl 2022 15:30 Einu sinni fyrir mörgum áratugum var frambjóðandi á ferð fyrir komandi kosningar. Það var á brattann að sækja fyrir flokk frambjóðandans og hann greip til þess ráðs á ferðum sínum um kjördæmið að lofa öllu því kjósendur báðu um. Hann ferðaðist með aðstoðarmann,sem hét Siggi. Hann hafði það hlutverk að skrá niður allar beiðnir kjósenda, sem frambjóðandinn samþykkti hikstalaust. Þetta spurðist út meðal kjósenda og þegar leið frambjóðandans góða leiddi hann að myndarlegu sveitaheimili, þá upphófst samtal frambjóðandans og bóndans á sveitabænum. Sá vissi vel um loforðagleði frambjóðandans og hugsaði sér að reyna þolrifin í honum og hversu langt loforðadellan næði - og spurði því: " Heyrðu frambjóðandi góður. Það er eitt sem kæmi okkur vel hér á sveitabænum. Væri gott að hafa lítinn flugvöll hér í túninu, sem væri til nota fyrir okkur heimafólkið. Gætir þú leyst það? Frambjóðandinn var snöggur upp á lagið og svaraði um hæl." Þó það nú væri. Skrifaðu flugvöll, Siggi!!" Þessi gamla saga er stundum rifjuð upp, þegar frambjóðendur missa sig í loforðagleði og vitleysu. Segja bara það sem þeir halda að sé kjósandanum þóknanlegt hverju sinni. Það er hollt fyrir alla kjósendur að hafa þetta í huga fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vera á varðbergi og sannreyna innihald loforðann. Í Hafnarfirði eins og annars staðar er þessi tími nú upprunninn. Þá er mikilvægt að skilja sauðina frá höfrunum. Glöggva sig á því hverjir eru trúverðugir og traustsins verðir til að fara með stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Marklaus froða Það er hins vegar merkilegt og nýstárlegt í þessu sambandi, í Hafnarfirðinum, að þeir stjórnmálaflokkar sem eru útbærastir á ný og gömul loforð eru þeir flokkar sem hafa farið með stjórn mála í meirihluta í Hafnarfirði síðustu átta árin- Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Nú eru endurunninn gömul loforð og bryddað upp á nýjum. Nú á sko að gera hlutina, eftir ládeyðu síðustu átta árin. Nú allt í einu á að gera allt fyrir alla!! Síðast var þetta bara allt í plati. En svona froða er marklaus. Sýnir frambjóðendur Framsóknar/Sjálfstæðisflokksí kastþröng og vörn. Flokkar sem orsökuðu fólksfækkun í bænum, 2020 og 2021 því ekkert lóða eða íbúðaframboð var í bænum. Flokkar sem skila af sér skuldum sem nema 1558 þúsund krónum á hvern bæjarbúa árið 2020, jafnvel þótt meirihlutinn hafa gripið til þess óyndisúrræðis að selja grunnþjónustu; hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum um tæpa 4 milljarða króna. Flokkar sem skila auðu í leikskólamálum og fjölmörgum grunnmálaflokkum. Reynslan er ólygnust. Um hverjar kosningar er mikilvægt að skoða reynslu síðustu fjögurra ára. Hverju lofuðu flokkarnir? Hvað var gert og ekki gert. Það er lærdómsrík upplifun í Hafnarfirði, þar sem er að finna langan lista yfir fyrirheit sem ekki voru efnd. Það er veruleikinn. Ný og endurunninn loforðaruna nú, korteri fyrir kosningar, er því marklaus með öllu. Þar er allt í plati. Eitt í gær, annað í dag. Þetta er platpólitík. Við förum í verkin Við jafnaðarmenn eru reiðubúnir til að taka við stjórn bæjarins að afloknum kosningum. Við höfum ekki verið við stjórn bæjarins síðustu átta árin, en bendum með stolti og af hreinskilni á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði, þegar áherslur jafnaðarstefnunnar voru í heiðri hafðar við stjórn bæjarins. Við segjum einfaldlega: merkin sýna verkin; skoðið stjórnarhætti og verk jafnaðarmanna í gegnum tíðina í Firðinum. Við þurfum ekkert að fela. Við erum stolt af verkum okkar. Við göngum hnarreist til kosninga og tilbúin í verkin. Og finnum fyrir blússandi stuðningi meðal bæjarbúa. Það þarf að taka til hendi víða í Hafnarfirðinum. Og það mun Samfylkingin gera. Sumt getum við lagfært hratt og vel, annað tekur lengri tíma. En bæjarbúar mun strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stórnarháttum í bænum okkar, þegar jafnaðarmenn taka við stjórn mála. Við höfum gefið út ítarlega stefnuskrá, þannig að vilji okkar og stefna liggur fyrir. Þar nálgumst við stór og lítil viðfangsefni af skilningi og raunsæi. En umfram allt verður Hafnarfjörður á ný fyrirmyndarsveitarfélag undir forystu jafnaðarmanna með metnað á fjölþættum sviðum, þar sem æðstu stjórnendur bæjarins verða í góðu sambandi við fólk, fyrirtæki og samtök. Við erum mætt til leiks og skynjum almennan stuðning meðal bæjarbúa við okkar framboð. Krafan um ný vinnubrögð og kröftug er hávær. Bæjarbúar vilja að verkin verði látin tala og það sé unnt að taka mark á því sem sagt er. Í vaxandi mæli finnum við þennan vilja Hafnfirðingar. Við mætum til leiks með bjartsýni að leiðarljósi, en skynjum ábyrgðina um leið. Við förum í málin af alvöru, en með verkgleðina og tilhlökkun í farteskinu. Vertu með í nýrri sókn jafnaðarmanna. XS Samfylkingin og Hafnarfjörður. Að sjálfsögðu..... Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir mörgum áratugum var frambjóðandi á ferð fyrir komandi kosningar. Það var á brattann að sækja fyrir flokk frambjóðandans og hann greip til þess ráðs á ferðum sínum um kjördæmið að lofa öllu því kjósendur báðu um. Hann ferðaðist með aðstoðarmann,sem hét Siggi. Hann hafði það hlutverk að skrá niður allar beiðnir kjósenda, sem frambjóðandinn samþykkti hikstalaust. Þetta spurðist út meðal kjósenda og þegar leið frambjóðandans góða leiddi hann að myndarlegu sveitaheimili, þá upphófst samtal frambjóðandans og bóndans á sveitabænum. Sá vissi vel um loforðagleði frambjóðandans og hugsaði sér að reyna þolrifin í honum og hversu langt loforðadellan næði - og spurði því: " Heyrðu frambjóðandi góður. Það er eitt sem kæmi okkur vel hér á sveitabænum. Væri gott að hafa lítinn flugvöll hér í túninu, sem væri til nota fyrir okkur heimafólkið. Gætir þú leyst það? Frambjóðandinn var snöggur upp á lagið og svaraði um hæl." Þó það nú væri. Skrifaðu flugvöll, Siggi!!" Þessi gamla saga er stundum rifjuð upp, þegar frambjóðendur missa sig í loforðagleði og vitleysu. Segja bara það sem þeir halda að sé kjósandanum þóknanlegt hverju sinni. Það er hollt fyrir alla kjósendur að hafa þetta í huga fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vera á varðbergi og sannreyna innihald loforðann. Í Hafnarfirði eins og annars staðar er þessi tími nú upprunninn. Þá er mikilvægt að skilja sauðina frá höfrunum. Glöggva sig á því hverjir eru trúverðugir og traustsins verðir til að fara með stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Marklaus froða Það er hins vegar merkilegt og nýstárlegt í þessu sambandi, í Hafnarfirðinum, að þeir stjórnmálaflokkar sem eru útbærastir á ný og gömul loforð eru þeir flokkar sem hafa farið með stjórn mála í meirihluta í Hafnarfirði síðustu átta árin- Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Nú eru endurunninn gömul loforð og bryddað upp á nýjum. Nú á sko að gera hlutina, eftir ládeyðu síðustu átta árin. Nú allt í einu á að gera allt fyrir alla!! Síðast var þetta bara allt í plati. En svona froða er marklaus. Sýnir frambjóðendur Framsóknar/Sjálfstæðisflokksí kastþröng og vörn. Flokkar sem orsökuðu fólksfækkun í bænum, 2020 og 2021 því ekkert lóða eða íbúðaframboð var í bænum. Flokkar sem skila af sér skuldum sem nema 1558 þúsund krónum á hvern bæjarbúa árið 2020, jafnvel þótt meirihlutinn hafa gripið til þess óyndisúrræðis að selja grunnþjónustu; hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum um tæpa 4 milljarða króna. Flokkar sem skila auðu í leikskólamálum og fjölmörgum grunnmálaflokkum. Reynslan er ólygnust. Um hverjar kosningar er mikilvægt að skoða reynslu síðustu fjögurra ára. Hverju lofuðu flokkarnir? Hvað var gert og ekki gert. Það er lærdómsrík upplifun í Hafnarfirði, þar sem er að finna langan lista yfir fyrirheit sem ekki voru efnd. Það er veruleikinn. Ný og endurunninn loforðaruna nú, korteri fyrir kosningar, er því marklaus með öllu. Þar er allt í plati. Eitt í gær, annað í dag. Þetta er platpólitík. Við förum í verkin Við jafnaðarmenn eru reiðubúnir til að taka við stjórn bæjarins að afloknum kosningum. Við höfum ekki verið við stjórn bæjarins síðustu átta árin, en bendum með stolti og af hreinskilni á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði, þegar áherslur jafnaðarstefnunnar voru í heiðri hafðar við stjórn bæjarins. Við segjum einfaldlega: merkin sýna verkin; skoðið stjórnarhætti og verk jafnaðarmanna í gegnum tíðina í Firðinum. Við þurfum ekkert að fela. Við erum stolt af verkum okkar. Við göngum hnarreist til kosninga og tilbúin í verkin. Og finnum fyrir blússandi stuðningi meðal bæjarbúa. Það þarf að taka til hendi víða í Hafnarfirðinum. Og það mun Samfylkingin gera. Sumt getum við lagfært hratt og vel, annað tekur lengri tíma. En bæjarbúar mun strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stórnarháttum í bænum okkar, þegar jafnaðarmenn taka við stjórn mála. Við höfum gefið út ítarlega stefnuskrá, þannig að vilji okkar og stefna liggur fyrir. Þar nálgumst við stór og lítil viðfangsefni af skilningi og raunsæi. En umfram allt verður Hafnarfjörður á ný fyrirmyndarsveitarfélag undir forystu jafnaðarmanna með metnað á fjölþættum sviðum, þar sem æðstu stjórnendur bæjarins verða í góðu sambandi við fólk, fyrirtæki og samtök. Við erum mætt til leiks og skynjum almennan stuðning meðal bæjarbúa við okkar framboð. Krafan um ný vinnubrögð og kröftug er hávær. Bæjarbúar vilja að verkin verði látin tala og það sé unnt að taka mark á því sem sagt er. Í vaxandi mæli finnum við þennan vilja Hafnfirðingar. Við mætum til leiks með bjartsýni að leiðarljósi, en skynjum ábyrgðina um leið. Við förum í málin af alvöru, en með verkgleðina og tilhlökkun í farteskinu. Vertu með í nýrri sókn jafnaðarmanna. XS Samfylkingin og Hafnarfjörður. Að sjálfsögðu..... Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar