Alvöru pólitík eða bara allt í plati!! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 11. apríl 2022 15:30 Einu sinni fyrir mörgum áratugum var frambjóðandi á ferð fyrir komandi kosningar. Það var á brattann að sækja fyrir flokk frambjóðandans og hann greip til þess ráðs á ferðum sínum um kjördæmið að lofa öllu því kjósendur báðu um. Hann ferðaðist með aðstoðarmann,sem hét Siggi. Hann hafði það hlutverk að skrá niður allar beiðnir kjósenda, sem frambjóðandinn samþykkti hikstalaust. Þetta spurðist út meðal kjósenda og þegar leið frambjóðandans góða leiddi hann að myndarlegu sveitaheimili, þá upphófst samtal frambjóðandans og bóndans á sveitabænum. Sá vissi vel um loforðagleði frambjóðandans og hugsaði sér að reyna þolrifin í honum og hversu langt loforðadellan næði - og spurði því: " Heyrðu frambjóðandi góður. Það er eitt sem kæmi okkur vel hér á sveitabænum. Væri gott að hafa lítinn flugvöll hér í túninu, sem væri til nota fyrir okkur heimafólkið. Gætir þú leyst það? Frambjóðandinn var snöggur upp á lagið og svaraði um hæl." Þó það nú væri. Skrifaðu flugvöll, Siggi!!" Þessi gamla saga er stundum rifjuð upp, þegar frambjóðendur missa sig í loforðagleði og vitleysu. Segja bara það sem þeir halda að sé kjósandanum þóknanlegt hverju sinni. Það er hollt fyrir alla kjósendur að hafa þetta í huga fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vera á varðbergi og sannreyna innihald loforðann. Í Hafnarfirði eins og annars staðar er þessi tími nú upprunninn. Þá er mikilvægt að skilja sauðina frá höfrunum. Glöggva sig á því hverjir eru trúverðugir og traustsins verðir til að fara með stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Marklaus froða Það er hins vegar merkilegt og nýstárlegt í þessu sambandi, í Hafnarfirðinum, að þeir stjórnmálaflokkar sem eru útbærastir á ný og gömul loforð eru þeir flokkar sem hafa farið með stjórn mála í meirihluta í Hafnarfirði síðustu átta árin- Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Nú eru endurunninn gömul loforð og bryddað upp á nýjum. Nú á sko að gera hlutina, eftir ládeyðu síðustu átta árin. Nú allt í einu á að gera allt fyrir alla!! Síðast var þetta bara allt í plati. En svona froða er marklaus. Sýnir frambjóðendur Framsóknar/Sjálfstæðisflokksí kastþröng og vörn. Flokkar sem orsökuðu fólksfækkun í bænum, 2020 og 2021 því ekkert lóða eða íbúðaframboð var í bænum. Flokkar sem skila af sér skuldum sem nema 1558 þúsund krónum á hvern bæjarbúa árið 2020, jafnvel þótt meirihlutinn hafa gripið til þess óyndisúrræðis að selja grunnþjónustu; hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum um tæpa 4 milljarða króna. Flokkar sem skila auðu í leikskólamálum og fjölmörgum grunnmálaflokkum. Reynslan er ólygnust. Um hverjar kosningar er mikilvægt að skoða reynslu síðustu fjögurra ára. Hverju lofuðu flokkarnir? Hvað var gert og ekki gert. Það er lærdómsrík upplifun í Hafnarfirði, þar sem er að finna langan lista yfir fyrirheit sem ekki voru efnd. Það er veruleikinn. Ný og endurunninn loforðaruna nú, korteri fyrir kosningar, er því marklaus með öllu. Þar er allt í plati. Eitt í gær, annað í dag. Þetta er platpólitík. Við förum í verkin Við jafnaðarmenn eru reiðubúnir til að taka við stjórn bæjarins að afloknum kosningum. Við höfum ekki verið við stjórn bæjarins síðustu átta árin, en bendum með stolti og af hreinskilni á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði, þegar áherslur jafnaðarstefnunnar voru í heiðri hafðar við stjórn bæjarins. Við segjum einfaldlega: merkin sýna verkin; skoðið stjórnarhætti og verk jafnaðarmanna í gegnum tíðina í Firðinum. Við þurfum ekkert að fela. Við erum stolt af verkum okkar. Við göngum hnarreist til kosninga og tilbúin í verkin. Og finnum fyrir blússandi stuðningi meðal bæjarbúa. Það þarf að taka til hendi víða í Hafnarfirðinum. Og það mun Samfylkingin gera. Sumt getum við lagfært hratt og vel, annað tekur lengri tíma. En bæjarbúar mun strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stórnarháttum í bænum okkar, þegar jafnaðarmenn taka við stjórn mála. Við höfum gefið út ítarlega stefnuskrá, þannig að vilji okkar og stefna liggur fyrir. Þar nálgumst við stór og lítil viðfangsefni af skilningi og raunsæi. En umfram allt verður Hafnarfjörður á ný fyrirmyndarsveitarfélag undir forystu jafnaðarmanna með metnað á fjölþættum sviðum, þar sem æðstu stjórnendur bæjarins verða í góðu sambandi við fólk, fyrirtæki og samtök. Við erum mætt til leiks og skynjum almennan stuðning meðal bæjarbúa við okkar framboð. Krafan um ný vinnubrögð og kröftug er hávær. Bæjarbúar vilja að verkin verði látin tala og það sé unnt að taka mark á því sem sagt er. Í vaxandi mæli finnum við þennan vilja Hafnfirðingar. Við mætum til leiks með bjartsýni að leiðarljósi, en skynjum ábyrgðina um leið. Við förum í málin af alvöru, en með verkgleðina og tilhlökkun í farteskinu. Vertu með í nýrri sókn jafnaðarmanna. XS Samfylkingin og Hafnarfjörður. Að sjálfsögðu..... Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir mörgum áratugum var frambjóðandi á ferð fyrir komandi kosningar. Það var á brattann að sækja fyrir flokk frambjóðandans og hann greip til þess ráðs á ferðum sínum um kjördæmið að lofa öllu því kjósendur báðu um. Hann ferðaðist með aðstoðarmann,sem hét Siggi. Hann hafði það hlutverk að skrá niður allar beiðnir kjósenda, sem frambjóðandinn samþykkti hikstalaust. Þetta spurðist út meðal kjósenda og þegar leið frambjóðandans góða leiddi hann að myndarlegu sveitaheimili, þá upphófst samtal frambjóðandans og bóndans á sveitabænum. Sá vissi vel um loforðagleði frambjóðandans og hugsaði sér að reyna þolrifin í honum og hversu langt loforðadellan næði - og spurði því: " Heyrðu frambjóðandi góður. Það er eitt sem kæmi okkur vel hér á sveitabænum. Væri gott að hafa lítinn flugvöll hér í túninu, sem væri til nota fyrir okkur heimafólkið. Gætir þú leyst það? Frambjóðandinn var snöggur upp á lagið og svaraði um hæl." Þó það nú væri. Skrifaðu flugvöll, Siggi!!" Þessi gamla saga er stundum rifjuð upp, þegar frambjóðendur missa sig í loforðagleði og vitleysu. Segja bara það sem þeir halda að sé kjósandanum þóknanlegt hverju sinni. Það er hollt fyrir alla kjósendur að hafa þetta í huga fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Vera á varðbergi og sannreyna innihald loforðann. Í Hafnarfirði eins og annars staðar er þessi tími nú upprunninn. Þá er mikilvægt að skilja sauðina frá höfrunum. Glöggva sig á því hverjir eru trúverðugir og traustsins verðir til að fara með stjórn bæjarfélagsins næstu fjögur árin. Marklaus froða Það er hins vegar merkilegt og nýstárlegt í þessu sambandi, í Hafnarfirðinum, að þeir stjórnmálaflokkar sem eru útbærastir á ný og gömul loforð eru þeir flokkar sem hafa farið með stjórn mála í meirihluta í Hafnarfirði síðustu átta árin- Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Nú eru endurunninn gömul loforð og bryddað upp á nýjum. Nú á sko að gera hlutina, eftir ládeyðu síðustu átta árin. Nú allt í einu á að gera allt fyrir alla!! Síðast var þetta bara allt í plati. En svona froða er marklaus. Sýnir frambjóðendur Framsóknar/Sjálfstæðisflokksí kastþröng og vörn. Flokkar sem orsökuðu fólksfækkun í bænum, 2020 og 2021 því ekkert lóða eða íbúðaframboð var í bænum. Flokkar sem skila af sér skuldum sem nema 1558 þúsund krónum á hvern bæjarbúa árið 2020, jafnvel þótt meirihlutinn hafa gripið til þess óyndisúrræðis að selja grunnþjónustu; hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum um tæpa 4 milljarða króna. Flokkar sem skila auðu í leikskólamálum og fjölmörgum grunnmálaflokkum. Reynslan er ólygnust. Um hverjar kosningar er mikilvægt að skoða reynslu síðustu fjögurra ára. Hverju lofuðu flokkarnir? Hvað var gert og ekki gert. Það er lærdómsrík upplifun í Hafnarfirði, þar sem er að finna langan lista yfir fyrirheit sem ekki voru efnd. Það er veruleikinn. Ný og endurunninn loforðaruna nú, korteri fyrir kosningar, er því marklaus með öllu. Þar er allt í plati. Eitt í gær, annað í dag. Þetta er platpólitík. Við förum í verkin Við jafnaðarmenn eru reiðubúnir til að taka við stjórn bæjarins að afloknum kosningum. Við höfum ekki verið við stjórn bæjarins síðustu átta árin, en bendum með stolti og af hreinskilni á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði, þegar áherslur jafnaðarstefnunnar voru í heiðri hafðar við stjórn bæjarins. Við segjum einfaldlega: merkin sýna verkin; skoðið stjórnarhætti og verk jafnaðarmanna í gegnum tíðina í Firðinum. Við þurfum ekkert að fela. Við erum stolt af verkum okkar. Við göngum hnarreist til kosninga og tilbúin í verkin. Og finnum fyrir blússandi stuðningi meðal bæjarbúa. Það þarf að taka til hendi víða í Hafnarfirðinum. Og það mun Samfylkingin gera. Sumt getum við lagfært hratt og vel, annað tekur lengri tíma. En bæjarbúar mun strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stórnarháttum í bænum okkar, þegar jafnaðarmenn taka við stjórn mála. Við höfum gefið út ítarlega stefnuskrá, þannig að vilji okkar og stefna liggur fyrir. Þar nálgumst við stór og lítil viðfangsefni af skilningi og raunsæi. En umfram allt verður Hafnarfjörður á ný fyrirmyndarsveitarfélag undir forystu jafnaðarmanna með metnað á fjölþættum sviðum, þar sem æðstu stjórnendur bæjarins verða í góðu sambandi við fólk, fyrirtæki og samtök. Við erum mætt til leiks og skynjum almennan stuðning meðal bæjarbúa við okkar framboð. Krafan um ný vinnubrögð og kröftug er hávær. Bæjarbúar vilja að verkin verði látin tala og það sé unnt að taka mark á því sem sagt er. Í vaxandi mæli finnum við þennan vilja Hafnfirðingar. Við mætum til leiks með bjartsýni að leiðarljósi, en skynjum ábyrgðina um leið. Við förum í málin af alvöru, en með verkgleðina og tilhlökkun í farteskinu. Vertu með í nýrri sókn jafnaðarmanna. XS Samfylkingin og Hafnarfjörður. Að sjálfsögðu..... Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar