Grænar og ábyrgar fjárfestingar til framtíðar Sara Dögg Svanhildardóttir og Ásta Leonhards skrifa 5. apríl 2022 07:31 Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun