Grænar og ábyrgar fjárfestingar til framtíðar Sara Dögg Svanhildardóttir og Ásta Leonhards skrifa 5. apríl 2022 07:31 Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun