Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Magnús Guðmundsson skrifar 29. mars 2022 08:31 Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið. Enn er virðingarleysið gagnvart íbúum algert. Óboðnir aðilar komast nú inn með laxeldi án samráðs við heimamenn. Andmælum og spurningum íbúa er ekki svarað fyrr en leyfið er í höfn. Það er ekki í lagi að koma svona fram við fólk. Við þennan yfirgang er ekki búandi. Íbúar Stöðvarfjarðar segja engan vafa leika á lífsgæðarýrnun og lækkun fasteignaverðs. En hverjum er ekki sama um íbúana, bara ef græðgismenn Íslands fá sitt í vasann og Norðmenn frí afnot af auðlindum landsins. Fiskeldi Austurlands (FA) er til húsa á Seltjarnarnesi, seiðaeldi í Þorlákshöfn, laxeldi í Austfjörðum og sláturhús á Djúpavogi. Já vissulega ræður fyrirtækið hvar það hefur aðsetur og slátrar sínum laxi . Á Djúpavogi, gott mál. Fjarðabyggð kallar eftir jafnari tekjuskiptingu af fiskeldi. Já, það á að láta greiða fyrir auðlindina eins og í Noregi. Nú þurfa íbúar Fjarðabyggðar og Múlaþings að standa saman. Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Fáum þá að borðinu. Það þarf að breyta núgildandi lögum og innheimta auðlindagjald af öllu fiskeldi hringinn í kringum landið, hvenær sem það fór af stað, punktur. Við sveitarstjórnarfólk á Austurlandi vil ég segja. Standið nú öll í lappirnar og leyfið hverjum stað að blómstra á eigin forsendum. Það eru kosningar í vor, auðurinn og framtíðin býr í fólkinu. Hættum að láta græðgina valta yfir okkur. Varðandi Seyðisfjörð læt ég fylgja mynd af fyrirhuguðu áhrifasvæði fiskeldis í Sörlastaðavík. Heilu línurnar í Sörlastaðavík eru breidd fjarðarins 985 m(0.53 nl) og 1280 m(0.69 nl). Línur dregnar frá bleiku línunni, sem er sæstrengurinn, eru 463 m(0.25 nl). Það er helgunarsvæði strengsins. Kvíasvæðið má ekki vera þar. Skyggða svæðið, er 600 m(0.32 nl) út frá landi við hvorn enda áhrifasvæðisins. Landeigendur eiga 120 m netalagnir út frá landi. Þá eru 480 m eftir fyrir kvíar og akkerisfestingar, en eins og sést á myndinni er þetta langt inni á helgunarsvæði strengsins. Auk þess loka þessir 600 m nánast siglingaleiðinni um fjörðinn. Norðan áhrifasvæðisins eru bara 385 m upp í fjöru. Lítið gagn er í góðri höfn ef siglingaleiðinni er lokað fyrir stórum skipum. Kvíar komast ekki fyrir, hvorki í Sörlastaðavík né Selstaðavík. Auk þess er Selstaðavík á hættusvæði C vegna snjóflóða. Það kemur skýrt fram á bls. 18 í skýrslu Skipulagsstofnunar, en þar segir: „kvíarnar í Selstaðavík standast ekki þetta viðmið.“ Skálanes er náttúruparadís með mikið fuglalíf. Þar hefur verið byggð upp ferðaþjónusta ásamt menningar- og fræðslusetri. Þar eru nokkur störf í mikilli hættu ef af fiskeldi verður. Gleymið þessu. Ég treysti á að talnaglöggt fólk hjá ríkisstofnunum horfi ekki fram hjá öllum þessum staðreyndum. Fyrirsögn á frétt á austurfrett.is frá 17. mars 2022: „Afdrif fiskeldis í Seyðisfirði gæti haft áhrif á uppbyggingu á Djúpavogi“ Sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi. Kynnið ykkur málið frá öllum hliðum jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Við að missa skemmtiferðaskip tapast t.d. hafnargjöld og tekjur við farþegaflutninga í öllu Múlaþingi o.fl. Auk þess sem fiskeldið hefur almennt neikvæð áhrif á alla ferðaþjónustu. Stóra málið er að Seyðisfirði er of þröngur fyrir fiskeldi, því verður ekki breytt. Á Seyðisfjörður virkilega ekki að fá að njóta sín á sínum forsendum? Á slóðinni er sjókort þar sem hægt er að skoða fjörðinn og mæla. Nú spyr ég FA. Er svona mikil þörf fyrir þessi 10.000 tonn, sem sótt er um í Seyðisfirði, að fyrirtækið stendur og fellur með þeim? FA hefur ekki svarað spurningum um fjölda nýrra heilsársstarfa, sem verða til á Seyðisfirði. Treystir fyrirtækið sér ekki til að bera ábyrgð á þeirri tölu? Hvenær verður fóðrun fjarstýrt frá Noregi eða annars staðar frá? Vill FA bera ábyrgð á að hálfloka siglingaleiðinni um Seyðisfjörð? Ætlar FA að bera ábyrgð á að Faricestrengurinn, ein af þremur lífæðum samskipta Íslands við umheiminn, sé settur í hættu? Sjá bls. 28 í skýrslu Skipulagsstofnunar. Þingmenn Norðausturlands. Á bara að þiggja atkvæði og horfa svo í aðra átt? Standið nú með fólkinu í fjórðungnum. Höfnum stríði þegar við getum haft frið. Með friðar- og kærleikskveðju. Magnús Guðmundsson Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Fiskeldi Múlaþing Alþingi Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið. Enn er virðingarleysið gagnvart íbúum algert. Óboðnir aðilar komast nú inn með laxeldi án samráðs við heimamenn. Andmælum og spurningum íbúa er ekki svarað fyrr en leyfið er í höfn. Það er ekki í lagi að koma svona fram við fólk. Við þennan yfirgang er ekki búandi. Íbúar Stöðvarfjarðar segja engan vafa leika á lífsgæðarýrnun og lækkun fasteignaverðs. En hverjum er ekki sama um íbúana, bara ef græðgismenn Íslands fá sitt í vasann og Norðmenn frí afnot af auðlindum landsins. Fiskeldi Austurlands (FA) er til húsa á Seltjarnarnesi, seiðaeldi í Þorlákshöfn, laxeldi í Austfjörðum og sláturhús á Djúpavogi. Já vissulega ræður fyrirtækið hvar það hefur aðsetur og slátrar sínum laxi . Á Djúpavogi, gott mál. Fjarðabyggð kallar eftir jafnari tekjuskiptingu af fiskeldi. Já, það á að láta greiða fyrir auðlindina eins og í Noregi. Nú þurfa íbúar Fjarðabyggðar og Múlaþings að standa saman. Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Fáum þá að borðinu. Það þarf að breyta núgildandi lögum og innheimta auðlindagjald af öllu fiskeldi hringinn í kringum landið, hvenær sem það fór af stað, punktur. Við sveitarstjórnarfólk á Austurlandi vil ég segja. Standið nú öll í lappirnar og leyfið hverjum stað að blómstra á eigin forsendum. Það eru kosningar í vor, auðurinn og framtíðin býr í fólkinu. Hættum að láta græðgina valta yfir okkur. Varðandi Seyðisfjörð læt ég fylgja mynd af fyrirhuguðu áhrifasvæði fiskeldis í Sörlastaðavík. Heilu línurnar í Sörlastaðavík eru breidd fjarðarins 985 m(0.53 nl) og 1280 m(0.69 nl). Línur dregnar frá bleiku línunni, sem er sæstrengurinn, eru 463 m(0.25 nl). Það er helgunarsvæði strengsins. Kvíasvæðið má ekki vera þar. Skyggða svæðið, er 600 m(0.32 nl) út frá landi við hvorn enda áhrifasvæðisins. Landeigendur eiga 120 m netalagnir út frá landi. Þá eru 480 m eftir fyrir kvíar og akkerisfestingar, en eins og sést á myndinni er þetta langt inni á helgunarsvæði strengsins. Auk þess loka þessir 600 m nánast siglingaleiðinni um fjörðinn. Norðan áhrifasvæðisins eru bara 385 m upp í fjöru. Lítið gagn er í góðri höfn ef siglingaleiðinni er lokað fyrir stórum skipum. Kvíar komast ekki fyrir, hvorki í Sörlastaðavík né Selstaðavík. Auk þess er Selstaðavík á hættusvæði C vegna snjóflóða. Það kemur skýrt fram á bls. 18 í skýrslu Skipulagsstofnunar, en þar segir: „kvíarnar í Selstaðavík standast ekki þetta viðmið.“ Skálanes er náttúruparadís með mikið fuglalíf. Þar hefur verið byggð upp ferðaþjónusta ásamt menningar- og fræðslusetri. Þar eru nokkur störf í mikilli hættu ef af fiskeldi verður. Gleymið þessu. Ég treysti á að talnaglöggt fólk hjá ríkisstofnunum horfi ekki fram hjá öllum þessum staðreyndum. Fyrirsögn á frétt á austurfrett.is frá 17. mars 2022: „Afdrif fiskeldis í Seyðisfirði gæti haft áhrif á uppbyggingu á Djúpavogi“ Sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi. Kynnið ykkur málið frá öllum hliðum jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Við að missa skemmtiferðaskip tapast t.d. hafnargjöld og tekjur við farþegaflutninga í öllu Múlaþingi o.fl. Auk þess sem fiskeldið hefur almennt neikvæð áhrif á alla ferðaþjónustu. Stóra málið er að Seyðisfirði er of þröngur fyrir fiskeldi, því verður ekki breytt. Á Seyðisfjörður virkilega ekki að fá að njóta sín á sínum forsendum? Á slóðinni er sjókort þar sem hægt er að skoða fjörðinn og mæla. Nú spyr ég FA. Er svona mikil þörf fyrir þessi 10.000 tonn, sem sótt er um í Seyðisfirði, að fyrirtækið stendur og fellur með þeim? FA hefur ekki svarað spurningum um fjölda nýrra heilsársstarfa, sem verða til á Seyðisfirði. Treystir fyrirtækið sér ekki til að bera ábyrgð á þeirri tölu? Hvenær verður fóðrun fjarstýrt frá Noregi eða annars staðar frá? Vill FA bera ábyrgð á að hálfloka siglingaleiðinni um Seyðisfjörð? Ætlar FA að bera ábyrgð á að Faricestrengurinn, ein af þremur lífæðum samskipta Íslands við umheiminn, sé settur í hættu? Sjá bls. 28 í skýrslu Skipulagsstofnunar. Þingmenn Norðausturlands. Á bara að þiggja atkvæði og horfa svo í aðra átt? Standið nú með fólkinu í fjórðungnum. Höfnum stríði þegar við getum haft frið. Með friðar- og kærleikskveðju. Magnús Guðmundsson Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar