Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Magnús Guðmundsson skrifar 29. mars 2022 08:31 Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið. Enn er virðingarleysið gagnvart íbúum algert. Óboðnir aðilar komast nú inn með laxeldi án samráðs við heimamenn. Andmælum og spurningum íbúa er ekki svarað fyrr en leyfið er í höfn. Það er ekki í lagi að koma svona fram við fólk. Við þennan yfirgang er ekki búandi. Íbúar Stöðvarfjarðar segja engan vafa leika á lífsgæðarýrnun og lækkun fasteignaverðs. En hverjum er ekki sama um íbúana, bara ef græðgismenn Íslands fá sitt í vasann og Norðmenn frí afnot af auðlindum landsins. Fiskeldi Austurlands (FA) er til húsa á Seltjarnarnesi, seiðaeldi í Þorlákshöfn, laxeldi í Austfjörðum og sláturhús á Djúpavogi. Já vissulega ræður fyrirtækið hvar það hefur aðsetur og slátrar sínum laxi . Á Djúpavogi, gott mál. Fjarðabyggð kallar eftir jafnari tekjuskiptingu af fiskeldi. Já, það á að láta greiða fyrir auðlindina eins og í Noregi. Nú þurfa íbúar Fjarðabyggðar og Múlaþings að standa saman. Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Fáum þá að borðinu. Það þarf að breyta núgildandi lögum og innheimta auðlindagjald af öllu fiskeldi hringinn í kringum landið, hvenær sem það fór af stað, punktur. Við sveitarstjórnarfólk á Austurlandi vil ég segja. Standið nú öll í lappirnar og leyfið hverjum stað að blómstra á eigin forsendum. Það eru kosningar í vor, auðurinn og framtíðin býr í fólkinu. Hættum að láta græðgina valta yfir okkur. Varðandi Seyðisfjörð læt ég fylgja mynd af fyrirhuguðu áhrifasvæði fiskeldis í Sörlastaðavík. Heilu línurnar í Sörlastaðavík eru breidd fjarðarins 985 m(0.53 nl) og 1280 m(0.69 nl). Línur dregnar frá bleiku línunni, sem er sæstrengurinn, eru 463 m(0.25 nl). Það er helgunarsvæði strengsins. Kvíasvæðið má ekki vera þar. Skyggða svæðið, er 600 m(0.32 nl) út frá landi við hvorn enda áhrifasvæðisins. Landeigendur eiga 120 m netalagnir út frá landi. Þá eru 480 m eftir fyrir kvíar og akkerisfestingar, en eins og sést á myndinni er þetta langt inni á helgunarsvæði strengsins. Auk þess loka þessir 600 m nánast siglingaleiðinni um fjörðinn. Norðan áhrifasvæðisins eru bara 385 m upp í fjöru. Lítið gagn er í góðri höfn ef siglingaleiðinni er lokað fyrir stórum skipum. Kvíar komast ekki fyrir, hvorki í Sörlastaðavík né Selstaðavík. Auk þess er Selstaðavík á hættusvæði C vegna snjóflóða. Það kemur skýrt fram á bls. 18 í skýrslu Skipulagsstofnunar, en þar segir: „kvíarnar í Selstaðavík standast ekki þetta viðmið.“ Skálanes er náttúruparadís með mikið fuglalíf. Þar hefur verið byggð upp ferðaþjónusta ásamt menningar- og fræðslusetri. Þar eru nokkur störf í mikilli hættu ef af fiskeldi verður. Gleymið þessu. Ég treysti á að talnaglöggt fólk hjá ríkisstofnunum horfi ekki fram hjá öllum þessum staðreyndum. Fyrirsögn á frétt á austurfrett.is frá 17. mars 2022: „Afdrif fiskeldis í Seyðisfirði gæti haft áhrif á uppbyggingu á Djúpavogi“ Sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi. Kynnið ykkur málið frá öllum hliðum jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Við að missa skemmtiferðaskip tapast t.d. hafnargjöld og tekjur við farþegaflutninga í öllu Múlaþingi o.fl. Auk þess sem fiskeldið hefur almennt neikvæð áhrif á alla ferðaþjónustu. Stóra málið er að Seyðisfirði er of þröngur fyrir fiskeldi, því verður ekki breytt. Á Seyðisfjörður virkilega ekki að fá að njóta sín á sínum forsendum? Á slóðinni er sjókort þar sem hægt er að skoða fjörðinn og mæla. Nú spyr ég FA. Er svona mikil þörf fyrir þessi 10.000 tonn, sem sótt er um í Seyðisfirði, að fyrirtækið stendur og fellur með þeim? FA hefur ekki svarað spurningum um fjölda nýrra heilsársstarfa, sem verða til á Seyðisfirði. Treystir fyrirtækið sér ekki til að bera ábyrgð á þeirri tölu? Hvenær verður fóðrun fjarstýrt frá Noregi eða annars staðar frá? Vill FA bera ábyrgð á að hálfloka siglingaleiðinni um Seyðisfjörð? Ætlar FA að bera ábyrgð á að Faricestrengurinn, ein af þremur lífæðum samskipta Íslands við umheiminn, sé settur í hættu? Sjá bls. 28 í skýrslu Skipulagsstofnunar. Þingmenn Norðausturlands. Á bara að þiggja atkvæði og horfa svo í aðra átt? Standið nú með fólkinu í fjórðungnum. Höfnum stríði þegar við getum haft frið. Með friðar- og kærleikskveðju. Magnús Guðmundsson Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Fiskeldi Múlaþing Alþingi Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið. Enn er virðingarleysið gagnvart íbúum algert. Óboðnir aðilar komast nú inn með laxeldi án samráðs við heimamenn. Andmælum og spurningum íbúa er ekki svarað fyrr en leyfið er í höfn. Það er ekki í lagi að koma svona fram við fólk. Við þennan yfirgang er ekki búandi. Íbúar Stöðvarfjarðar segja engan vafa leika á lífsgæðarýrnun og lækkun fasteignaverðs. En hverjum er ekki sama um íbúana, bara ef græðgismenn Íslands fá sitt í vasann og Norðmenn frí afnot af auðlindum landsins. Fiskeldi Austurlands (FA) er til húsa á Seltjarnarnesi, seiðaeldi í Þorlákshöfn, laxeldi í Austfjörðum og sláturhús á Djúpavogi. Já vissulega ræður fyrirtækið hvar það hefur aðsetur og slátrar sínum laxi . Á Djúpavogi, gott mál. Fjarðabyggð kallar eftir jafnari tekjuskiptingu af fiskeldi. Já, það á að láta greiða fyrir auðlindina eins og í Noregi. Nú þurfa íbúar Fjarðabyggðar og Múlaþings að standa saman. Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Fáum þá að borðinu. Það þarf að breyta núgildandi lögum og innheimta auðlindagjald af öllu fiskeldi hringinn í kringum landið, hvenær sem það fór af stað, punktur. Við sveitarstjórnarfólk á Austurlandi vil ég segja. Standið nú öll í lappirnar og leyfið hverjum stað að blómstra á eigin forsendum. Það eru kosningar í vor, auðurinn og framtíðin býr í fólkinu. Hættum að láta græðgina valta yfir okkur. Varðandi Seyðisfjörð læt ég fylgja mynd af fyrirhuguðu áhrifasvæði fiskeldis í Sörlastaðavík. Heilu línurnar í Sörlastaðavík eru breidd fjarðarins 985 m(0.53 nl) og 1280 m(0.69 nl). Línur dregnar frá bleiku línunni, sem er sæstrengurinn, eru 463 m(0.25 nl). Það er helgunarsvæði strengsins. Kvíasvæðið má ekki vera þar. Skyggða svæðið, er 600 m(0.32 nl) út frá landi við hvorn enda áhrifasvæðisins. Landeigendur eiga 120 m netalagnir út frá landi. Þá eru 480 m eftir fyrir kvíar og akkerisfestingar, en eins og sést á myndinni er þetta langt inni á helgunarsvæði strengsins. Auk þess loka þessir 600 m nánast siglingaleiðinni um fjörðinn. Norðan áhrifasvæðisins eru bara 385 m upp í fjöru. Lítið gagn er í góðri höfn ef siglingaleiðinni er lokað fyrir stórum skipum. Kvíar komast ekki fyrir, hvorki í Sörlastaðavík né Selstaðavík. Auk þess er Selstaðavík á hættusvæði C vegna snjóflóða. Það kemur skýrt fram á bls. 18 í skýrslu Skipulagsstofnunar, en þar segir: „kvíarnar í Selstaðavík standast ekki þetta viðmið.“ Skálanes er náttúruparadís með mikið fuglalíf. Þar hefur verið byggð upp ferðaþjónusta ásamt menningar- og fræðslusetri. Þar eru nokkur störf í mikilli hættu ef af fiskeldi verður. Gleymið þessu. Ég treysti á að talnaglöggt fólk hjá ríkisstofnunum horfi ekki fram hjá öllum þessum staðreyndum. Fyrirsögn á frétt á austurfrett.is frá 17. mars 2022: „Afdrif fiskeldis í Seyðisfirði gæti haft áhrif á uppbyggingu á Djúpavogi“ Sveitarstjórnarfólk í Múlaþingi. Kynnið ykkur málið frá öllum hliðum jafnt jákvæðum sem neikvæðum. Við að missa skemmtiferðaskip tapast t.d. hafnargjöld og tekjur við farþegaflutninga í öllu Múlaþingi o.fl. Auk þess sem fiskeldið hefur almennt neikvæð áhrif á alla ferðaþjónustu. Stóra málið er að Seyðisfirði er of þröngur fyrir fiskeldi, því verður ekki breytt. Á Seyðisfjörður virkilega ekki að fá að njóta sín á sínum forsendum? Á slóðinni er sjókort þar sem hægt er að skoða fjörðinn og mæla. Nú spyr ég FA. Er svona mikil þörf fyrir þessi 10.000 tonn, sem sótt er um í Seyðisfirði, að fyrirtækið stendur og fellur með þeim? FA hefur ekki svarað spurningum um fjölda nýrra heilsársstarfa, sem verða til á Seyðisfirði. Treystir fyrirtækið sér ekki til að bera ábyrgð á þeirri tölu? Hvenær verður fóðrun fjarstýrt frá Noregi eða annars staðar frá? Vill FA bera ábyrgð á að hálfloka siglingaleiðinni um Seyðisfjörð? Ætlar FA að bera ábyrgð á að Faricestrengurinn, ein af þremur lífæðum samskipta Íslands við umheiminn, sé settur í hættu? Sjá bls. 28 í skýrslu Skipulagsstofnunar. Þingmenn Norðausturlands. Á bara að þiggja atkvæði og horfa svo í aðra átt? Standið nú með fólkinu í fjórðungnum. Höfnum stríði þegar við getum haft frið. Með friðar- og kærleikskveðju. Magnús Guðmundsson Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun