Vald hins þögla meirihluta Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. mars 2022 11:01 Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun