Stórslys í laxeldi engum að kenna Elvar Örn Friðriksson skrifar 19. mars 2022 13:01 Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Umhverfismál Lax Elvar Örn Friðriksson Tengdar fréttir Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun