Viðskipti erlent

Bein út­sending: Mál­stofa um stríðið í Úkraínu og á­hrif efna­hags­legra refsi­að­gerða á orku- og fjár­mála­markaði

Atli Ísleifsson skrifar
Tvær vikur eru nú liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu.
Tvær vikur eru nú liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu. EPA

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu um stríðið í Úkraínu og áhrif efnahagslegra refsiaðgerða á orku- og fjármálamarkaði í hádeginu.

Í málstofunni verður fjallað um þær afleiðingar sem efnahagslegar refsiaðgerðir kunna að hafa á rússneskt efnahagslíf en einnig áhrif þeirra í Evrópu og víðar.

Fyrirlesarar eru Dr. Ewa Lazarczyk Carlson, lektor við viðskiptadeild og sérfræðingur í orkumálum, og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka og sérfræðingur í fjármálamörkuðum.

Fundarstjóri er Dr. Jón Þór Sturluson, deildarforseti viðskiptadeildar.

Málstofan er haldin á ensku, haldin í HR í stofu M208 en einnig verður hægt að fylgjast með útsendingu í spilaranum að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×