Í málstofunni verður fjallað um þær afleiðingar sem efnahagslegar refsiaðgerðir kunna að hafa á rússneskt efnahagslíf en einnig áhrif þeirra í Evrópu og víðar.
Fyrirlesarar eru Dr. Ewa Lazarczyk Carlson, lektor við viðskiptadeild og sérfræðingur í orkumálum, og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka og sérfræðingur í fjármálamörkuðum.
Fundarstjóri er Dr. Jón Þór Sturluson, deildarforseti viðskiptadeildar.
Málstofan er haldin á ensku, haldin í HR í stofu M208 en einnig verður hægt að fylgjast með útsendingu í spilaranum að neðan.