Áminning um auðlindir Erna Mist skrifar 7. mars 2022 15:01 Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? Manstu hvernig heimurinn leit út áður en þú skiptir glugganum út fyrir skjá? Manstu hvað þér þótti verðugt áður en læktakkinn varð viðurkenningarmælikvarði? Manstu hver gildin þín voru áður en pólitískur rétttrúnaður varð að siðferðilegu öryggisneti? Manstu hvað þú gerðir þegar þú hafðir ekkert að gera? Áður en tækið í vasanum breytti frítíma þínum í skjátíma og þú neyddist til að upplifa eigin tilveru? Manstu hvað þú fílaðir áður en algóritminn útbjó þér uppskrift? Manstu hvert þú beindir athyglinni áður en hún var uppskorin, framseld og gerð að einni verðmætustu auðlind nútímans? Manstu eftir kynorkunni sem dreif þig út á lífið áður en myndböndin á netinu deyfðu hana niður? Manstu eftir umheiminum áður en fréttirnar sögðu þér að hræðast hann? Manstu eftir líkamanum áður en kyrrsetan breytti honum í búr? Manstu eftir orðunum áður en stafrænar táknmyndir á borð við broskalla og hjörtu komu í stað setninga, hugmynda og hugrenninga? Manstu hvernig samræðurnar víkkuðu í okkur mannskilninginn áður en myndir og hlekkir komu í stað raunverulegra tjáskipta? Manstu hver þú ert og hver þú varst og hver þig langar að vera? Því um leið og maður hættir að svara þessari spurningu er einhver annar tilbúinn að svara fyrir mann. Það er alltaf einhver auglýsing, eitthvert trend, frétt, þáttur eða hlaðvarp tilbúið að segja manni hvað maður á að vera að hugsa um, og þess vegna er ein helsta áskorun nútímamannsins að beita athyglinni inn á við. Sjálfsstjórn birtist í mörgum myndum. Að hafa stjórn á eigin skapi ber vott um þroska. Að hafa stjórn á eigin líkama ber vott um heilsu. Að hafa stjórn á eigin neyslu ber vott um andlegt jafnvægi. Að hafa stjórn á eigin tíma ber vott um farsæld. En sá sem hefur stjórn á eigin athygli - hann er raunverulega frjáls. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Kynlíf Heilsa Íslensk tunga Erna Mist Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? Manstu hvernig heimurinn leit út áður en þú skiptir glugganum út fyrir skjá? Manstu hvað þér þótti verðugt áður en læktakkinn varð viðurkenningarmælikvarði? Manstu hver gildin þín voru áður en pólitískur rétttrúnaður varð að siðferðilegu öryggisneti? Manstu hvað þú gerðir þegar þú hafðir ekkert að gera? Áður en tækið í vasanum breytti frítíma þínum í skjátíma og þú neyddist til að upplifa eigin tilveru? Manstu hvað þú fílaðir áður en algóritminn útbjó þér uppskrift? Manstu hvert þú beindir athyglinni áður en hún var uppskorin, framseld og gerð að einni verðmætustu auðlind nútímans? Manstu eftir kynorkunni sem dreif þig út á lífið áður en myndböndin á netinu deyfðu hana niður? Manstu eftir umheiminum áður en fréttirnar sögðu þér að hræðast hann? Manstu eftir líkamanum áður en kyrrsetan breytti honum í búr? Manstu eftir orðunum áður en stafrænar táknmyndir á borð við broskalla og hjörtu komu í stað setninga, hugmynda og hugrenninga? Manstu hvernig samræðurnar víkkuðu í okkur mannskilninginn áður en myndir og hlekkir komu í stað raunverulegra tjáskipta? Manstu hver þú ert og hver þú varst og hver þig langar að vera? Því um leið og maður hættir að svara þessari spurningu er einhver annar tilbúinn að svara fyrir mann. Það er alltaf einhver auglýsing, eitthvert trend, frétt, þáttur eða hlaðvarp tilbúið að segja manni hvað maður á að vera að hugsa um, og þess vegna er ein helsta áskorun nútímamannsins að beita athyglinni inn á við. Sjálfsstjórn birtist í mörgum myndum. Að hafa stjórn á eigin skapi ber vott um þroska. Að hafa stjórn á eigin líkama ber vott um heilsu. Að hafa stjórn á eigin neyslu ber vott um andlegt jafnvægi. Að hafa stjórn á eigin tíma ber vott um farsæld. En sá sem hefur stjórn á eigin athygli - hann er raunverulega frjáls. Höfundur er listmálari.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun