Orra Björnsson til forystu í Hafnarfirði Svavar Halldórsson skrifar 4. mars 2022 12:01 Stundum er sagt að því minni sem samfélögin eru, þeim mun meira máli skipti hver einstaklingur. Að mati undirritaðs er mikill sannleikur fólgin í þessari gömlu speki. Við Hafnfirðingar erum svo heppin að hafa átt fjölmarga einstaklinga sem skarað hafa fram úr á mörgum sviðum; íþróttum, viðskiptum, kvikmyndagerð, tónlist, mótun skólastefnu, gríni og ýmsu fleiru. Þetta fólk hefur auðgað samfélagið okkar með framlögum sínum. Við hin erum stolt af þeim. Öflugur og afkastamikill Einn þessara einstaklinga er Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Hann hefur farsællega leitt uppbyggingu þessa öfluga fyrirtækis sem ratað hefur í fréttir að undanförnu vegna fjögurra milljarða króna stækkunar sem komin er vel á veg og skapar fjölda starfa í miðri Kóvíd kreppu. Atorka og frumkvöðlakraftur Orra hefur drifið verkefnið áfram og nú er svo komið að fyrirtækið er metið á 25 milljarða. Orri býr yfir þeim mikilvæga eiginleika að afkasta meiru eftir því sem álagið vex, en Orri hefur innt með sóma af hendi störf sín ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Hafnarfjörð, á sama tíma og hann hefur leitt uppbyggingu Algalífs. Alþjóðlegt sjónarhorn Leiðir okkar Orra lágu fyrst saman í gegnum ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan þótt hann hafi búið og starfað í Búlgaríu, Kenía og Noregi, þar sem hann leiddi meðal annars ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum. Hann var einnig um tíma sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orri er heill og sannur, heiðarlegur, sannsögull og fylginn sér. Svoleiðis fólk er gott að velja til trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Þess vegna hefur hann valist til til forystu alþjóðlegra verkefna sem hafa skilað honum víðsýni sem nýst getur Hafnfirðingum. Þekking úr atvinnulífinu Reynsla Orra Björnssonar úr viðskiptum og víðtæk tengsl við verðmætaskapandi nýsköpunarfyrirtæki hafa verið honum haldgott veganesti í þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir samfélagið sem einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í mörg. Áherslur hans varðandi ráðdeildarsemi og skynsamlega meðferð fjármuna hafa átt sinn þátt í því að tekist hefur að byggja upp góða þjónustu við bæjarbúa um leið og gætt er að fjárhagslegum stoðum sveitarfélagsins. Skilningur á íþróttum og æskulýðsstarfi Bakgrunnur hans sem afreksíþróttamaður veitir honum dýrmæta innsýn og hann hefur sýnt það í verki að hann styður heilshugar uppbyggingu á öflugu íþrótta-, menningar- og skólastarfi í bænum. Í gegnum áralanga vináttu veit ég líka að Orri er maður orð sinna. Orri Björnsson er einn af þessum einstaklingum sem skipta sköpum í samfélaginu. Slíkt fólk er afar mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga Ég hvet því alla Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði til að setja Orra í 2. sætið í prófkjörinu um helgina. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að því minni sem samfélögin eru, þeim mun meira máli skipti hver einstaklingur. Að mati undirritaðs er mikill sannleikur fólgin í þessari gömlu speki. Við Hafnfirðingar erum svo heppin að hafa átt fjölmarga einstaklinga sem skarað hafa fram úr á mörgum sviðum; íþróttum, viðskiptum, kvikmyndagerð, tónlist, mótun skólastefnu, gríni og ýmsu fleiru. Þetta fólk hefur auðgað samfélagið okkar með framlögum sínum. Við hin erum stolt af þeim. Öflugur og afkastamikill Einn þessara einstaklinga er Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Hann hefur farsællega leitt uppbyggingu þessa öfluga fyrirtækis sem ratað hefur í fréttir að undanförnu vegna fjögurra milljarða króna stækkunar sem komin er vel á veg og skapar fjölda starfa í miðri Kóvíd kreppu. Atorka og frumkvöðlakraftur Orra hefur drifið verkefnið áfram og nú er svo komið að fyrirtækið er metið á 25 milljarða. Orri býr yfir þeim mikilvæga eiginleika að afkasta meiru eftir því sem álagið vex, en Orri hefur innt með sóma af hendi störf sín ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Hafnarfjörð, á sama tíma og hann hefur leitt uppbyggingu Algalífs. Alþjóðlegt sjónarhorn Leiðir okkar Orra lágu fyrst saman í gegnum ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan þótt hann hafi búið og starfað í Búlgaríu, Kenía og Noregi, þar sem hann leiddi meðal annars ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum. Hann var einnig um tíma sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orri er heill og sannur, heiðarlegur, sannsögull og fylginn sér. Svoleiðis fólk er gott að velja til trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Þess vegna hefur hann valist til til forystu alþjóðlegra verkefna sem hafa skilað honum víðsýni sem nýst getur Hafnfirðingum. Þekking úr atvinnulífinu Reynsla Orra Björnssonar úr viðskiptum og víðtæk tengsl við verðmætaskapandi nýsköpunarfyrirtæki hafa verið honum haldgott veganesti í þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir samfélagið sem einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í mörg. Áherslur hans varðandi ráðdeildarsemi og skynsamlega meðferð fjármuna hafa átt sinn þátt í því að tekist hefur að byggja upp góða þjónustu við bæjarbúa um leið og gætt er að fjárhagslegum stoðum sveitarfélagsins. Skilningur á íþróttum og æskulýðsstarfi Bakgrunnur hans sem afreksíþróttamaður veitir honum dýrmæta innsýn og hann hefur sýnt það í verki að hann styður heilshugar uppbyggingu á öflugu íþrótta-, menningar- og skólastarfi í bænum. Í gegnum áralanga vináttu veit ég líka að Orri er maður orð sinna. Orri Björnsson er einn af þessum einstaklingum sem skipta sköpum í samfélaginu. Slíkt fólk er afar mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga Ég hvet því alla Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði til að setja Orra í 2. sætið í prófkjörinu um helgina. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar