Orra Björnsson til forystu í Hafnarfirði Svavar Halldórsson skrifar 4. mars 2022 12:01 Stundum er sagt að því minni sem samfélögin eru, þeim mun meira máli skipti hver einstaklingur. Að mati undirritaðs er mikill sannleikur fólgin í þessari gömlu speki. Við Hafnfirðingar erum svo heppin að hafa átt fjölmarga einstaklinga sem skarað hafa fram úr á mörgum sviðum; íþróttum, viðskiptum, kvikmyndagerð, tónlist, mótun skólastefnu, gríni og ýmsu fleiru. Þetta fólk hefur auðgað samfélagið okkar með framlögum sínum. Við hin erum stolt af þeim. Öflugur og afkastamikill Einn þessara einstaklinga er Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Hann hefur farsællega leitt uppbyggingu þessa öfluga fyrirtækis sem ratað hefur í fréttir að undanförnu vegna fjögurra milljarða króna stækkunar sem komin er vel á veg og skapar fjölda starfa í miðri Kóvíd kreppu. Atorka og frumkvöðlakraftur Orra hefur drifið verkefnið áfram og nú er svo komið að fyrirtækið er metið á 25 milljarða. Orri býr yfir þeim mikilvæga eiginleika að afkasta meiru eftir því sem álagið vex, en Orri hefur innt með sóma af hendi störf sín ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Hafnarfjörð, á sama tíma og hann hefur leitt uppbyggingu Algalífs. Alþjóðlegt sjónarhorn Leiðir okkar Orra lágu fyrst saman í gegnum ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan þótt hann hafi búið og starfað í Búlgaríu, Kenía og Noregi, þar sem hann leiddi meðal annars ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum. Hann var einnig um tíma sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orri er heill og sannur, heiðarlegur, sannsögull og fylginn sér. Svoleiðis fólk er gott að velja til trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Þess vegna hefur hann valist til til forystu alþjóðlegra verkefna sem hafa skilað honum víðsýni sem nýst getur Hafnfirðingum. Þekking úr atvinnulífinu Reynsla Orra Björnssonar úr viðskiptum og víðtæk tengsl við verðmætaskapandi nýsköpunarfyrirtæki hafa verið honum haldgott veganesti í þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir samfélagið sem einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í mörg. Áherslur hans varðandi ráðdeildarsemi og skynsamlega meðferð fjármuna hafa átt sinn þátt í því að tekist hefur að byggja upp góða þjónustu við bæjarbúa um leið og gætt er að fjárhagslegum stoðum sveitarfélagsins. Skilningur á íþróttum og æskulýðsstarfi Bakgrunnur hans sem afreksíþróttamaður veitir honum dýrmæta innsýn og hann hefur sýnt það í verki að hann styður heilshugar uppbyggingu á öflugu íþrótta-, menningar- og skólastarfi í bænum. Í gegnum áralanga vináttu veit ég líka að Orri er maður orð sinna. Orri Björnsson er einn af þessum einstaklingum sem skipta sköpum í samfélaginu. Slíkt fólk er afar mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga Ég hvet því alla Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði til að setja Orra í 2. sætið í prófkjörinu um helgina. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að því minni sem samfélögin eru, þeim mun meira máli skipti hver einstaklingur. Að mati undirritaðs er mikill sannleikur fólgin í þessari gömlu speki. Við Hafnfirðingar erum svo heppin að hafa átt fjölmarga einstaklinga sem skarað hafa fram úr á mörgum sviðum; íþróttum, viðskiptum, kvikmyndagerð, tónlist, mótun skólastefnu, gríni og ýmsu fleiru. Þetta fólk hefur auðgað samfélagið okkar með framlögum sínum. Við hin erum stolt af þeim. Öflugur og afkastamikill Einn þessara einstaklinga er Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Hann hefur farsællega leitt uppbyggingu þessa öfluga fyrirtækis sem ratað hefur í fréttir að undanförnu vegna fjögurra milljarða króna stækkunar sem komin er vel á veg og skapar fjölda starfa í miðri Kóvíd kreppu. Atorka og frumkvöðlakraftur Orra hefur drifið verkefnið áfram og nú er svo komið að fyrirtækið er metið á 25 milljarða. Orri býr yfir þeim mikilvæga eiginleika að afkasta meiru eftir því sem álagið vex, en Orri hefur innt með sóma af hendi störf sín ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Hafnarfjörð, á sama tíma og hann hefur leitt uppbyggingu Algalífs. Alþjóðlegt sjónarhorn Leiðir okkar Orra lágu fyrst saman í gegnum ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan þótt hann hafi búið og starfað í Búlgaríu, Kenía og Noregi, þar sem hann leiddi meðal annars ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum. Hann var einnig um tíma sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orri er heill og sannur, heiðarlegur, sannsögull og fylginn sér. Svoleiðis fólk er gott að velja til trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Þess vegna hefur hann valist til til forystu alþjóðlegra verkefna sem hafa skilað honum víðsýni sem nýst getur Hafnfirðingum. Þekking úr atvinnulífinu Reynsla Orra Björnssonar úr viðskiptum og víðtæk tengsl við verðmætaskapandi nýsköpunarfyrirtæki hafa verið honum haldgott veganesti í þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir samfélagið sem einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í mörg. Áherslur hans varðandi ráðdeildarsemi og skynsamlega meðferð fjármuna hafa átt sinn þátt í því að tekist hefur að byggja upp góða þjónustu við bæjarbúa um leið og gætt er að fjárhagslegum stoðum sveitarfélagsins. Skilningur á íþróttum og æskulýðsstarfi Bakgrunnur hans sem afreksíþróttamaður veitir honum dýrmæta innsýn og hann hefur sýnt það í verki að hann styður heilshugar uppbyggingu á öflugu íþrótta-, menningar- og skólastarfi í bænum. Í gegnum áralanga vináttu veit ég líka að Orri er maður orð sinna. Orri Björnsson er einn af þessum einstaklingum sem skipta sköpum í samfélaginu. Slíkt fólk er afar mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga Ég hvet því alla Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði til að setja Orra í 2. sætið í prófkjörinu um helgina. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar