Vínbúðir opnar á sunnudögum? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 11:02 Um áralangt skeið hafa frjálshyggjan og íhaldssemin tekist á um aðgengi neytenda að áfengi. Málefni sem við fyrstu sýn er ekki það stórt, en hefur orðið einn holdgervinga reipitogsins milli tveggja póla. Því miður hefur lítið breyting orðið í þessum málum þrátt fyrir breyttan tíðaranda. Það má líklega rekja til þess að fólk tekst á um málið með öfgahugmyndum bæði til hægri og vinstri. Eins og oft áður, þá er það skynsemin sem ætti að ráða för. Samvinna allra aðila við leit að lausn sem mætir sjónarmiðum heildarinnar. Matvöruverslanir eða pöntunarfélög Frjálshyggjan hefur lengi viljað koma víni í matvöruverslanir og á frjálsan markað. Sem betur fer hefur það ekki gengið eftir. Á sama tíma hafa íhaldsamari öfl viljað óbreytt fyrirkomulag eða jafnvel leita aftur til tíma frekari takmarkana á útsölustöðum og opnunartíma. Eiga þessi sjónarmið bæði rétt á sér en hvorugt kannski í takt við nútímann og skynsemi. Aukið frelsi til verslunar á hverskyns varningi er sú þróun sem við höfum séð á undanförnum áratugum í verslun hér á landi. Á það líka við um verslun með vín sem og annan munað. Pöntunarfélögin heyra sem betur fer sögunni til. Breyttur tíðarandi kallar hins vegar á nýjar nálganir. Breytt neyslumynstur og aukið frelsi í verslun kallar á breytingar. En breytingarnar þurfa ekki endilega að felast í 100% frelsi. Er til önnur lausn? Hins vegar spyr maður sig hvort rétt lausn sé að leysa upp ÁTVR og heimila sölu áfengis í næstu búð, næstu bensínstöð eða nánast hvaða verslun sem er? Það er vitað að tækninýjungar hafa leitt til þess að starfsfólki, sem gæti fylgst með hvort einstaklingar séu með aldur til þess að kaupa vín, fækkar í almennum verslunum. Þeir sem eftir eru hafa ekki allir náð 20 ára aldri, en samkvæmt lögum má enginn yngri en 20 ára afgreiða áfengi. Á meðan er strangt eftirlit til staðar hjá Vínbúðinni þar sem starfsmenn eru bæði með aldur og þekkingu á þeim reglum sem ber að fylgja. Þá fyrst og fremst reglum um aldur. Við viljum ekki auka aðgengi barna að áfengi þó svo að við viljum gera markaðinn þægilegri fyrir neytendur. Eitt stærsta sjónarmiðið fyrir „vín í búðir“ er það að opnunartími Vínbúðarinnar henti neytendum ekki sérlega vel. Verslunin er ávallt lokuð á sunnudögum og öðrum helgidögum Þjóðkirkjunnar. Þennan hnút getum við auðveldlega leyst. Já hún er til! Ég hef lagt fram frumvarp til Alþingis þess efnis að afnema bann á því að áfengisútsölustaðir hafi sínar hurðir opnar á helgidögum. Það eru m.a. allir sunnudagar. Með þessu aukum við þjónustu Vínbúðarinnar enn meir og getum lagt hugmyndina um vín í búðir til hliðar, sú hugmynd um hið fullkomna frelsi er þreytt og skortir ábyrgð. Þarna er komið til móts við frjálslyndari sjónarmið en einnig hugsað til forvarna og eftirlits með áfengissölu. Það er brýnt að við stígum ekki skref aftur á bak í þessum málaflokki. Gerum frjálslyndar breytingar á skynsaman hátt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Alþingi Framsóknarflokkurinn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Um áralangt skeið hafa frjálshyggjan og íhaldssemin tekist á um aðgengi neytenda að áfengi. Málefni sem við fyrstu sýn er ekki það stórt, en hefur orðið einn holdgervinga reipitogsins milli tveggja póla. Því miður hefur lítið breyting orðið í þessum málum þrátt fyrir breyttan tíðaranda. Það má líklega rekja til þess að fólk tekst á um málið með öfgahugmyndum bæði til hægri og vinstri. Eins og oft áður, þá er það skynsemin sem ætti að ráða för. Samvinna allra aðila við leit að lausn sem mætir sjónarmiðum heildarinnar. Matvöruverslanir eða pöntunarfélög Frjálshyggjan hefur lengi viljað koma víni í matvöruverslanir og á frjálsan markað. Sem betur fer hefur það ekki gengið eftir. Á sama tíma hafa íhaldsamari öfl viljað óbreytt fyrirkomulag eða jafnvel leita aftur til tíma frekari takmarkana á útsölustöðum og opnunartíma. Eiga þessi sjónarmið bæði rétt á sér en hvorugt kannski í takt við nútímann og skynsemi. Aukið frelsi til verslunar á hverskyns varningi er sú þróun sem við höfum séð á undanförnum áratugum í verslun hér á landi. Á það líka við um verslun með vín sem og annan munað. Pöntunarfélögin heyra sem betur fer sögunni til. Breyttur tíðarandi kallar hins vegar á nýjar nálganir. Breytt neyslumynstur og aukið frelsi í verslun kallar á breytingar. En breytingarnar þurfa ekki endilega að felast í 100% frelsi. Er til önnur lausn? Hins vegar spyr maður sig hvort rétt lausn sé að leysa upp ÁTVR og heimila sölu áfengis í næstu búð, næstu bensínstöð eða nánast hvaða verslun sem er? Það er vitað að tækninýjungar hafa leitt til þess að starfsfólki, sem gæti fylgst með hvort einstaklingar séu með aldur til þess að kaupa vín, fækkar í almennum verslunum. Þeir sem eftir eru hafa ekki allir náð 20 ára aldri, en samkvæmt lögum má enginn yngri en 20 ára afgreiða áfengi. Á meðan er strangt eftirlit til staðar hjá Vínbúðinni þar sem starfsmenn eru bæði með aldur og þekkingu á þeim reglum sem ber að fylgja. Þá fyrst og fremst reglum um aldur. Við viljum ekki auka aðgengi barna að áfengi þó svo að við viljum gera markaðinn þægilegri fyrir neytendur. Eitt stærsta sjónarmiðið fyrir „vín í búðir“ er það að opnunartími Vínbúðarinnar henti neytendum ekki sérlega vel. Verslunin er ávallt lokuð á sunnudögum og öðrum helgidögum Þjóðkirkjunnar. Þennan hnút getum við auðveldlega leyst. Já hún er til! Ég hef lagt fram frumvarp til Alþingis þess efnis að afnema bann á því að áfengisútsölustaðir hafi sínar hurðir opnar á helgidögum. Það eru m.a. allir sunnudagar. Með þessu aukum við þjónustu Vínbúðarinnar enn meir og getum lagt hugmyndina um vín í búðir til hliðar, sú hugmynd um hið fullkomna frelsi er þreytt og skortir ábyrgð. Þarna er komið til móts við frjálslyndari sjónarmið en einnig hugsað til forvarna og eftirlits með áfengissölu. Það er brýnt að við stígum ekki skref aftur á bak í þessum málaflokki. Gerum frjálslyndar breytingar á skynsaman hátt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun