Þynningarsvæði – svæðisskipulag – Hafnarfjörður Ólafur Ingi Tómasson, Lovísa Björg Traustadóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson skrifa 21. febrúar 2022 08:30 Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun