Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru Steinunn Þórðardóttir og Hjördís Ásta Guðmundsdóttir skrifa 18. febrúar 2022 12:31 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar