Helga Vala furðar sig á feitum launum Boga í ljósi ríflegra ríkisstyrkja til Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Bogi lepur ekki dauðan úr skel en Helgu Völu þykir launakjör hans útúr öllu korti ekki síst ef litið er til þess að Icelandair er það fyrirtæki sem fékk milljarða úr ríkisstjóði í rekstrarstyrki. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group fékk launagreiðslur sem nema 67,5 milljónum á síðasta ári eða sem nemur 5,6 milljónum króna á mánuði. Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti. Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti.
Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13