Helga Vala furðar sig á feitum launum Boga í ljósi ríflegra ríkisstyrkja til Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Bogi lepur ekki dauðan úr skel en Helgu Völu þykir launakjör hans útúr öllu korti ekki síst ef litið er til þess að Icelandair er það fyrirtæki sem fékk milljarða úr ríkisstjóði í rekstrarstyrki. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group fékk launagreiðslur sem nema 67,5 milljónum á síðasta ári eða sem nemur 5,6 milljónum króna á mánuði. Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti. Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Þessu til viðbótar fékk Bogi Nills tæpar 16 milljónir í lífeyrisgreiðslur, laun, hlunnindi og lífeyrisgreiðslur hans voru samtals liðlega 83 milljónir króna eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna á mánuði. Þetta kom fram á Innherja á Vísi í gær og vísað til nýbirts ársreiknings Icelandair. Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar þykir hér vel í lagt, ekki síst ef litið er til ríkisstyrkja sem Icelandair hefur þegið vegna tapreksturs. Helga Vala tjáir þessar skoðanir sínar tæpitungulaust í stuttum pistli á Facebook. „Í hvaða veruleika telst það eðlilegt að laun forstjóra hækki um nærri helming á sama tíma og sama fyrirtæki þiggur stórkostlegar fjárhæðir í stuðning frá skattgreiðendum í gegnum ríkissjóð og tapar á sama tima milljörðum?“ spyr Helga Vala. Icelandair notið ríkulegra ríkisstyrkja Þingmaðurinn telur vert að minna á að Bogi Nils beri sem forstjóri ábyrgð á því að fyrirtækið braut gegn skýrum lögum við uppsagnir og ráðningar flugfreyja, samanber niðurstöðu Félagsdóms fyrir skömmu síðan. „Og hefur auk þess talað um að launahækkanir almenns launafólks hafi verið út úr kortinu, en þykir á sama tíma eðlilegt að hækka mánaðarlaun sín og aðrar kjarabætur um milljónir í hverjum mánuði,“ segir Helga Vala. Kjarninn setti launahækkun Boga Nils í samhengi við ummæli hans um of háar hækkanir meðal almenns launafólks í umfjöllun sinni í gær. Þar kom fram að laun hans hefðu hækkað um tæplega helming í fyrra. Icelandair Group tapaði tæplega 14 milljörðum á síðasta ári. Bálreiður verkalýðsleiðtogi Icelandair er það fyrirtæki sem hlaut á síðasta ári lang mestan stuðning úr ríkissjóði á síðasta ári vegna svokallaðrar greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti eða 3,6 milljarða króna. Helga Vala er ekki ein um að furða sig á þessu því sem hún og aðrir telja misræmi í afstöðu. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi er bálreiður. Og fær útrás fyrir það í pistli sem hann skrifar um sama mál á sinni Facebook-síðu. Hann gengur svo langt að segja Boga að halda kjafti.
Icelandair Kjaramál Alþingi Samfylkingin Kauphöllin Tengdar fréttir Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13