AC Milan hleypti lífi í toppbaráttuna með endurkomusigri í Mílanóslagnum

Olivier Giroud skoraði bæði mörk AC Milan í kvöld.
Olivier Giroud skoraði bæði mörk AC Milan í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images

AC Milan vann virkilega mikilvægan 2-1 sigur gegn erkifjendum sínum Inter í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Heimamenn í Inter voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og sköpuðu sér nokkur góð færi til að taka forystuna. Það tókst loksins á 38. mínútu þegar Ivan Perisic stýrði hornspyrnu Hakan Calhanoglu í netið.

Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en gestirnir í AC Milan jöfnuðu metin á 75. mínútu með marki frá Olivier Giroud.

Franski framherjinn var svo aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hann kom gestunum yfir eftir stoðsendingu frá Davide Calabria.

Theo Hernandez nældi sér í beint rautt spjald í liði AC Milanfyrir klaufalegt brot á lokamínútu uppbótartímans, en það kom ekki að sök og 2-1 sigur gestanna því staðreynd.

Inter situr enn á toppi deildarinnar með 53 stig eftir 23 leiki. Nágrannar þeirra í AC Milan sitja nú í öðru sæti deildarinnar með 52 stig, en hafa leikið einum leik meira en Ítalíumeistararnir.

Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira