Hvar er hinn sértæki húsnæðismarkaður fatlaðs fólks? María Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2022 10:00 Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar