Meiri Borgarlína Birkir Ingibjartsson skrifar 2. febrúar 2022 16:31 Ég hef leyft mér að fullyrða að Borgarlínan sé mikilvægasta verkefni samtímans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki einungis er hún lausn við þeim hnút sem samgöngur á svæðinu hafa lengi stefnt í, heldur liggur alveg skýrt fyrir að við munum ekki ná að fylgja eftir skuldbindingum okkar í loftslagsmálunum án hennar. Við þurfum að minnka hlutdeild einkabílsins í samgönguvenjum höfuðborgarbúa og í raun að fækka bílum, óháð hvaða orkugjafa þeir nota. Mér finnst samt mikilvægt að setjum í fókus hvaða tækifæri felast í Borgarlínunni fyrir gæði byggðarinnar. Við eigum að grípa gæsina og nýta verkefnið til að byggja meiri og betri borg. Við eigum að horfa fram á veginn og einblína á hvaða gæði er hægt að skapa með fyrirhuguðum framkvæmdum. Alþjóðlegar skuldbindingar okkar og ábyrgðartilfinning fyrir framtíðinni eru svo mikilvæg hvatning um að breyta rétt. Fyrir mér eru tveir kaflar Borgarlínunnar sem draga fram með mjög skýrum hætti bestu eiginlega verkefnisins. Fyrirhugaðar breytingar á þessum svæðum undirstrika að Borgarlínan er ekki nema að litlum hluta samgönguverkefni heldur að allt snýst þetta um að búa til heilbrigt og lifandi borgarumhverfi. Suðurlandsbraut er í dag lítið annað en þung umferðargata með mikinn fjölda bílastæða. Aðgengi að þeirri þjónustu sem er við götuna er vont nema fyrir þau sem koma akandi. Og jafnvel ekki svo gott fyrir þau heldur, enda erfitt að fá bílastæði við götuna. Engin samfelld gangstétt er á milli húsa eða hjólastígur sunnan götunnar. Gróður er af afar skornum skammti enda virðist sem svo að fjöldi bílastæða frekar en að búa til vistlegt umhverfi hafi ráðið för við hönnun götunnar. Í frumdragaskýrslu Borgarlínunnar er lagt upp með að akreinum við götuna verði fækkað úr fjórum í tvær. Með fækkun akreina er hægt að tryggja greiðfærni vagna Borgarlínunnar með sérrými fyrir miðju hennar. Færri akreinar mun sjálfkrafa þýða minni og hægari bílaumferð með bættri hljóðvist og minni loftmengun. Aukið rými í götunni mun gefa færi á að bæta aðgengi virkra ferðamáta við götuna og að þeirri þjónustu sem við hana er að finna. Loks gefur aukin rýmd í göturýminu færi á að auka gróður sem mun auka visthæfi götunnar en líka bara gleðja augað og andann. Stærsta breytingin á umhverfi Suðurlandsbrautar er þó sú tenging sem verður möguleg á milli byggðarinnar sunnan götunnar og Laugardalsins. Múlahverfið er og verður eitt öflugasta verslunar- og þjónustuhverfi í miðju borgarinnar. Þar er gert ráð fyrir aukningu íbúða samhliða endurnýjun innan hverfisins. Fyrir Laugardalinn hafa verið kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja og jafnvel lagt til að dalurinn verði að mestu bíllaust svæði. Að tengja þessi aðlægu og spennandi svæði betur samhliða styrkingu þeirra beggja er því afar mikilvægt. Breytingar á götuhönnun Suðurlandsbrautar gegna þar lykilhlutverki. Að fjölga akreinum úr fjórum í sex, eins og sumir hafa lagt til, mun gera þessa jákvæðu umbreytingu að engu og gera umhverfið enn óvistlegra en það er í dag. Fossvogsbrú er önnur framkvæmd sem er lýsandi fyrir tækifærin sem fylgja Borgarlínunni. Brúin verður áhugavert mannvirki og mikið aðdráttarafl til útivistar meðfram strandlengjunni. Mikilvægi brúarinnar er þó fyrst og fremst þau huglægu mörk sem hún mun brjóta niður. Kársnesið hefur löngum verið nokkuð afskipt og einangrað, jafnvel innan Kópavogar. Brúin mun gera hverfið hluta af Vatnsmýrinni og þeim þekkingarkjarna sem þar mun rísa. Verður spennandi að sjá hvernig vestasti hluti Kársnessins þróast með þessa nálægð í huga. Tengingin virkar þó að sjálfsögðu í báðar áttir. Íbúar Reykjavíkur verða því ekki síður tíðir gestir í Kópavoginum að sækja heim þau gæði sem þar er að finna. Til að mynda sundlaug Kópavogs - bestu sundlaug landsins ! - eða hinn vaxandi þjónustukjarna í Smáranum. Fossvogsbrúin er bara eitt dæmi um fjölmargar nýjar tengingar sem Borgarlínan mun búa til. Tengingar sem verða á forsendum almenningssamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarlínan mun þannig jafna aðgengi að gæðum borgarinnar, má út huglæg mörk milli borgarhluta og sveitarfélaga og binda allt höfuðborgarsvæðið saman í eina samfellda meiri borg. Svo ofangreind tækifæri til breytinga á eðli borgarinnar verði að veruleika þarf að standa vörð um kjarna Borgarlínunnar. Styðja þarf við verkefnið á öllum stigum á næstu árum, allt frá ákvarðanatöku er varða skipulagsmál, uppbyggingu innviða þess og fjárfestingar í tíðni og gæðum leiðakerfisins. Mikill metnaður hefur verið settur í verkefnið á liðnum árum í undirbúningi þess. Nú er komið að því að ákveða útfærsluna. Fylgja þarf eftir að ekki verði gefin afsláttur af þeim gæðum sem við viljum skapa í borginni. Tækifærið er okkar ! Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Borgarlína Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef leyft mér að fullyrða að Borgarlínan sé mikilvægasta verkefni samtímans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki einungis er hún lausn við þeim hnút sem samgöngur á svæðinu hafa lengi stefnt í, heldur liggur alveg skýrt fyrir að við munum ekki ná að fylgja eftir skuldbindingum okkar í loftslagsmálunum án hennar. Við þurfum að minnka hlutdeild einkabílsins í samgönguvenjum höfuðborgarbúa og í raun að fækka bílum, óháð hvaða orkugjafa þeir nota. Mér finnst samt mikilvægt að setjum í fókus hvaða tækifæri felast í Borgarlínunni fyrir gæði byggðarinnar. Við eigum að grípa gæsina og nýta verkefnið til að byggja meiri og betri borg. Við eigum að horfa fram á veginn og einblína á hvaða gæði er hægt að skapa með fyrirhuguðum framkvæmdum. Alþjóðlegar skuldbindingar okkar og ábyrgðartilfinning fyrir framtíðinni eru svo mikilvæg hvatning um að breyta rétt. Fyrir mér eru tveir kaflar Borgarlínunnar sem draga fram með mjög skýrum hætti bestu eiginlega verkefnisins. Fyrirhugaðar breytingar á þessum svæðum undirstrika að Borgarlínan er ekki nema að litlum hluta samgönguverkefni heldur að allt snýst þetta um að búa til heilbrigt og lifandi borgarumhverfi. Suðurlandsbraut er í dag lítið annað en þung umferðargata með mikinn fjölda bílastæða. Aðgengi að þeirri þjónustu sem er við götuna er vont nema fyrir þau sem koma akandi. Og jafnvel ekki svo gott fyrir þau heldur, enda erfitt að fá bílastæði við götuna. Engin samfelld gangstétt er á milli húsa eða hjólastígur sunnan götunnar. Gróður er af afar skornum skammti enda virðist sem svo að fjöldi bílastæða frekar en að búa til vistlegt umhverfi hafi ráðið för við hönnun götunnar. Í frumdragaskýrslu Borgarlínunnar er lagt upp með að akreinum við götuna verði fækkað úr fjórum í tvær. Með fækkun akreina er hægt að tryggja greiðfærni vagna Borgarlínunnar með sérrými fyrir miðju hennar. Færri akreinar mun sjálfkrafa þýða minni og hægari bílaumferð með bættri hljóðvist og minni loftmengun. Aukið rými í götunni mun gefa færi á að bæta aðgengi virkra ferðamáta við götuna og að þeirri þjónustu sem við hana er að finna. Loks gefur aukin rýmd í göturýminu færi á að auka gróður sem mun auka visthæfi götunnar en líka bara gleðja augað og andann. Stærsta breytingin á umhverfi Suðurlandsbrautar er þó sú tenging sem verður möguleg á milli byggðarinnar sunnan götunnar og Laugardalsins. Múlahverfið er og verður eitt öflugasta verslunar- og þjónustuhverfi í miðju borgarinnar. Þar er gert ráð fyrir aukningu íbúða samhliða endurnýjun innan hverfisins. Fyrir Laugardalinn hafa verið kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja og jafnvel lagt til að dalurinn verði að mestu bíllaust svæði. Að tengja þessi aðlægu og spennandi svæði betur samhliða styrkingu þeirra beggja er því afar mikilvægt. Breytingar á götuhönnun Suðurlandsbrautar gegna þar lykilhlutverki. Að fjölga akreinum úr fjórum í sex, eins og sumir hafa lagt til, mun gera þessa jákvæðu umbreytingu að engu og gera umhverfið enn óvistlegra en það er í dag. Fossvogsbrú er önnur framkvæmd sem er lýsandi fyrir tækifærin sem fylgja Borgarlínunni. Brúin verður áhugavert mannvirki og mikið aðdráttarafl til útivistar meðfram strandlengjunni. Mikilvægi brúarinnar er þó fyrst og fremst þau huglægu mörk sem hún mun brjóta niður. Kársnesið hefur löngum verið nokkuð afskipt og einangrað, jafnvel innan Kópavogar. Brúin mun gera hverfið hluta af Vatnsmýrinni og þeim þekkingarkjarna sem þar mun rísa. Verður spennandi að sjá hvernig vestasti hluti Kársnessins þróast með þessa nálægð í huga. Tengingin virkar þó að sjálfsögðu í báðar áttir. Íbúar Reykjavíkur verða því ekki síður tíðir gestir í Kópavoginum að sækja heim þau gæði sem þar er að finna. Til að mynda sundlaug Kópavogs - bestu sundlaug landsins ! - eða hinn vaxandi þjónustukjarna í Smáranum. Fossvogsbrúin er bara eitt dæmi um fjölmargar nýjar tengingar sem Borgarlínan mun búa til. Tengingar sem verða á forsendum almenningssamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarlínan mun þannig jafna aðgengi að gæðum borgarinnar, má út huglæg mörk milli borgarhluta og sveitarfélaga og binda allt höfuðborgarsvæðið saman í eina samfellda meiri borg. Svo ofangreind tækifæri til breytinga á eðli borgarinnar verði að veruleika þarf að standa vörð um kjarna Borgarlínunnar. Styðja þarf við verkefnið á öllum stigum á næstu árum, allt frá ákvarðanatöku er varða skipulagsmál, uppbyggingu innviða þess og fjárfestingar í tíðni og gæðum leiðakerfisins. Mikill metnaður hefur verið settur í verkefnið á liðnum árum í undirbúningi þess. Nú er komið að því að ákveða útfærsluna. Fylgja þarf eftir að ekki verði gefin afsláttur af þeim gæðum sem við viljum skapa í borginni. Tækifærið er okkar ! Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun