Meiri Borgarlína Birkir Ingibjartsson skrifar 2. febrúar 2022 16:31 Ég hef leyft mér að fullyrða að Borgarlínan sé mikilvægasta verkefni samtímans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki einungis er hún lausn við þeim hnút sem samgöngur á svæðinu hafa lengi stefnt í, heldur liggur alveg skýrt fyrir að við munum ekki ná að fylgja eftir skuldbindingum okkar í loftslagsmálunum án hennar. Við þurfum að minnka hlutdeild einkabílsins í samgönguvenjum höfuðborgarbúa og í raun að fækka bílum, óháð hvaða orkugjafa þeir nota. Mér finnst samt mikilvægt að setjum í fókus hvaða tækifæri felast í Borgarlínunni fyrir gæði byggðarinnar. Við eigum að grípa gæsina og nýta verkefnið til að byggja meiri og betri borg. Við eigum að horfa fram á veginn og einblína á hvaða gæði er hægt að skapa með fyrirhuguðum framkvæmdum. Alþjóðlegar skuldbindingar okkar og ábyrgðartilfinning fyrir framtíðinni eru svo mikilvæg hvatning um að breyta rétt. Fyrir mér eru tveir kaflar Borgarlínunnar sem draga fram með mjög skýrum hætti bestu eiginlega verkefnisins. Fyrirhugaðar breytingar á þessum svæðum undirstrika að Borgarlínan er ekki nema að litlum hluta samgönguverkefni heldur að allt snýst þetta um að búa til heilbrigt og lifandi borgarumhverfi. Suðurlandsbraut er í dag lítið annað en þung umferðargata með mikinn fjölda bílastæða. Aðgengi að þeirri þjónustu sem er við götuna er vont nema fyrir þau sem koma akandi. Og jafnvel ekki svo gott fyrir þau heldur, enda erfitt að fá bílastæði við götuna. Engin samfelld gangstétt er á milli húsa eða hjólastígur sunnan götunnar. Gróður er af afar skornum skammti enda virðist sem svo að fjöldi bílastæða frekar en að búa til vistlegt umhverfi hafi ráðið för við hönnun götunnar. Í frumdragaskýrslu Borgarlínunnar er lagt upp með að akreinum við götuna verði fækkað úr fjórum í tvær. Með fækkun akreina er hægt að tryggja greiðfærni vagna Borgarlínunnar með sérrými fyrir miðju hennar. Færri akreinar mun sjálfkrafa þýða minni og hægari bílaumferð með bættri hljóðvist og minni loftmengun. Aukið rými í götunni mun gefa færi á að bæta aðgengi virkra ferðamáta við götuna og að þeirri þjónustu sem við hana er að finna. Loks gefur aukin rýmd í göturýminu færi á að auka gróður sem mun auka visthæfi götunnar en líka bara gleðja augað og andann. Stærsta breytingin á umhverfi Suðurlandsbrautar er þó sú tenging sem verður möguleg á milli byggðarinnar sunnan götunnar og Laugardalsins. Múlahverfið er og verður eitt öflugasta verslunar- og þjónustuhverfi í miðju borgarinnar. Þar er gert ráð fyrir aukningu íbúða samhliða endurnýjun innan hverfisins. Fyrir Laugardalinn hafa verið kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja og jafnvel lagt til að dalurinn verði að mestu bíllaust svæði. Að tengja þessi aðlægu og spennandi svæði betur samhliða styrkingu þeirra beggja er því afar mikilvægt. Breytingar á götuhönnun Suðurlandsbrautar gegna þar lykilhlutverki. Að fjölga akreinum úr fjórum í sex, eins og sumir hafa lagt til, mun gera þessa jákvæðu umbreytingu að engu og gera umhverfið enn óvistlegra en það er í dag. Fossvogsbrú er önnur framkvæmd sem er lýsandi fyrir tækifærin sem fylgja Borgarlínunni. Brúin verður áhugavert mannvirki og mikið aðdráttarafl til útivistar meðfram strandlengjunni. Mikilvægi brúarinnar er þó fyrst og fremst þau huglægu mörk sem hún mun brjóta niður. Kársnesið hefur löngum verið nokkuð afskipt og einangrað, jafnvel innan Kópavogar. Brúin mun gera hverfið hluta af Vatnsmýrinni og þeim þekkingarkjarna sem þar mun rísa. Verður spennandi að sjá hvernig vestasti hluti Kársnessins þróast með þessa nálægð í huga. Tengingin virkar þó að sjálfsögðu í báðar áttir. Íbúar Reykjavíkur verða því ekki síður tíðir gestir í Kópavoginum að sækja heim þau gæði sem þar er að finna. Til að mynda sundlaug Kópavogs - bestu sundlaug landsins ! - eða hinn vaxandi þjónustukjarna í Smáranum. Fossvogsbrúin er bara eitt dæmi um fjölmargar nýjar tengingar sem Borgarlínan mun búa til. Tengingar sem verða á forsendum almenningssamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarlínan mun þannig jafna aðgengi að gæðum borgarinnar, má út huglæg mörk milli borgarhluta og sveitarfélaga og binda allt höfuðborgarsvæðið saman í eina samfellda meiri borg. Svo ofangreind tækifæri til breytinga á eðli borgarinnar verði að veruleika þarf að standa vörð um kjarna Borgarlínunnar. Styðja þarf við verkefnið á öllum stigum á næstu árum, allt frá ákvarðanatöku er varða skipulagsmál, uppbyggingu innviða þess og fjárfestingar í tíðni og gæðum leiðakerfisins. Mikill metnaður hefur verið settur í verkefnið á liðnum árum í undirbúningi þess. Nú er komið að því að ákveða útfærsluna. Fylgja þarf eftir að ekki verði gefin afsláttur af þeim gæðum sem við viljum skapa í borginni. Tækifærið er okkar ! Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Borgarlína Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Ég hef leyft mér að fullyrða að Borgarlínan sé mikilvægasta verkefni samtímans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki einungis er hún lausn við þeim hnút sem samgöngur á svæðinu hafa lengi stefnt í, heldur liggur alveg skýrt fyrir að við munum ekki ná að fylgja eftir skuldbindingum okkar í loftslagsmálunum án hennar. Við þurfum að minnka hlutdeild einkabílsins í samgönguvenjum höfuðborgarbúa og í raun að fækka bílum, óháð hvaða orkugjafa þeir nota. Mér finnst samt mikilvægt að setjum í fókus hvaða tækifæri felast í Borgarlínunni fyrir gæði byggðarinnar. Við eigum að grípa gæsina og nýta verkefnið til að byggja meiri og betri borg. Við eigum að horfa fram á veginn og einblína á hvaða gæði er hægt að skapa með fyrirhuguðum framkvæmdum. Alþjóðlegar skuldbindingar okkar og ábyrgðartilfinning fyrir framtíðinni eru svo mikilvæg hvatning um að breyta rétt. Fyrir mér eru tveir kaflar Borgarlínunnar sem draga fram með mjög skýrum hætti bestu eiginlega verkefnisins. Fyrirhugaðar breytingar á þessum svæðum undirstrika að Borgarlínan er ekki nema að litlum hluta samgönguverkefni heldur að allt snýst þetta um að búa til heilbrigt og lifandi borgarumhverfi. Suðurlandsbraut er í dag lítið annað en þung umferðargata með mikinn fjölda bílastæða. Aðgengi að þeirri þjónustu sem er við götuna er vont nema fyrir þau sem koma akandi. Og jafnvel ekki svo gott fyrir þau heldur, enda erfitt að fá bílastæði við götuna. Engin samfelld gangstétt er á milli húsa eða hjólastígur sunnan götunnar. Gróður er af afar skornum skammti enda virðist sem svo að fjöldi bílastæða frekar en að búa til vistlegt umhverfi hafi ráðið för við hönnun götunnar. Í frumdragaskýrslu Borgarlínunnar er lagt upp með að akreinum við götuna verði fækkað úr fjórum í tvær. Með fækkun akreina er hægt að tryggja greiðfærni vagna Borgarlínunnar með sérrými fyrir miðju hennar. Færri akreinar mun sjálfkrafa þýða minni og hægari bílaumferð með bættri hljóðvist og minni loftmengun. Aukið rými í götunni mun gefa færi á að bæta aðgengi virkra ferðamáta við götuna og að þeirri þjónustu sem við hana er að finna. Loks gefur aukin rýmd í göturýminu færi á að auka gróður sem mun auka visthæfi götunnar en líka bara gleðja augað og andann. Stærsta breytingin á umhverfi Suðurlandsbrautar er þó sú tenging sem verður möguleg á milli byggðarinnar sunnan götunnar og Laugardalsins. Múlahverfið er og verður eitt öflugasta verslunar- og þjónustuhverfi í miðju borgarinnar. Þar er gert ráð fyrir aukningu íbúða samhliða endurnýjun innan hverfisins. Fyrir Laugardalinn hafa verið kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja og jafnvel lagt til að dalurinn verði að mestu bíllaust svæði. Að tengja þessi aðlægu og spennandi svæði betur samhliða styrkingu þeirra beggja er því afar mikilvægt. Breytingar á götuhönnun Suðurlandsbrautar gegna þar lykilhlutverki. Að fjölga akreinum úr fjórum í sex, eins og sumir hafa lagt til, mun gera þessa jákvæðu umbreytingu að engu og gera umhverfið enn óvistlegra en það er í dag. Fossvogsbrú er önnur framkvæmd sem er lýsandi fyrir tækifærin sem fylgja Borgarlínunni. Brúin verður áhugavert mannvirki og mikið aðdráttarafl til útivistar meðfram strandlengjunni. Mikilvægi brúarinnar er þó fyrst og fremst þau huglægu mörk sem hún mun brjóta niður. Kársnesið hefur löngum verið nokkuð afskipt og einangrað, jafnvel innan Kópavogar. Brúin mun gera hverfið hluta af Vatnsmýrinni og þeim þekkingarkjarna sem þar mun rísa. Verður spennandi að sjá hvernig vestasti hluti Kársnessins þróast með þessa nálægð í huga. Tengingin virkar þó að sjálfsögðu í báðar áttir. Íbúar Reykjavíkur verða því ekki síður tíðir gestir í Kópavoginum að sækja heim þau gæði sem þar er að finna. Til að mynda sundlaug Kópavogs - bestu sundlaug landsins ! - eða hinn vaxandi þjónustukjarna í Smáranum. Fossvogsbrúin er bara eitt dæmi um fjölmargar nýjar tengingar sem Borgarlínan mun búa til. Tengingar sem verða á forsendum almenningssamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarlínan mun þannig jafna aðgengi að gæðum borgarinnar, má út huglæg mörk milli borgarhluta og sveitarfélaga og binda allt höfuðborgarsvæðið saman í eina samfellda meiri borg. Svo ofangreind tækifæri til breytinga á eðli borgarinnar verði að veruleika þarf að standa vörð um kjarna Borgarlínunnar. Styðja þarf við verkefnið á öllum stigum á næstu árum, allt frá ákvarðanatöku er varða skipulagsmál, uppbyggingu innviða þess og fjárfestingar í tíðni og gæðum leiðakerfisins. Mikill metnaður hefur verið settur í verkefnið á liðnum árum í undirbúningi þess. Nú er komið að því að ákveða útfærsluna. Fylgja þarf eftir að ekki verði gefin afsláttur af þeim gæðum sem við viljum skapa í borginni. Tækifærið er okkar ! Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun