Átta staðreyndir um leikskólana í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 31. janúar 2022 12:30 Leikskólastarf í Reykjavík stenst samjöfnuð við það sem best gerist á alþjóðavettvangi og ánægja foreldra með starfið hefur mælst yfir 90% á undanförnum árum sem segir sína sögu. Eftirfarandi staðreyndir tala líka sínu máli um þann árangur sem náðst hefur í leikskólamálum Reykjavíkur: 1. Inntökualdur á leikskóla í Reykjavík hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Öll börn sem náð höfðu 18 mánaða aldri fengu boð um leikskólapláss síðastliðið haust – en til samanburðar var börnum sem voru 24 mánaða og eldri boðið leikskólapláss haustið 2017. Þetta hefur tekist þrátt fyrir metfjölgun í Reykjavík þar sem íbúum hefur fjölgað um 10 þúsund manns á 4 árum. 2. Á kjörtímabilinu hefur 31 ungbarnadeild verið opnuð á leikskólum í Reykjavík. 3. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands er aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem hærra hlutfall barna á öðru aldursári er á leikskóla en í Reykjavík. Það er í Garðabæ. 4. Yfir 90% leikskólabarna í Reykjavík sækja leikskóla í sínu hverfi. 5. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin af 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi og þannig hefur það verið á hverju einasta ári þessa kjörtímabils samkvæmt könnunum ASÍ. Forgangshópar njóta mun lægri leikskólagjalda í Reykjavík og það eru meðal annars öryrkjar, námsfólk og einstæðir foreldrar. 6. Frá árinu 2021 hefur Reykjavík veitt 100% systkinaafslátt af leikskólagjöldum – sem þýðir að foreldrar greiða aldrei fyrir meira en eitt barn í einu á borgarreknum leikskólum. 7. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg varið meira en 4 milljörðum til að bæta faglegt vinnuumhverfi og starfsaðstæður á leikskólum. Kjör starfsfólks hafa batnað á sama tíma en þetta eru fjárframlög umfram kjarasamninga og þar hefur Reykjavík haft algjöra sérstöðu í samanburði við önnur sveitarfélög. Eitt af stærstu viðfangsefnunum er að leita allra leiða til að fjölga leikskólakennurum og það er sem betur fer fjölgun í kennaranám allra síðustu árin. Við munum áfram vinna með ríki og háskólunum í að hvetja ungt fólk til að sækja sér þessa mikilvægu menntun. 8. Börnum á hvern starfsmann hefur fækkað á leikskólum Reykjavíkur í tengslum við ákvörðun borgarinnar um 7% fækkun rekstrarleyfa og fjölgun stöðugilda á elstu deildum leikskólanna. Frá áætlun til aðgerða Þetta eru staðreyndir sem skipta máli í umræðunni. Sá árangur sem náðst hefur byggir á markvissum aðgerðum núverandi meirihluta í borgarstjórn og aðgerðaáætluninni Brúum bilið sem var samþykkt vorið 2018. Vegna mikillar fólksfjölgunar í Reykjavík og fjölgunar fæðinga á síðustu misserum verður Brúum bilið verkefnið tvöfaldað að umfangi sem birtist meðal annars í því að mörg hundruð ný leikskólapláss bætast við bara á þessu ári. Það þýðir að strax á þessu ári mun inntökualdur á leikskóla Reykjavíkur lækka frekar, fleiri börn á öðru aldursári komast að og enn hærra hlutfall fá leikskólapláss í sínu hverfi. En það er efni í aðra grein og verður kynnt á næstu dögum. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og frambjóðandi til 3. sætis í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
Leikskólastarf í Reykjavík stenst samjöfnuð við það sem best gerist á alþjóðavettvangi og ánægja foreldra með starfið hefur mælst yfir 90% á undanförnum árum sem segir sína sögu. Eftirfarandi staðreyndir tala líka sínu máli um þann árangur sem náðst hefur í leikskólamálum Reykjavíkur: 1. Inntökualdur á leikskóla í Reykjavík hefur lækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Öll börn sem náð höfðu 18 mánaða aldri fengu boð um leikskólapláss síðastliðið haust – en til samanburðar var börnum sem voru 24 mánaða og eldri boðið leikskólapláss haustið 2017. Þetta hefur tekist þrátt fyrir metfjölgun í Reykjavík þar sem íbúum hefur fjölgað um 10 þúsund manns á 4 árum. 2. Á kjörtímabilinu hefur 31 ungbarnadeild verið opnuð á leikskólum í Reykjavík. 3. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands er aðeins eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu þar sem hærra hlutfall barna á öðru aldursári er á leikskóla en í Reykjavík. Það er í Garðabæ. 4. Yfir 90% leikskólabarna í Reykjavík sækja leikskóla í sínu hverfi. 5. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin af 15 stærstu sveitarfélögum á Íslandi og þannig hefur það verið á hverju einasta ári þessa kjörtímabils samkvæmt könnunum ASÍ. Forgangshópar njóta mun lægri leikskólagjalda í Reykjavík og það eru meðal annars öryrkjar, námsfólk og einstæðir foreldrar. 6. Frá árinu 2021 hefur Reykjavík veitt 100% systkinaafslátt af leikskólagjöldum – sem þýðir að foreldrar greiða aldrei fyrir meira en eitt barn í einu á borgarreknum leikskólum. 7. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg varið meira en 4 milljörðum til að bæta faglegt vinnuumhverfi og starfsaðstæður á leikskólum. Kjör starfsfólks hafa batnað á sama tíma en þetta eru fjárframlög umfram kjarasamninga og þar hefur Reykjavík haft algjöra sérstöðu í samanburði við önnur sveitarfélög. Eitt af stærstu viðfangsefnunum er að leita allra leiða til að fjölga leikskólakennurum og það er sem betur fer fjölgun í kennaranám allra síðustu árin. Við munum áfram vinna með ríki og háskólunum í að hvetja ungt fólk til að sækja sér þessa mikilvægu menntun. 8. Börnum á hvern starfsmann hefur fækkað á leikskólum Reykjavíkur í tengslum við ákvörðun borgarinnar um 7% fækkun rekstrarleyfa og fjölgun stöðugilda á elstu deildum leikskólanna. Frá áætlun til aðgerða Þetta eru staðreyndir sem skipta máli í umræðunni. Sá árangur sem náðst hefur byggir á markvissum aðgerðum núverandi meirihluta í borgarstjórn og aðgerðaáætluninni Brúum bilið sem var samþykkt vorið 2018. Vegna mikillar fólksfjölgunar í Reykjavík og fjölgunar fæðinga á síðustu misserum verður Brúum bilið verkefnið tvöfaldað að umfangi sem birtist meðal annars í því að mörg hundruð ný leikskólapláss bætast við bara á þessu ári. Það þýðir að strax á þessu ári mun inntökualdur á leikskóla Reykjavíkur lækka frekar, fleiri börn á öðru aldursári komast að og enn hærra hlutfall fá leikskólapláss í sínu hverfi. En það er efni í aðra grein og verður kynnt á næstu dögum. Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og frambjóðandi til 3. sætis í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar