Órofin þjónusta sveitarfélaga Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. janúar 2022 07:31 Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun