Órofin þjónusta sveitarfélaga Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. janúar 2022 07:31 Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. Til að verja þá einstaklinga sem eiga erfiðar með að takast á við Covid. Og það hefur tekist vonum framar, þrátt fyrir hverja bylgjunni á eftir annarri sem steypist yfir okkur og þrátt fyrir að við séum orðin þreytt á ástandinu. Hugur minn og hjarta þessa dagana er hjá starfsfólki í velferðarþjónustu. Við höfum mikið heyrt um álagið í heilbrigðiskerfinu og í skólum vegna Covid. En minna hefur verið talað um álagið í velferðarþjónustu, sem hefur einnig verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Þar er starfsfólk sem tekur hverja aukavaktina á fætur annarri. Sérstaklega í miðjum bylgjum eins og nú, þar sem um 200 starfsmenn er frá vegna einangrunar eða sóttkvíar. Ósérhlífni starfsfólks Sjálf þekki ég líka nokkur dæmi þess að fólk sem starfar í velferðarþjónustu hafi einangrað sig við vinnu og heimili til að geta verið til taks fyrir skjólstæðinga sína, sem verr geta tekist á við veiruna. Fólk sem hefur ekki bara sleppt mannamótum, saumaklúbbum og vinahittingum, heldur fer helst ekkert þar sem reikna má með að einhver fjöldi sé saman komin til þess að geta veitt viðkvæmum hópum nauðsynlega þjónustu. Hjá Reykjavíkurborg eru um 70 starfsstöðvar þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn og nauðsynlegt að sú þjónusta sé órofin. Þar er um að ræða t.d. búseta fatlaðra og aldraðra, hjúkrunarheimili, vistheimili fyrir börn og heimili fyrir fólk með fíknivanda. Að auki eru um 4.000 íbúar Reykjavíkur sem treysta á heimaþjónustu eða heimahjúkrun. Þyngri þjónusta með færra fólki Þegar starfsmaður er veikur eða í sóttkví er ekki um annað að ræða en að finna aðra til að fylla í skarðið. Þetta eru ekki verkefni sem geta beðið til morguns. Við þetta bætist álag á starfsmenn þegar íbúarnir, sem þurfa þjónustuna, greinast með Covid. Þjónustuna þarf samt sem áður að veita. Í sumum tilfellum þarf jafnvel að veita meiri þjónustu, þar sem viðkomandi íbúar fara ekki til starfa eða í félagsstarf á þeim tíma. Á Covid tímum þarf því fleira starfsfólk en áður og fólk sem starfar að jafnaði á miðlægum skrifstofum borgarinnar hefur verið kallað út til að leysa af í grunnþjónustunni. Það er kraftaverkafólk sem vinnur að velferðarmálum. Því kynntist ég hér í Reykjavík þegar ég vann við heimaþjónustu og síðar þegar ég stýrði þjónustu við aldraða. Það er eðlilegt að ræða takmarkanir á einstaklingsfrelsið Þegar kemur að ákvörðunum um hvernig einstaklingsfrelsi okkar er skert og á hvaða forsendum, til að verja þá einstaklega sem veikari eru fyrir, er eðlilegt að sú umræða fari fram í þinginu. Áhrifin eru víða, ekki bara á líkamlega heilsu, heldur líka á andlega og hafa haft áhrif á félagsþroska barnanna okkar. Takmarkanirnar sem við höfum þurft að búa við skerða lífsviðurværi fjölskyldna. Það er því að mörgu að huga þegar þarf að taka ákvörðun um hvaða leið verji best líf og heilsu sem flestra. Við, í sveitarstjórnum landsins, tökum ekki ákvarðanir um sóttvarnarrelgur en við framfylgjum þeim. Í samstarfi við almannavarnir í neyðarstjórn sjáum við svo vel hvað það skiptir ofboðslega miklu máli að geta staðið við órofna þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda. En við getum ekki verið svo árum skipti, reglulega á neyðarstigi þar sem forgangsraða þarf til þjónustu upp á líf og dauða. Ef þróunin eftir Omicron verður ekki á þann veg að síðari afbrigði verði sífellt hættuminni þurfa sveitarfélögin og samfélagið allt að ræða hvaða þjónustu eigi að leggja áherslu á, með það í huga hversu marga starfsmenn þarf að auki til að stíga inn í veikinda- og sóttkvíarfríum reglulegra starfsmanna. Sveitarfélögin þurfa að taka þátt í samtalinu um það hvað eðlilegt líf með veirunni felur í sér, því þau munu þurfa að bregðast því með fyrirsjáanlega auknum kostnaði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun