Í ólgusjó faraldurs Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 20. janúar 2022 17:08 Hver hefði trúað því að við stæðum enn í sama brimskaflinum nú í upphafi árs 2022 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Undirritaður var fullur bjartsýni síðastliðið sumar þegar bólusetningar stóðu sem hæst, að nú væri þessari vegferð að ljúka. Því miður var sú ekki raunin. Við getum þó verið nokkuð bjartsýn að það fari að hylla undir lok faraldursins; veiran virðist vera að gefa eftir ef svo má segja. Sífellt færri veikjast og færri leggjast inn á spítala með alvarleg veikindi. Við getum vissulega einnig þakkað bólusetningum fyrir þessa góðu stöðu. Erfið staða Veitingaaðilar hafa staðið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir það þá held ég að ekki nokkrum manni hafi dottið það í hug eða ætlast til þess yfir höfuð að fá allt tekjutap þessa tímabils að fullu bætt. Hins vegar er staðan þannig að mörgum fyrirtækjum í þessum atvinnugeira hefur blætt verulega þetta tímabil og eigið fé að verða uppurið og jafnvel gengið á sparifé eigenda margra fyrirtækja vegna íþyngjandi aðgerða sem hafa komið hart niður á þeim. Fyrirtækin finna verulega fyrir takmörkunum sem í gildi hafa verið en á bak við þau, eins og önnur fyrirtæki í landinu, eru einstaklingar og fjölskyldur með allar sínar skuldbindingar og mörg hver lagt allt undir til að halda rekstrinum gangandi. Þetta á vissulega við um margar aðrar atvinnugreinar í gegnum faraldurinn. Við munum koma til móts við þessa atvinnugrein og ákveðið hefur verið að grípa til sérstakra aðgerða til þess að mæta fyrirtækjum í veitingarþjónustu. Þessar aðgerðir fela meðal annars í sér heimild til þess að fresta staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds og framlengja umsóknarfrest vegna almennra viðspyrnustyrkja fyrir nóvember 2021. Nú eru komnar fram frekari tillögur og ég fagna þeim, því það er mikilvægt að við bregðumst hratt og örugglega við. Styrkur til veitingastaða Fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma. Þar er lagt til að rekstraraðilar veitingastaða með vínveitingaleyfi sem hafa þurft að sæta skerðingu á opnunartíma og hafa orðið fyrir minnst 20% tekjufalli í almanaksmánuði frá desember 2021 til mars 2022 vegna takmarkananna geti fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði á tímabilinu. Lagt er til að styrkurinn geti numið 90% af rekstrarkostnaði þann almanaksmánuð sem umsókn varðar. Samanlagðir styrkir til einstakara rekstraraðila geta orðið 10 til 12 millj. kr. Efnahags- og viðskiptanefnd er nú með málið til umfjöllunar og mun rýna allar útfærslur vel. Það er hins vegar staðföst trú mín að frumvarpið sé gott, en um leið og brýnt er að bregðast hratt við, þarf að vanda þarf vel til verka. Með hækkandi sól Við þurfum að komast í gegnum þetta saman, ég mun reyna að leggja mitt af mörkum með að kalla eftir úrræðum og greiða leið þeirra í gegnum þingið. Ég ber þá von í brjósti mér að þetta verði síðasti veturinn sem við þurfum að grípa til úrræða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er janúar, febrúar handan við hornið og áður en við vitum sitjum við í sólinni og tökum fagnandi á móti bjartari tímum. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsókn og 1. varaformaður Efnahags- og viðskiptanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað því að við stæðum enn í sama brimskaflinum nú í upphafi árs 2022 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Undirritaður var fullur bjartsýni síðastliðið sumar þegar bólusetningar stóðu sem hæst, að nú væri þessari vegferð að ljúka. Því miður var sú ekki raunin. Við getum þó verið nokkuð bjartsýn að það fari að hylla undir lok faraldursins; veiran virðist vera að gefa eftir ef svo má segja. Sífellt færri veikjast og færri leggjast inn á spítala með alvarleg veikindi. Við getum vissulega einnig þakkað bólusetningum fyrir þessa góðu stöðu. Erfið staða Veitingaaðilar hafa staðið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir það þá held ég að ekki nokkrum manni hafi dottið það í hug eða ætlast til þess yfir höfuð að fá allt tekjutap þessa tímabils að fullu bætt. Hins vegar er staðan þannig að mörgum fyrirtækjum í þessum atvinnugeira hefur blætt verulega þetta tímabil og eigið fé að verða uppurið og jafnvel gengið á sparifé eigenda margra fyrirtækja vegna íþyngjandi aðgerða sem hafa komið hart niður á þeim. Fyrirtækin finna verulega fyrir takmörkunum sem í gildi hafa verið en á bak við þau, eins og önnur fyrirtæki í landinu, eru einstaklingar og fjölskyldur með allar sínar skuldbindingar og mörg hver lagt allt undir til að halda rekstrinum gangandi. Þetta á vissulega við um margar aðrar atvinnugreinar í gegnum faraldurinn. Við munum koma til móts við þessa atvinnugrein og ákveðið hefur verið að grípa til sérstakra aðgerða til þess að mæta fyrirtækjum í veitingarþjónustu. Þessar aðgerðir fela meðal annars í sér heimild til þess að fresta staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds og framlengja umsóknarfrest vegna almennra viðspyrnustyrkja fyrir nóvember 2021. Nú eru komnar fram frekari tillögur og ég fagna þeim, því það er mikilvægt að við bregðumst hratt og örugglega við. Styrkur til veitingastaða Fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma. Þar er lagt til að rekstraraðilar veitingastaða með vínveitingaleyfi sem hafa þurft að sæta skerðingu á opnunartíma og hafa orðið fyrir minnst 20% tekjufalli í almanaksmánuði frá desember 2021 til mars 2022 vegna takmarkananna geti fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði á tímabilinu. Lagt er til að styrkurinn geti numið 90% af rekstrarkostnaði þann almanaksmánuð sem umsókn varðar. Samanlagðir styrkir til einstakara rekstraraðila geta orðið 10 til 12 millj. kr. Efnahags- og viðskiptanefnd er nú með málið til umfjöllunar og mun rýna allar útfærslur vel. Það er hins vegar staðföst trú mín að frumvarpið sé gott, en um leið og brýnt er að bregðast hratt við, þarf að vanda þarf vel til verka. Með hækkandi sól Við þurfum að komast í gegnum þetta saman, ég mun reyna að leggja mitt af mörkum með að kalla eftir úrræðum og greiða leið þeirra í gegnum þingið. Ég ber þá von í brjósti mér að þetta verði síðasti veturinn sem við þurfum að grípa til úrræða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er janúar, febrúar handan við hornið og áður en við vitum sitjum við í sólinni og tökum fagnandi á móti bjartari tímum. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsókn og 1. varaformaður Efnahags- og viðskiptanefndar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun