Í ólgusjó faraldurs Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 20. janúar 2022 17:08 Hver hefði trúað því að við stæðum enn í sama brimskaflinum nú í upphafi árs 2022 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Undirritaður var fullur bjartsýni síðastliðið sumar þegar bólusetningar stóðu sem hæst, að nú væri þessari vegferð að ljúka. Því miður var sú ekki raunin. Við getum þó verið nokkuð bjartsýn að það fari að hylla undir lok faraldursins; veiran virðist vera að gefa eftir ef svo má segja. Sífellt færri veikjast og færri leggjast inn á spítala með alvarleg veikindi. Við getum vissulega einnig þakkað bólusetningum fyrir þessa góðu stöðu. Erfið staða Veitingaaðilar hafa staðið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir það þá held ég að ekki nokkrum manni hafi dottið það í hug eða ætlast til þess yfir höfuð að fá allt tekjutap þessa tímabils að fullu bætt. Hins vegar er staðan þannig að mörgum fyrirtækjum í þessum atvinnugeira hefur blætt verulega þetta tímabil og eigið fé að verða uppurið og jafnvel gengið á sparifé eigenda margra fyrirtækja vegna íþyngjandi aðgerða sem hafa komið hart niður á þeim. Fyrirtækin finna verulega fyrir takmörkunum sem í gildi hafa verið en á bak við þau, eins og önnur fyrirtæki í landinu, eru einstaklingar og fjölskyldur með allar sínar skuldbindingar og mörg hver lagt allt undir til að halda rekstrinum gangandi. Þetta á vissulega við um margar aðrar atvinnugreinar í gegnum faraldurinn. Við munum koma til móts við þessa atvinnugrein og ákveðið hefur verið að grípa til sérstakra aðgerða til þess að mæta fyrirtækjum í veitingarþjónustu. Þessar aðgerðir fela meðal annars í sér heimild til þess að fresta staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds og framlengja umsóknarfrest vegna almennra viðspyrnustyrkja fyrir nóvember 2021. Nú eru komnar fram frekari tillögur og ég fagna þeim, því það er mikilvægt að við bregðumst hratt og örugglega við. Styrkur til veitingastaða Fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma. Þar er lagt til að rekstraraðilar veitingastaða með vínveitingaleyfi sem hafa þurft að sæta skerðingu á opnunartíma og hafa orðið fyrir minnst 20% tekjufalli í almanaksmánuði frá desember 2021 til mars 2022 vegna takmarkananna geti fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði á tímabilinu. Lagt er til að styrkurinn geti numið 90% af rekstrarkostnaði þann almanaksmánuð sem umsókn varðar. Samanlagðir styrkir til einstakara rekstraraðila geta orðið 10 til 12 millj. kr. Efnahags- og viðskiptanefnd er nú með málið til umfjöllunar og mun rýna allar útfærslur vel. Það er hins vegar staðföst trú mín að frumvarpið sé gott, en um leið og brýnt er að bregðast hratt við, þarf að vanda þarf vel til verka. Með hækkandi sól Við þurfum að komast í gegnum þetta saman, ég mun reyna að leggja mitt af mörkum með að kalla eftir úrræðum og greiða leið þeirra í gegnum þingið. Ég ber þá von í brjósti mér að þetta verði síðasti veturinn sem við þurfum að grípa til úrræða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er janúar, febrúar handan við hornið og áður en við vitum sitjum við í sólinni og tökum fagnandi á móti bjartari tímum. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsókn og 1. varaformaður Efnahags- og viðskiptanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað því að við stæðum enn í sama brimskaflinum nú í upphafi árs 2022 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Undirritaður var fullur bjartsýni síðastliðið sumar þegar bólusetningar stóðu sem hæst, að nú væri þessari vegferð að ljúka. Því miður var sú ekki raunin. Við getum þó verið nokkuð bjartsýn að það fari að hylla undir lok faraldursins; veiran virðist vera að gefa eftir ef svo má segja. Sífellt færri veikjast og færri leggjast inn á spítala með alvarleg veikindi. Við getum vissulega einnig þakkað bólusetningum fyrir þessa góðu stöðu. Erfið staða Veitingaaðilar hafa staðið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir það þá held ég að ekki nokkrum manni hafi dottið það í hug eða ætlast til þess yfir höfuð að fá allt tekjutap þessa tímabils að fullu bætt. Hins vegar er staðan þannig að mörgum fyrirtækjum í þessum atvinnugeira hefur blætt verulega þetta tímabil og eigið fé að verða uppurið og jafnvel gengið á sparifé eigenda margra fyrirtækja vegna íþyngjandi aðgerða sem hafa komið hart niður á þeim. Fyrirtækin finna verulega fyrir takmörkunum sem í gildi hafa verið en á bak við þau, eins og önnur fyrirtæki í landinu, eru einstaklingar og fjölskyldur með allar sínar skuldbindingar og mörg hver lagt allt undir til að halda rekstrinum gangandi. Þetta á vissulega við um margar aðrar atvinnugreinar í gegnum faraldurinn. Við munum koma til móts við þessa atvinnugrein og ákveðið hefur verið að grípa til sérstakra aðgerða til þess að mæta fyrirtækjum í veitingarþjónustu. Þessar aðgerðir fela meðal annars í sér heimild til þess að fresta staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds og framlengja umsóknarfrest vegna almennra viðspyrnustyrkja fyrir nóvember 2021. Nú eru komnar fram frekari tillögur og ég fagna þeim, því það er mikilvægt að við bregðumst hratt og örugglega við. Styrkur til veitingastaða Fyrir þinginu liggur frumvarp til laga um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma. Þar er lagt til að rekstraraðilar veitingastaða með vínveitingaleyfi sem hafa þurft að sæta skerðingu á opnunartíma og hafa orðið fyrir minnst 20% tekjufalli í almanaksmánuði frá desember 2021 til mars 2022 vegna takmarkananna geti fengið styrk til að mæta rekstrarkostnaði á tímabilinu. Lagt er til að styrkurinn geti numið 90% af rekstrarkostnaði þann almanaksmánuð sem umsókn varðar. Samanlagðir styrkir til einstakara rekstraraðila geta orðið 10 til 12 millj. kr. Efnahags- og viðskiptanefnd er nú með málið til umfjöllunar og mun rýna allar útfærslur vel. Það er hins vegar staðföst trú mín að frumvarpið sé gott, en um leið og brýnt er að bregðast hratt við, þarf að vanda þarf vel til verka. Með hækkandi sól Við þurfum að komast í gegnum þetta saman, ég mun reyna að leggja mitt af mörkum með að kalla eftir úrræðum og greiða leið þeirra í gegnum þingið. Ég ber þá von í brjósti mér að þetta verði síðasti veturinn sem við þurfum að grípa til úrræða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er janúar, febrúar handan við hornið og áður en við vitum sitjum við í sólinni og tökum fagnandi á móti bjartari tímum. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsókn og 1. varaformaður Efnahags- og viðskiptanefndar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun