Við erum börnin okkar Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir skrifar 19. janúar 2022 14:30 Foreldrahlutverkið er eitt það mest krefjandi hlutverk sem einstaklingur tekur að sér á lífsleiðinni. Við fáum í hendurnar einstakling sem treystir á okkur í einu og öllu, allt það sem við gerum endurspeglast í barninu. Við foreldrarnir erum helstu fyrirmyndir barnanna, því skiptir máli að börnin sjái og fái að taka þátt þegar við hreyfum okkur. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að hreyfa okkur, fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Ef við kennum börnunum okkar að skreppa út í göngutúr eða fara út að hlaupa þá erum við að kenna þeim mikilvægt undirstöðuatriði til heilbrigðs lífs til framtíðar. Börnin spegla sig í foreldrunum Þegar ég var lítil var mamma í gönguklúbb, ég var svo heppinn að fá að skottast með í styttri ferðum og kynnast þannig að ganga út í náttúrunni bæða til þess að njóta en einnig til heilsubóta. Nú sem þriggja barna móðir reyni ég að taka hlutverk mitt alvarlega, hvort sem er að bjóða krökkunum með mér í stuttar fjallgöngur, út að ganga eða hlaupa. Það er ótrúlegt hvað stuttar fætur geta komist langt með smá hvatningu og gleði. Á þessum ferðum, hvort sem þær eru stuttar eða langar náum við góðri stund saman sem ég vonast til með að styrkja samband okkar þegar börnin komast á unglingsár. En ekki bara það, von mín er að krakkarnir læri að finna hjá sér hvöt til þess að fá sér göngutúr eða fara út að hlaupa án mín þegar þau verða eldri. Með þessu vonast ég til að skila af mér hamingjusömum og heilbrigðum einstaklingum út í lífið. Hreyfum okkur saman Nú á nýju ári eru komin af stað tvö átaksverkefni sem tilvalið er að nýta sér til að komast í gang. Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn hafa sett af stað og stendur það til 15. febrúar. Þetta verkefni snýst ekki um það hver hreyfir sig mest heldur er það hvatning til fólks um að bæta við sig hreyfingu. Til þess að eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu mynd með þér og ef til vill fjölskyldu þinni úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Hitt verkefnið er Lífshlaupið, það er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Skráning hófst í dag og hægt er að taka þátt sem einstaklingur, en einnig er í boði vinnustaðakeppni, framhaldsskólakeppni og grunnskólakeppni. Endilega tökum umræðuna um þetta við börnin okkar og vekjum áhuga. Gleymum ekki ömmu og afa Ömmur og afar, já og frændur og frænkur skipta líka miklu máli í uppeldi barna. Við skulum hvetja hvort annað og vera dugleg að bjóða krökkunum út að leika og kenna þeim hversu dásamlegt það er að hreyfa sig úti. Höfundur er sambandstjóri Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Foreldrahlutverkið er eitt það mest krefjandi hlutverk sem einstaklingur tekur að sér á lífsleiðinni. Við fáum í hendurnar einstakling sem treystir á okkur í einu og öllu, allt það sem við gerum endurspeglast í barninu. Við foreldrarnir erum helstu fyrirmyndir barnanna, því skiptir máli að börnin sjái og fái að taka þátt þegar við hreyfum okkur. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að hreyfa okkur, fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Ef við kennum börnunum okkar að skreppa út í göngutúr eða fara út að hlaupa þá erum við að kenna þeim mikilvægt undirstöðuatriði til heilbrigðs lífs til framtíðar. Börnin spegla sig í foreldrunum Þegar ég var lítil var mamma í gönguklúbb, ég var svo heppinn að fá að skottast með í styttri ferðum og kynnast þannig að ganga út í náttúrunni bæða til þess að njóta en einnig til heilsubóta. Nú sem þriggja barna móðir reyni ég að taka hlutverk mitt alvarlega, hvort sem er að bjóða krökkunum með mér í stuttar fjallgöngur, út að ganga eða hlaupa. Það er ótrúlegt hvað stuttar fætur geta komist langt með smá hvatningu og gleði. Á þessum ferðum, hvort sem þær eru stuttar eða langar náum við góðri stund saman sem ég vonast til með að styrkja samband okkar þegar börnin komast á unglingsár. En ekki bara það, von mín er að krakkarnir læri að finna hjá sér hvöt til þess að fá sér göngutúr eða fara út að hlaupa án mín þegar þau verða eldri. Með þessu vonast ég til að skila af mér hamingjusömum og heilbrigðum einstaklingum út í lífið. Hreyfum okkur saman Nú á nýju ári eru komin af stað tvö átaksverkefni sem tilvalið er að nýta sér til að komast í gang. Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn hafa sett af stað og stendur það til 15. febrúar. Þetta verkefni snýst ekki um það hver hreyfir sig mest heldur er það hvatning til fólks um að bæta við sig hreyfingu. Til þess að eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu mynd með þér og ef til vill fjölskyldu þinni úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Hitt verkefnið er Lífshlaupið, það er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er ætlað að höfða til allra aldurshópa. Skráning hófst í dag og hægt er að taka þátt sem einstaklingur, en einnig er í boði vinnustaðakeppni, framhaldsskólakeppni og grunnskólakeppni. Endilega tökum umræðuna um þetta við börnin okkar og vekjum áhuga. Gleymum ekki ömmu og afa Ömmur og afar, já og frændur og frænkur skipta líka miklu máli í uppeldi barna. Við skulum hvetja hvort annað og vera dugleg að bjóða krökkunum út að leika og kenna þeim hversu dásamlegt það er að hreyfa sig úti. Höfundur er sambandstjóri Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar