Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 14:14 Rakel Óttarsdóttir og Sylvía Kristín Ólafsdóttir. Aðsend Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair Group. Einnig hefur Rakel Óttarsdóttir verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá félaginu. Taka þær sæti í framkvæmdastjórn félagsins og leiða tvö svið sem eru hluti af nýju skipulagi sem kynnt var í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en þær munu hefja störf á fyrsta ársfjórðungi. Snýr aftur til Icelandair Sylvía Kristín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo síðastliðið ár. Sylvía starfaði hjá Icelandair á árunum 2018 til 2021, fyrst sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle-deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í Operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er jafnframt stjórnarformaður Íslandssjóða. Var hjá Alvotech og Arion banka Fram kemur í tilkynningu að Rakel hafi starfað sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Alvotech síðan seinni hluta árs 2020 og áður verið yfirmaður upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar (CIO and VP of Global Program Office). Fyrir þann tíma, starfaði hún í um 14 ár hjá Arion banka, þar sem hún var meðal annars framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssvið frá 2011 og framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs frá 2016 þar sem hún leiddi mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu bankans. Rakel er með MBA gráðu frá Duke University í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það það mikinn styrk fyrir félagið að fá Sylvíu og Rakel til liðs við stjórnendahópinn. „Sylvía þekkir Icelandair og flugrekstrarumhverfið mjög vel eftir fyrri störf hjá okkur og mun leiða þjónustu- og markaðsmál þar sem höfuðáhersla er lögð á upplifun viðskiptavina og að styrkja Icelandair vörumerkið enn frekar. Rakel kemur með mikla reynslu inn í félagið á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni og mun meðal annars leiða stafræna vegferð félagsins með það að markmiði að stuðla að einföldu og ánægjulegu ferðalagi fyrir viðskiptavini okkar og leggja grunninn að bættri nýtingu gagna við ákvarðanatöku,“ segir Bogi Nils í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sylvía hættir hjá Origo Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 7. janúar 2022 13:50 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Taka þær sæti í framkvæmdastjórn félagsins og leiða tvö svið sem eru hluti af nýju skipulagi sem kynnt var í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en þær munu hefja störf á fyrsta ársfjórðungi. Snýr aftur til Icelandair Sylvía Kristín hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo síðastliðið ár. Sylvía starfaði hjá Icelandair á árunum 2018 til 2021, fyrst sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle-deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í Operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er jafnframt stjórnarformaður Íslandssjóða. Var hjá Alvotech og Arion banka Fram kemur í tilkynningu að Rakel hafi starfað sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Alvotech síðan seinni hluta árs 2020 og áður verið yfirmaður upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar (CIO and VP of Global Program Office). Fyrir þann tíma, starfaði hún í um 14 ár hjá Arion banka, þar sem hún var meðal annars framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssvið frá 2011 og framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs frá 2016 þar sem hún leiddi mótun og framkvæmd stafrænnar stefnu bankans. Rakel er með MBA gráðu frá Duke University í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það það mikinn styrk fyrir félagið að fá Sylvíu og Rakel til liðs við stjórnendahópinn. „Sylvía þekkir Icelandair og flugrekstrarumhverfið mjög vel eftir fyrri störf hjá okkur og mun leiða þjónustu- og markaðsmál þar sem höfuðáhersla er lögð á upplifun viðskiptavina og að styrkja Icelandair vörumerkið enn frekar. Rakel kemur með mikla reynslu inn í félagið á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni og mun meðal annars leiða stafræna vegferð félagsins með það að markmiði að stuðla að einföldu og ánægjulegu ferðalagi fyrir viðskiptavini okkar og leggja grunninn að bættri nýtingu gagna við ákvarðanatöku,“ segir Bogi Nils í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sylvía hættir hjá Origo Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 7. janúar 2022 13:50 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Sylvía hættir hjá Origo Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 7. janúar 2022 13:50