Foreldrar og kennarar eru saman í liði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 9. desember 2021 21:02 Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar