Foreldrar og kennarar eru saman í liði Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 9. desember 2021 21:02 Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. Hvaða þjónusta sé í boði í skólakerfinu og hvaða ferlar séu í gangi. Sú umræða á ekki bara rétt á sér, hún er fullkomlega eðlileg og raunar nauðsynleg. Kennarar fagna þessari umræðu, þó hún sé stundum óvægin og ósanngjörn. Upphaf og endir þeirrar umræðu snýr í raun og veru að tvennu; mönnun og fjármögnun. Íslenskir skólar eru hreinlega ekki nægilega mannaðir kennurum og öðrum sérfræðingum til að sinna nemendum með mismunandi þarfir og fé skortir til að uppfylla þær skyldur sem skólakerfið hefur gagnvart nemendum sínum, íslenskum ungmennum. Það er stundum talað um að grunnskólinn sé lokað kerfi þar sem nemendur eru skyldugir til að mæta. Það þýðir jafnframt að yfirvöldum ber að tryggja viðeigandi réttindi nemenda til að fá þá menntun sem þeir eiga rétt á. Eins og áður sagði skiptir tvennt mestu máli í þessari umræðu; mönnun og fjármögnun. Skoðum mönnunina fyrst. Kennarar taka að öllu leyti undir með foreldrum að skólarnir eigi að vera mannaðir að fullu með þeim sérfræðingum sem skólakerfið þarf á að halda til að geta sinnt með réttum hætti þeim fjölbreytileika sem blasir við meðal nemenda. Grunnskólanemendur hafa margvíslegar og misjafnar þarfir og við eigum að geta komið til móts við þá með fjölbreyttri og þverfaglegri sérfræðiþekkingu. Má þar nefna sálfræðinga og þroskaþjálfa, en eins og staðan er í dag eru þeir flestir utan skólakerfisins, en ekki á gólfinu þar sem þeir eru í hvað bestri stöðu til að greina stöðuna og koma með rétt ráð og viðbrögð á hverjum tíma. Foreldrar eru kröfuharðari gagnvart skólum í dag en nokkru sinni og kennarar styðja þá afstöðu. Skólar, sem uppeldis- og menntastofnanir, eru líka miklu fjölbreyttari í dag og kennarar eru þeirrar skoðunar að áfram eigi að horfa á skóla án aðgreiningar. Því er bráðnauðsynlegt að skólarnir séu rétt mannaðir og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sinni starfi sínu innan skólans undir verkstjórn kennara. Síðari þátturinn sem hér er til umræðu er fjármögnun. Fjárhagsvandræði sveitarfélaganna hafa því miður leitt til þess að ekki er lengur horft á hvað skólarnir þurfa, heldur hvað þeir kosta. En þegar á reynir kemur hið sanna eðli Íslendinga í ljós. Þeir vilja ekki að horft sé á skólakerfið aðeins út frá hagkvæmni eða í Excelskjali. Lausnin á þessu er einföld; að hætta að einblína eingöngu á kostnaðinn og horfa þess í stað á hvað það er sem okkur ber skylda til að gera fyrir unga fólkið okkar. Kennarar skora á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér í málinu, sjá þann sameiginlega snertipunkt sem skiptir máli í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga og grípa til viðeigandi aðgerða svo skólakerfið geti sinnt sínum skyldum. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja milli þessara aðila; foreldra og kennara. Það er því mikilvægt að muna að foreldrar og kennarar eru ekki andstæðingar. Þeir eru saman í liði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun