Áætlunarflug nauðsynlegt Vestmannaeyjum Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. október 1946 og fagnar því 75 ára afmæli á árinu. Áætlunarflug legið niðri í á þriðja mánuð annað árið í röð Í lok sumars 2020 hætti flugfélagið Ernir að fljúga til Eyja þar sem markaðslegar forsendur brugðust ásamt því að heimsfaraldur gerði rekstraraðilanum erfitt fyrir. Icelandair hóf flug í lok desember sama ár með ríkisstuðningi fyrstu mánuðina, ætlaði að halda áfram á markaðslegum forsendum frá sumri en hætti í lok ágúst síðastliðinn þar sem forsendur voru brostnar samkvæmt félaginu. Það voru vonbrigði sérstaklega í ljósi þess að heimamenn nýta flugið einna mest yfir vetrartímann. Áætlunarflug samfélaginu og sérstaklega viðkvæmum hópum nauðsynlegt allt árið Íbúar reiða sig á flugið til að komast snögglega til höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er til að sækja nauðsynlega grunnþjónustu, menntun, menningu, vegna vinnu osfrv. Eldra fólk, hreyfihamlaðir, sjúklingar, börn sem eiga foreldri á meginlandinu, barnshafandi konur eða nýbakaðar mæður sem í auknum mæli hafa þurft að fæða á höfuðborgarsvæðinu sökum lokunar skurðstofu, eru allt hópar fólks sem nýttu flugið í miklum mæli en þurfa nú að leggja á sig langt ferðalag með ferju og löngum akstri. Þörfin fyrir flugið verður svo enn ríkari á veturnar þegar slæm færð er á vegum og vályndari veður valda erfiðari siglingum til Þorlákshafnar og hafa komið upp aðstæður þar sem sjósamgöngur liggja hreinlega niðri en fært væri fyrir flug. Mikill kostnaðarauki og óhagræði fyrir heilbrigðisþjónustuna Mikilvægi flugsins fyrir heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum er ótvírætt en reglulega þarf að flytja sjúklinga af sjúkradeild til rannsókna eða meðferðar í Reykjavík og þarf nú að senda alla sjúklinga með sjúkraflugi í stað áætlunarflugs sem er mikill kostnaðarauki. Sýni voru reglulega send með flugi frá Eyjum og ef þurfti í skyndi á blóði, sjúkravörum eða öðrum birgðum að halda var hægt að senda slíkt hratt og örugglega til Eyja með áætlunarflugi. Notkun sjúkraflugs í meira mæli skapar einnig óhagræði vegna óvissu um útskriftir og innlagnir sjúklinga en ekki síst eykur það álag og teppir þjónustu sjúkravélar sem er mikilvæg gagnvart allri bráðaþjónustu á landinu. Mikilvægt gagnvart atvinnulífi Atvinnulífið hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti notandi flugsamgangna við Vestmannaeyjar, enda fyrir tilkomu Loftbrúar var kostnaður ein helsta fyrirstaðan að hinn almenni íbúi nýtti sér flugið. Flugið getur skipt sköpum þegar fá þarf með hraði aðföng, varahluti eða sérfræðiþjónustu þegar mikið liggur við t.d. á vertíðum sem skila þjóðarbúinu mikilvægum gjaldeyristekjum. Auk þess auðveldar það fagfólki í Vestmannaeyjum að sækja fundi, endurmenntun, ráðstefnur og að starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hér skiptir þó tímasetning flugáætlunar öllu máli, þ.e. að hægt sé að fljúga að morgni og til baka síðla dags. Tafarlaus aðkoma ríkisins nauðsynleg Sagan virðist sýna að fullreynt er að halda úti flugi til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum amk. yfir veturinn og því eina leiðin til að halda uppi ásættanlegum flugsamgöngum allt árið er stuðningur ríkisins við samgönguleiðina. Slíkt þarf að gerast hratt og örugglega. Í aðdraganda Alþingiskosninga virtist þverpólitískur skilningur á mikilvægi flugsins fyrir Vestmannaeyjar og flest framboð töluðu fyrir nauðsyn þess. Nú, um 7 vikum frá kjördegi, hefur staðan lítið breyst og málið virðist lítið þokast áfram. Því reynir á nýkjörna þingmenn og ekki síst samgönguráðherra að standa við fyrirheitin og tryggja að nýju áætlunarflug til Vestmannaeyja hið fyrsta, fyrir atvinnulífið, fyrir lífsgæði íbúa í Vestmannaeyjum en ekki síst til að tryggja jafnara aðgengi allra hópa að þeirri grunnþjónustu Íslendinga sem sífellt er þjappað á sömu torfuna á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. október 1946 og fagnar því 75 ára afmæli á árinu. Áætlunarflug legið niðri í á þriðja mánuð annað árið í röð Í lok sumars 2020 hætti flugfélagið Ernir að fljúga til Eyja þar sem markaðslegar forsendur brugðust ásamt því að heimsfaraldur gerði rekstraraðilanum erfitt fyrir. Icelandair hóf flug í lok desember sama ár með ríkisstuðningi fyrstu mánuðina, ætlaði að halda áfram á markaðslegum forsendum frá sumri en hætti í lok ágúst síðastliðinn þar sem forsendur voru brostnar samkvæmt félaginu. Það voru vonbrigði sérstaklega í ljósi þess að heimamenn nýta flugið einna mest yfir vetrartímann. Áætlunarflug samfélaginu og sérstaklega viðkvæmum hópum nauðsynlegt allt árið Íbúar reiða sig á flugið til að komast snögglega til höfuðborgarsvæðisins, hvort sem er til að sækja nauðsynlega grunnþjónustu, menntun, menningu, vegna vinnu osfrv. Eldra fólk, hreyfihamlaðir, sjúklingar, börn sem eiga foreldri á meginlandinu, barnshafandi konur eða nýbakaðar mæður sem í auknum mæli hafa þurft að fæða á höfuðborgarsvæðinu sökum lokunar skurðstofu, eru allt hópar fólks sem nýttu flugið í miklum mæli en þurfa nú að leggja á sig langt ferðalag með ferju og löngum akstri. Þörfin fyrir flugið verður svo enn ríkari á veturnar þegar slæm færð er á vegum og vályndari veður valda erfiðari siglingum til Þorlákshafnar og hafa komið upp aðstæður þar sem sjósamgöngur liggja hreinlega niðri en fært væri fyrir flug. Mikill kostnaðarauki og óhagræði fyrir heilbrigðisþjónustuna Mikilvægi flugsins fyrir heilbrigðisþjónustuna í Vestmannaeyjum er ótvírætt en reglulega þarf að flytja sjúklinga af sjúkradeild til rannsókna eða meðferðar í Reykjavík og þarf nú að senda alla sjúklinga með sjúkraflugi í stað áætlunarflugs sem er mikill kostnaðarauki. Sýni voru reglulega send með flugi frá Eyjum og ef þurfti í skyndi á blóði, sjúkravörum eða öðrum birgðum að halda var hægt að senda slíkt hratt og örugglega til Eyja með áætlunarflugi. Notkun sjúkraflugs í meira mæli skapar einnig óhagræði vegna óvissu um útskriftir og innlagnir sjúklinga en ekki síst eykur það álag og teppir þjónustu sjúkravélar sem er mikilvæg gagnvart allri bráðaþjónustu á landinu. Mikilvægt gagnvart atvinnulífi Atvinnulífið hefur í gegnum tíðina verið einn stærsti notandi flugsamgangna við Vestmannaeyjar, enda fyrir tilkomu Loftbrúar var kostnaður ein helsta fyrirstaðan að hinn almenni íbúi nýtti sér flugið. Flugið getur skipt sköpum þegar fá þarf með hraði aðföng, varahluti eða sérfræðiþjónustu þegar mikið liggur við t.d. á vertíðum sem skila þjóðarbúinu mikilvægum gjaldeyristekjum. Auk þess auðveldar það fagfólki í Vestmannaeyjum að sækja fundi, endurmenntun, ráðstefnur og að starfa á höfuðborgarsvæðinu. Hér skiptir þó tímasetning flugáætlunar öllu máli, þ.e. að hægt sé að fljúga að morgni og til baka síðla dags. Tafarlaus aðkoma ríkisins nauðsynleg Sagan virðist sýna að fullreynt er að halda úti flugi til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum amk. yfir veturinn og því eina leiðin til að halda uppi ásættanlegum flugsamgöngum allt árið er stuðningur ríkisins við samgönguleiðina. Slíkt þarf að gerast hratt og örugglega. Í aðdraganda Alþingiskosninga virtist þverpólitískur skilningur á mikilvægi flugsins fyrir Vestmannaeyjar og flest framboð töluðu fyrir nauðsyn þess. Nú, um 7 vikum frá kjördegi, hefur staðan lítið breyst og málið virðist lítið þokast áfram. Því reynir á nýkjörna þingmenn og ekki síst samgönguráðherra að standa við fyrirheitin og tryggja að nýju áætlunarflug til Vestmannaeyja hið fyrsta, fyrir atvinnulífið, fyrir lífsgæði íbúa í Vestmannaeyjum en ekki síst til að tryggja jafnara aðgengi allra hópa að þeirri grunnþjónustu Íslendinga sem sífellt er þjappað á sömu torfuna á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun