Er pósturinn frá Póstinum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. október 2021 08:01 Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Stór hluti jólaverslunar fer nú fram á vefnum og eykst hlutdeild netverslunar í jólagjafainnkaupum Íslendinga hratt. Af innlendri verslun hefur hlutfall netverslunar vaxið úr 2-4% árið 2019 í 5-7% nú árið 2021 og hefur slíkum póstsendingum að utan auk þess fjölgað til muna. Því má búast við því að fjölmörg okkar komi til með að versla jólagjafirnar á vefnum og þá borgar sig að setja öryggið á oddinn. Hver er að hafa samband? Sögur af netsvindli tengdu póstsendingum rata í fjölmiðla með reglulegu millibili og verður umfjöllunin vonandi til þess að við séum sem flest á varðbergi. Sérstaklega er þó tilefni til að hafa augun opin þegar kemur að netverslun. Eins og lúsin á leikskólanum virðast þrjótarnir alltaf finna sér einhverja leið til að valda usla og þeir hafa svo sannarlega nýtt sér aukna verslun okkar á vefnum. Þannig hefur mikið borið á fölsuðum tölvupóstum og smáskilaboðum sem virðast berast frá póstfyrirtækjum á borð við Póstinn og DHL. Viðtakandi skilaboðanna er yfirleitt sendur á svikasíðu sem, rétt eins og upphaflegu skilaboðin, virðist við fyrstu sín ófölsuð. Þar er til dæmis óskað eftir greiðslukortaupplýsingum og ef bitið er á agnið eru þrjótarnir fljótir að láta greipar sópa. Því miður tapast hér á landi háar fjárhæðir með þessum hætti ár hvert. Svikin geta virst mjög sannfærandi og þær vefsíður og þau samskipti sem notuð eru við svikin verða sífellt vandaðri. Því verðum við að hafa varann á. Lítum á póstfang þess sem sendir og símanúmerið. Göngum úr skugga um að sendandinn sé raunverulega sá sem hann segist vera og höfum í huga að ólíklegt er að fyrirtæki sendi hlekki á vefi þar sem óskað er eftir greiðsluupplýsingum. Sleppum því að gleðja netþrjótana þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Netglæpir Netöryggi Pósturinn Neytendur Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Stór hluti jólaverslunar fer nú fram á vefnum og eykst hlutdeild netverslunar í jólagjafainnkaupum Íslendinga hratt. Af innlendri verslun hefur hlutfall netverslunar vaxið úr 2-4% árið 2019 í 5-7% nú árið 2021 og hefur slíkum póstsendingum að utan auk þess fjölgað til muna. Því má búast við því að fjölmörg okkar komi til með að versla jólagjafirnar á vefnum og þá borgar sig að setja öryggið á oddinn. Hver er að hafa samband? Sögur af netsvindli tengdu póstsendingum rata í fjölmiðla með reglulegu millibili og verður umfjöllunin vonandi til þess að við séum sem flest á varðbergi. Sérstaklega er þó tilefni til að hafa augun opin þegar kemur að netverslun. Eins og lúsin á leikskólanum virðast þrjótarnir alltaf finna sér einhverja leið til að valda usla og þeir hafa svo sannarlega nýtt sér aukna verslun okkar á vefnum. Þannig hefur mikið borið á fölsuðum tölvupóstum og smáskilaboðum sem virðast berast frá póstfyrirtækjum á borð við Póstinn og DHL. Viðtakandi skilaboðanna er yfirleitt sendur á svikasíðu sem, rétt eins og upphaflegu skilaboðin, virðist við fyrstu sín ófölsuð. Þar er til dæmis óskað eftir greiðslukortaupplýsingum og ef bitið er á agnið eru þrjótarnir fljótir að láta greipar sópa. Því miður tapast hér á landi háar fjárhæðir með þessum hætti ár hvert. Svikin geta virst mjög sannfærandi og þær vefsíður og þau samskipti sem notuð eru við svikin verða sífellt vandaðri. Því verðum við að hafa varann á. Lítum á póstfang þess sem sendir og símanúmerið. Göngum úr skugga um að sendandinn sé raunverulega sá sem hann segist vera og höfum í huga að ólíklegt er að fyrirtæki sendi hlekki á vefi þar sem óskað er eftir greiðsluupplýsingum. Sleppum því að gleðja netþrjótana þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun