Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 18. október 2021 13:00 Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. Skýrsluhöfundar tóku fram að þetta væri eflaust vanmat á raunfjöldanum þar sem mælingin nær bara til þeirra sem hafa leitað til þjónustuúrræða, sem konur eru ólíklegri til að gera. Samt sem áður hefur fjöldi kvenna sem leitar til Konukots nánast þrefaldast frá opnun og fjöldi gistinátta þeirra nánast fjórfaldast. Það vantar því ekki eftirspurnina eftir þjónustu. 40 pláss fyrir karla en 12 fyrir konur Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í málaflokkum á meðal sveitarfélaganna höfuðborgarsvæðisins. Borgin rekur tvö gistiskýli fyrir karlmenn með samtals 40 plássum en Rótin rekur Konukot á grundvelli þjónustusamnings við velferðarsvið Reykjavíkurborgar, þar eru 12 pláss og líkt og hjá körlunum er neyðarskýlinu lokað yfir daginn. Það hallar því samt sem áður á konur þegar kemur að fjölda plássa í neyðarskýlum af þessum toga. Vissulega eru önnur úrræði til, ýmist sjálfstætt rekin eða á vegum sveitarfélaganna, sem standa til boða einstaklingum sem eru annað hvort í ótryggu húsnæði eða húsnæðislausir, en þau eiga það flest sameiginlegt að setja fótinn fyrir það að viðkomandi sé í virkri fíkn eða vera einskonar framhalds úrræði. Flest eru til dæmis geðkjarnar eða áfangaheimili fyrir fólk í endurhæfingu eftir meðferð. Það er því sár skortur á úrræðum sem kemur heimilislausu fólki með flóknari þjónustuþarfir af götunni og í öruggt skjól. Húsnæði sem er heilandi Í fyrra vor gerði félagsmálaráðuneytið samning við Reykjavíkurborg um tímabundið neyðarhúsnæði fyrir viðkvæma hópa eins og þessa vegna Covid19. Tvenns konar neyðarhúsnæði var sett á laggirnar á grundvelli samningsins og annað þeirra var neyðarhúsnæði í Skipholti fyrir heimilislausar konur með fjölþættan vanda. Þar var gistiheimili sem borgin tók á leigu, en fyrir vikið hafði úrræðið þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting þar sem konur höfðu líka sitt eigið baðherbergi. Þær gátu því læst og verið öruggar um að eigur sínar ásamt því að geta baðað sig í einrúmi. Það var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær höguðu deginum sínum en ella. Fyrirkomulagið í Skipholti féll því mjög vel að Húsnæði fyrst (Housing first) aðferðafræðinni. Kennisetning þeirrar aðferðarfræði er sú að öruggt þak yfir höfuðið séu grundvallarmannréttindi og aðeins þegar þessari grunnþörf sé mætt, geti einstaklingurinn ráðið við aðrar áskoranir. Heimili er því forsenda fyrir árangri vímuefnameðferðar eða meðferðar við geðrænum vanda. Þessi aðferðarfræði er ekki úr lausu lofti gripin því öruggt húsnæði hefur mælst áhrifaþáttur í bættri líkamlegri og andlegri heilsu heimilislausra. Almennt mælist heilsa heimilislausra mun verri en í almennu þýði. Þar af hallar aftur sérstaklega á heimilislausar konur en heilsa þeirra mælist enn verri en heimilislausra karla, auk þess sem konur eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi ofan á annað líkamlegt ofbeldi. Aðsókn í úrræðið í Skipholti var mikil og það var upplifun starfsfólks að herbergjagistingar fyrirkomulagið reyndist konunum mun betur en hefðbundin neyðarskýli þá sér í lagi við að aðlaga sig aftur að sjálfstæðri búsetu, þjónustuþegarnir sjálfir væru ánægðari með þetta fyrirkomulag og þætti það valdeflandi. Upplifun starfsfólksins rímar við niðurstöður erlendra rannsókna meðal heimilislausra en þær hafa sýnt að jákvæð upplifun viðkomandi af valdeflingu og gæði húsnæðis og er áhrifaþáttur í betri andlegri heilsu. Það er því algjör synd að halda ekki áfram með þjónustuúrræði sem gefur jafn góða raun og þetta. Mætum þörfinni Þriðjudaginn næsta þann 19. október leggjum við Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn fram tillögu mína um að opna nýtt neyðarathvarf fyrir konur í anda þess sem var í Skipholti. Þetta er ekki bara bráðnauðsynleg tillaga heldur virkilega tímabær og enn fremur ætti hún að vera þverpólitísk. Ég vil því nota tækifærið og biðja þig kæri lesandi um að ýta á þá borgarfulltrúa sem þú gætir þekkt í öðrum flokkum í von um að tillagan fáist samþykkt af meirihlutanum í borgarstjórn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Félagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. Skýrsluhöfundar tóku fram að þetta væri eflaust vanmat á raunfjöldanum þar sem mælingin nær bara til þeirra sem hafa leitað til þjónustuúrræða, sem konur eru ólíklegri til að gera. Samt sem áður hefur fjöldi kvenna sem leitar til Konukots nánast þrefaldast frá opnun og fjöldi gistinátta þeirra nánast fjórfaldast. Það vantar því ekki eftirspurnina eftir þjónustu. 40 pláss fyrir karla en 12 fyrir konur Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í málaflokkum á meðal sveitarfélaganna höfuðborgarsvæðisins. Borgin rekur tvö gistiskýli fyrir karlmenn með samtals 40 plássum en Rótin rekur Konukot á grundvelli þjónustusamnings við velferðarsvið Reykjavíkurborgar, þar eru 12 pláss og líkt og hjá körlunum er neyðarskýlinu lokað yfir daginn. Það hallar því samt sem áður á konur þegar kemur að fjölda plássa í neyðarskýlum af þessum toga. Vissulega eru önnur úrræði til, ýmist sjálfstætt rekin eða á vegum sveitarfélaganna, sem standa til boða einstaklingum sem eru annað hvort í ótryggu húsnæði eða húsnæðislausir, en þau eiga það flest sameiginlegt að setja fótinn fyrir það að viðkomandi sé í virkri fíkn eða vera einskonar framhalds úrræði. Flest eru til dæmis geðkjarnar eða áfangaheimili fyrir fólk í endurhæfingu eftir meðferð. Það er því sár skortur á úrræðum sem kemur heimilislausu fólki með flóknari þjónustuþarfir af götunni og í öruggt skjól. Húsnæði sem er heilandi Í fyrra vor gerði félagsmálaráðuneytið samning við Reykjavíkurborg um tímabundið neyðarhúsnæði fyrir viðkvæma hópa eins og þessa vegna Covid19. Tvenns konar neyðarhúsnæði var sett á laggirnar á grundvelli samningsins og annað þeirra var neyðarhúsnæði í Skipholti fyrir heimilislausar konur með fjölþættan vanda. Þar var gistiheimili sem borgin tók á leigu, en fyrir vikið hafði úrræðið þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting þar sem konur höfðu líka sitt eigið baðherbergi. Þær gátu því læst og verið öruggar um að eigur sínar ásamt því að geta baðað sig í einrúmi. Það var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær höguðu deginum sínum en ella. Fyrirkomulagið í Skipholti féll því mjög vel að Húsnæði fyrst (Housing first) aðferðafræðinni. Kennisetning þeirrar aðferðarfræði er sú að öruggt þak yfir höfuðið séu grundvallarmannréttindi og aðeins þegar þessari grunnþörf sé mætt, geti einstaklingurinn ráðið við aðrar áskoranir. Heimili er því forsenda fyrir árangri vímuefnameðferðar eða meðferðar við geðrænum vanda. Þessi aðferðarfræði er ekki úr lausu lofti gripin því öruggt húsnæði hefur mælst áhrifaþáttur í bættri líkamlegri og andlegri heilsu heimilislausra. Almennt mælist heilsa heimilislausra mun verri en í almennu þýði. Þar af hallar aftur sérstaklega á heimilislausar konur en heilsa þeirra mælist enn verri en heimilislausra karla, auk þess sem konur eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi ofan á annað líkamlegt ofbeldi. Aðsókn í úrræðið í Skipholti var mikil og það var upplifun starfsfólks að herbergjagistingar fyrirkomulagið reyndist konunum mun betur en hefðbundin neyðarskýli þá sér í lagi við að aðlaga sig aftur að sjálfstæðri búsetu, þjónustuþegarnir sjálfir væru ánægðari með þetta fyrirkomulag og þætti það valdeflandi. Upplifun starfsfólksins rímar við niðurstöður erlendra rannsókna meðal heimilislausra en þær hafa sýnt að jákvæð upplifun viðkomandi af valdeflingu og gæði húsnæðis og er áhrifaþáttur í betri andlegri heilsu. Það er því algjör synd að halda ekki áfram með þjónustuúrræði sem gefur jafn góða raun og þetta. Mætum þörfinni Þriðjudaginn næsta þann 19. október leggjum við Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn fram tillögu mína um að opna nýtt neyðarathvarf fyrir konur í anda þess sem var í Skipholti. Þetta er ekki bara bráðnauðsynleg tillaga heldur virkilega tímabær og enn fremur ætti hún að vera þverpólitísk. Ég vil því nota tækifærið og biðja þig kæri lesandi um að ýta á þá borgarfulltrúa sem þú gætir þekkt í öðrum flokkum í von um að tillagan fáist samþykkt af meirihlutanum í borgarstjórn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun