Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2021 11:11 Frá samstöðufundi í Seoul í mars eftir að Byun Hee-soo svipti sig lífi. EPA Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Transfólk má ekki ganga til liðs við her Suður-Kóreu en þetta var í fyrsta sinn sem starfandi hermaður gekkst undir kynleiðréttingu. Sjá einnig: Transkona sem var rekin úr hernum fannst látin á heimili sínu Í frétt Yonhap-fréttaveitunnar segir að úrskurðurinn gæti haft umfangsmikil áhrif á málefni LGBT-fólks í Suður-Kóreu. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hefðu samkvæmt úrskurði dómstóls í Daejeon að líta á Byun sem konu þegar verið var að taka afstöðu gagnvart því hvort hún væri hæf til að vera áfram í hernum. Byun fór í kynleiðréttingu árið 2019, þegar hún var í leyfi frá hernum. Það var um tveimur árum eftir að hún gekk sjálfviljug í herinn. Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Konur geta gengið til liðs við herinn en herskyldan nær ekki yfir þær. Í stað þess að skrá Byun sem konu var henni vikið úr hernum, því samkvæmt reglum hersins var litið á fjarlægingu karlkyns kynfæra hennar sem bæklun. Áfrýjun hennar var hafnað. Í ágúst í fyrra höfðaði hún svo mál gegn hernum og sagði brottrekstur sinn hafa verið ólöglegan. Nú hefur verið úrskurðað henni í vil í því máli. Samkvæmt Yonhap segist herinn virða úrskurðinn en enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort áfrýja eigi niðurstöðunni eða ekki. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Suður-Kórea Málefni transfólks Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Transfólk má ekki ganga til liðs við her Suður-Kóreu en þetta var í fyrsta sinn sem starfandi hermaður gekkst undir kynleiðréttingu. Sjá einnig: Transkona sem var rekin úr hernum fannst látin á heimili sínu Í frétt Yonhap-fréttaveitunnar segir að úrskurðurinn gæti haft umfangsmikil áhrif á málefni LGBT-fólks í Suður-Kóreu. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hefðu samkvæmt úrskurði dómstóls í Daejeon að líta á Byun sem konu þegar verið var að taka afstöðu gagnvart því hvort hún væri hæf til að vera áfram í hernum. Byun fór í kynleiðréttingu árið 2019, þegar hún var í leyfi frá hernum. Það var um tveimur árum eftir að hún gekk sjálfviljug í herinn. Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Konur geta gengið til liðs við herinn en herskyldan nær ekki yfir þær. Í stað þess að skrá Byun sem konu var henni vikið úr hernum, því samkvæmt reglum hersins var litið á fjarlægingu karlkyns kynfæra hennar sem bæklun. Áfrýjun hennar var hafnað. Í ágúst í fyrra höfðaði hún svo mál gegn hernum og sagði brottrekstur sinn hafa verið ólöglegan. Nú hefur verið úrskurðað henni í vil í því máli. Samkvæmt Yonhap segist herinn virða úrskurðinn en enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort áfrýja eigi niðurstöðunni eða ekki. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Suður-Kórea Málefni transfólks Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira