Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2025 11:55 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður byrjaður að beina spjótum sínum að eigin stuðningsmönnum. Vísir/EPA Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. Stjórnvöld í Kreml hafa sorfið til stáls gegn andófsmönnum, stjórnarandstæðingum og blaðamönnum undanfarin ár, sérstaklega eftir að innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Nú eru sumir hörðustu stuðningsmenn stríðsrekstursins orðnir að skotmörkum kúgunar stjórnvalda, þar á meðal álitsgjafar í sjónvarpi og stríðsbloggarar, að því er kemur fram í umfjöllun breska blaðsins The Guardian. Á meðal þeirra sem hafa fengið að kenna á refsivendi Pútíns er Tatjana Montjan, herbloggari sem styður Rússa þótt hún sé fædd í Úkraínu. Hún var skilgreind hryðjuverka- og öfgamaður í síðustu viku. Það er sama skilgreining og Alexei Navalní heitinn, helsti stjórnarandstöðuleiðtogi landsins, hlaut á sínum tíma. Sergei Markov sagðist telja að mistök hefðu átt sér stað þegar hann var skyndilega skilgreindur sem útsendari erlends ríkis fyrr á árinu. Hann hefur stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með ráði og dáð en það var ekki nóg til þess að halda honum í náðinni.Vísir/Getty Sergei Markov, stjórnmálagreinandi í rússnesku sjónvarpi, og Roman Aljókhin, annar stríðsbloggari, voru settir á lista yfir „erlenda útsendara“ fyrr á þessu ári. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt þeirri skilgreiningu á alls kyns félagasamtök og fjölmiðla sem þeim mislíkar og vilja múlbinda. Ekki hægt að stoppa kúgunarvélina Þeir sérfræðingar sem The Guardian ræddi við segja að hreinsanirnar séu vísbendingar um að stuðningsmenn Pútíns séu byrjaðir að snúast gegn hver öðrum. Stjórnvöld hafa ekki gefið neinar skýringar á aðgerðunum gegn stuðningsmönnum forsetans. „Fyrst réðust þeir gegn röddum gegn stríðinu. Nú eru engar slíkar eftir en það er ekki hægt að stoppa kúgunarvélina,“ segir Ekaterina Schulmann, rússneskur stjórnmálafræðingur. Roman Aljokhin, rússneskur stríðsbloggari sem var um tíma ráðgjafi héraðsstjórans í Kúrsk.Telegram Bæði Montjan og Aljókhin hafa verið sökuð um að draga sér fé sem þau hafa safnað til stuðnings stríðsátakinu í Úkraínu. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að leynilegar upptökur sýni hvernig Aljokhin hafi notað fjársöfnun sína til þess að þvætta fé fyrir rússneskan milljarðamæring. Markov kann að hafa verið kastað til hliðar vegna tengsla sinna við stjórnvöld í Aserbaídsjan sem eiga nú í stirðu sambandi við Kremlverja. Stendur ógn af sjálfsprottnum hreyfingum Schulmann stjórnmálafræðingur telur að tveir ólíkir hópar takist á bak við tjöldin. Annars vegar gamalreyndir og stjórnhollir refir sem standa varnarmálaráðuneytinu og Kreml nærri. Hins vegar sé það grasrótarhópur öfgaþjóðernissinna og stríðsbloggara sem hafa rutt sér til rúms frá því að stríðið hófst. Síðarnefndi hópurinn hefur meðal annars safnað fé og sent búnað eins og dróna og farartæki til rússneska hersins í Úkraínu á sama tíma og hermálayfirvöld hafa staðið sig illa í að sjá eigin hermönnum fyrir slíkum búnaði. Bloggararnir hafa á köflum deilt hart á varnarmálaráðuneytið og mistök sem þeir telja herinn hafa gert í hernaðinum. „Alræðisríki óttast hvers kyns samfélagslegar hreyfingar. Allar raunverulegar hreyfingar, jafnvel þær sem styðja stríðið, eru álitnar hindrun og mögulega hættulegar,“ segir Schulmann. Kúgunarvél stjórnvalda sé óseðjandi og krefjist þess að haldið sé áfram að fóðra hana. Minni á tíma Stalíns Viðbrögð sumra þeirra sem nú verða fyrir hefndaraðgerðum stjórnvalda þykja kaldhæðnisleg í ljósi þess að þeir höfðu ekkert við það að athuga að þjarmað væri að pólitískum andstæðingum þeirra. „Það er kostulegt að fylgjast með þeim sem mótmæltu aldrei þegar frjálslynt fólk var handtekið uppgötva skyndilega að réttlæti í Rússlandi er vandlátt, að bókstaflega hverjum sem er geti verið varpað í fangelsi án ástæðu,“ segir Ivan Philippov, rússneskur sérfræðingur í stríðsbloggarahreyfingunni. Aljokhin hélt því þannig fram að lögin um erlenda útsendara stæðust ekki stjórnarskrá og að þau brytu alvarlega gegn mannréttindum. Það eru sömu rök og mannréttindasamtök hafa notað gegn þeim í gegnum tíðina. Markov, sjónvarpsálitsgjafinn, sagði að einhver misskilningur hlyti að hafa átt sér stað þegar hann var skilgreindur erlendur útsendari. Þau orð þóttu minna á þekkta klisju frá tímum Sovétríkjanna og eru eignuð gallhörðum kommúnista sem áttaði sig ekki á því að hreinsanir Jósefs Stalín einræðisherra eirðu engum. „Félagi Stalín, hræðileg mistök hafa átt sér stað!“ Rússland Mannréttindi Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Vladimír Pútín Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml hafa sorfið til stáls gegn andófsmönnum, stjórnarandstæðingum og blaðamönnum undanfarin ár, sérstaklega eftir að innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Nú eru sumir hörðustu stuðningsmenn stríðsrekstursins orðnir að skotmörkum kúgunar stjórnvalda, þar á meðal álitsgjafar í sjónvarpi og stríðsbloggarar, að því er kemur fram í umfjöllun breska blaðsins The Guardian. Á meðal þeirra sem hafa fengið að kenna á refsivendi Pútíns er Tatjana Montjan, herbloggari sem styður Rússa þótt hún sé fædd í Úkraínu. Hún var skilgreind hryðjuverka- og öfgamaður í síðustu viku. Það er sama skilgreining og Alexei Navalní heitinn, helsti stjórnarandstöðuleiðtogi landsins, hlaut á sínum tíma. Sergei Markov sagðist telja að mistök hefðu átt sér stað þegar hann var skyndilega skilgreindur sem útsendari erlends ríkis fyrr á árinu. Hann hefur stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með ráði og dáð en það var ekki nóg til þess að halda honum í náðinni.Vísir/Getty Sergei Markov, stjórnmálagreinandi í rússnesku sjónvarpi, og Roman Aljókhin, annar stríðsbloggari, voru settir á lista yfir „erlenda útsendara“ fyrr á þessu ári. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt þeirri skilgreiningu á alls kyns félagasamtök og fjölmiðla sem þeim mislíkar og vilja múlbinda. Ekki hægt að stoppa kúgunarvélina Þeir sérfræðingar sem The Guardian ræddi við segja að hreinsanirnar séu vísbendingar um að stuðningsmenn Pútíns séu byrjaðir að snúast gegn hver öðrum. Stjórnvöld hafa ekki gefið neinar skýringar á aðgerðunum gegn stuðningsmönnum forsetans. „Fyrst réðust þeir gegn röddum gegn stríðinu. Nú eru engar slíkar eftir en það er ekki hægt að stoppa kúgunarvélina,“ segir Ekaterina Schulmann, rússneskur stjórnmálafræðingur. Roman Aljokhin, rússneskur stríðsbloggari sem var um tíma ráðgjafi héraðsstjórans í Kúrsk.Telegram Bæði Montjan og Aljókhin hafa verið sökuð um að draga sér fé sem þau hafa safnað til stuðnings stríðsátakinu í Úkraínu. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að leynilegar upptökur sýni hvernig Aljokhin hafi notað fjársöfnun sína til þess að þvætta fé fyrir rússneskan milljarðamæring. Markov kann að hafa verið kastað til hliðar vegna tengsla sinna við stjórnvöld í Aserbaídsjan sem eiga nú í stirðu sambandi við Kremlverja. Stendur ógn af sjálfsprottnum hreyfingum Schulmann stjórnmálafræðingur telur að tveir ólíkir hópar takist á bak við tjöldin. Annars vegar gamalreyndir og stjórnhollir refir sem standa varnarmálaráðuneytinu og Kreml nærri. Hins vegar sé það grasrótarhópur öfgaþjóðernissinna og stríðsbloggara sem hafa rutt sér til rúms frá því að stríðið hófst. Síðarnefndi hópurinn hefur meðal annars safnað fé og sent búnað eins og dróna og farartæki til rússneska hersins í Úkraínu á sama tíma og hermálayfirvöld hafa staðið sig illa í að sjá eigin hermönnum fyrir slíkum búnaði. Bloggararnir hafa á köflum deilt hart á varnarmálaráðuneytið og mistök sem þeir telja herinn hafa gert í hernaðinum. „Alræðisríki óttast hvers kyns samfélagslegar hreyfingar. Allar raunverulegar hreyfingar, jafnvel þær sem styðja stríðið, eru álitnar hindrun og mögulega hættulegar,“ segir Schulmann. Kúgunarvél stjórnvalda sé óseðjandi og krefjist þess að haldið sé áfram að fóðra hana. Minni á tíma Stalíns Viðbrögð sumra þeirra sem nú verða fyrir hefndaraðgerðum stjórnvalda þykja kaldhæðnisleg í ljósi þess að þeir höfðu ekkert við það að athuga að þjarmað væri að pólitískum andstæðingum þeirra. „Það er kostulegt að fylgjast með þeim sem mótmæltu aldrei þegar frjálslynt fólk var handtekið uppgötva skyndilega að réttlæti í Rússlandi er vandlátt, að bókstaflega hverjum sem er geti verið varpað í fangelsi án ástæðu,“ segir Ivan Philippov, rússneskur sérfræðingur í stríðsbloggarahreyfingunni. Aljokhin hélt því þannig fram að lögin um erlenda útsendara stæðust ekki stjórnarskrá og að þau brytu alvarlega gegn mannréttindum. Það eru sömu rök og mannréttindasamtök hafa notað gegn þeim í gegnum tíðina. Markov, sjónvarpsálitsgjafinn, sagði að einhver misskilningur hlyti að hafa átt sér stað þegar hann var skilgreindur erlendur útsendari. Þau orð þóttu minna á þekkta klisju frá tímum Sovétríkjanna og eru eignuð gallhörðum kommúnista sem áttaði sig ekki á því að hreinsanir Jósefs Stalín einræðisherra eirðu engum. „Félagi Stalín, hræðileg mistök hafa átt sér stað!“
Rússland Mannréttindi Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Vladimír Pútín Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira