Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2025 11:55 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður byrjaður að beina spjótum sínum að eigin stuðningsmönnum. Vísir/EPA Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. Stjórnvöld í Kreml hafa sorfið til stáls gegn andófsmönnum, stjórnarandstæðingum og blaðamönnum undanfarin ár, sérstaklega eftir að innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Nú eru sumir hörðustu stuðningsmenn stríðsrekstursins orðnir að skotmörkum kúgunar stjórnvalda, þar á meðal álitsgjafar í sjónvarpi og stríðsbloggarar, að því er kemur fram í umfjöllun breska blaðsins The Guardian. Á meðal þeirra sem hafa fengið að kenna á refsivendi Pútíns er Tatjana Montjan, herbloggari sem styður Rússa þótt hún sé fædd í Úkraínu. Hún var skilgreind hryðjuverka- og öfgamaður í síðustu viku. Það er sama skilgreining og Alexei Navalní heitinn, helsti stjórnarandstöðuleiðtogi landsins, hlaut á sínum tíma. Sergei Markov sagðist telja að mistök hefðu átt sér stað þegar hann var skyndilega skilgreindur sem útsendari erlends ríkis fyrr á árinu. Hann hefur stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með ráði og dáð en það var ekki nóg til þess að halda honum í náðinni.Vísir/Getty Sergei Markov, stjórnmálagreinandi í rússnesku sjónvarpi, og Roman Aljókhin, annar stríðsbloggari, voru settir á lista yfir „erlenda útsendara“ fyrr á þessu ári. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt þeirri skilgreiningu á alls kyns félagasamtök og fjölmiðla sem þeim mislíkar og vilja múlbinda. Ekki hægt að stoppa kúgunarvélina Þeir sérfræðingar sem The Guardian ræddi við segja að hreinsanirnar séu vísbendingar um að stuðningsmenn Pútíns séu byrjaðir að snúast gegn hver öðrum. Stjórnvöld hafa ekki gefið neinar skýringar á aðgerðunum gegn stuðningsmönnum forsetans. „Fyrst réðust þeir gegn röddum gegn stríðinu. Nú eru engar slíkar eftir en það er ekki hægt að stoppa kúgunarvélina,“ segir Ekaterina Schulmann, rússneskur stjórnmálafræðingur. Roman Aljokhin, rússneskur stríðsbloggari sem var um tíma ráðgjafi héraðsstjórans í Kúrsk.Telegram Bæði Montjan og Aljókhin hafa verið sökuð um að draga sér fé sem þau hafa safnað til stuðnings stríðsátakinu í Úkraínu. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að leynilegar upptökur sýni hvernig Aljokhin hafi notað fjársöfnun sína til þess að þvætta fé fyrir rússneskan milljarðamæring. Markov kann að hafa verið kastað til hliðar vegna tengsla sinna við stjórnvöld í Aserbaídsjan sem eiga nú í stirðu sambandi við Kremlverja. Stendur ógn af sjálfsprottnum hreyfingum Schulmann stjórnmálafræðingur telur að tveir ólíkir hópar takist á bak við tjöldin. Annars vegar gamalreyndir og stjórnhollir refir sem standa varnarmálaráðuneytinu og Kreml nærri. Hins vegar sé það grasrótarhópur öfgaþjóðernissinna og stríðsbloggara sem hafa rutt sér til rúms frá því að stríðið hófst. Síðarnefndi hópurinn hefur meðal annars safnað fé og sent búnað eins og dróna og farartæki til rússneska hersins í Úkraínu á sama tíma og hermálayfirvöld hafa staðið sig illa í að sjá eigin hermönnum fyrir slíkum búnaði. Bloggararnir hafa á köflum deilt hart á varnarmálaráðuneytið og mistök sem þeir telja herinn hafa gert í hernaðinum. „Alræðisríki óttast hvers kyns samfélagslegar hreyfingar. Allar raunverulegar hreyfingar, jafnvel þær sem styðja stríðið, eru álitnar hindrun og mögulega hættulegar,“ segir Schulmann. Kúgunarvél stjórnvalda sé óseðjandi og krefjist þess að haldið sé áfram að fóðra hana. Minni á tíma Stalíns Viðbrögð sumra þeirra sem nú verða fyrir hefndaraðgerðum stjórnvalda þykja kaldhæðnisleg í ljósi þess að þeir höfðu ekkert við það að athuga að þjarmað væri að pólitískum andstæðingum þeirra. „Það er kostulegt að fylgjast með þeim sem mótmæltu aldrei þegar frjálslynt fólk var handtekið uppgötva skyndilega að réttlæti í Rússlandi er vandlátt, að bókstaflega hverjum sem er geti verið varpað í fangelsi án ástæðu,“ segir Ivan Philippov, rússneskur sérfræðingur í stríðsbloggarahreyfingunni. Aljokhin hélt því þannig fram að lögin um erlenda útsendara stæðust ekki stjórnarskrá og að þau brytu alvarlega gegn mannréttindum. Það eru sömu rök og mannréttindasamtök hafa notað gegn þeim í gegnum tíðina. Markov, sjónvarpsálitsgjafinn, sagði að einhver misskilningur hlyti að hafa átt sér stað þegar hann var skilgreindur erlendur útsendari. Þau orð þóttu minna á þekkta klisju frá tímum Sovétríkjanna og eru eignuð gallhörðum kommúnista sem áttaði sig ekki á því að hreinsanir Jósefs Stalín einræðisherra eirðu engum. „Félagi Stalín, hræðileg mistök hafa átt sér stað!“ Rússland Mannréttindi Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Vladimír Pútín Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml hafa sorfið til stáls gegn andófsmönnum, stjórnarandstæðingum og blaðamönnum undanfarin ár, sérstaklega eftir að innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Nú eru sumir hörðustu stuðningsmenn stríðsrekstursins orðnir að skotmörkum kúgunar stjórnvalda, þar á meðal álitsgjafar í sjónvarpi og stríðsbloggarar, að því er kemur fram í umfjöllun breska blaðsins The Guardian. Á meðal þeirra sem hafa fengið að kenna á refsivendi Pútíns er Tatjana Montjan, herbloggari sem styður Rússa þótt hún sé fædd í Úkraínu. Hún var skilgreind hryðjuverka- og öfgamaður í síðustu viku. Það er sama skilgreining og Alexei Navalní heitinn, helsti stjórnarandstöðuleiðtogi landsins, hlaut á sínum tíma. Sergei Markov sagðist telja að mistök hefðu átt sér stað þegar hann var skyndilega skilgreindur sem útsendari erlends ríkis fyrr á árinu. Hann hefur stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með ráði og dáð en það var ekki nóg til þess að halda honum í náðinni.Vísir/Getty Sergei Markov, stjórnmálagreinandi í rússnesku sjónvarpi, og Roman Aljókhin, annar stríðsbloggari, voru settir á lista yfir „erlenda útsendara“ fyrr á þessu ári. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt þeirri skilgreiningu á alls kyns félagasamtök og fjölmiðla sem þeim mislíkar og vilja múlbinda. Ekki hægt að stoppa kúgunarvélina Þeir sérfræðingar sem The Guardian ræddi við segja að hreinsanirnar séu vísbendingar um að stuðningsmenn Pútíns séu byrjaðir að snúast gegn hver öðrum. Stjórnvöld hafa ekki gefið neinar skýringar á aðgerðunum gegn stuðningsmönnum forsetans. „Fyrst réðust þeir gegn röddum gegn stríðinu. Nú eru engar slíkar eftir en það er ekki hægt að stoppa kúgunarvélina,“ segir Ekaterina Schulmann, rússneskur stjórnmálafræðingur. Roman Aljokhin, rússneskur stríðsbloggari sem var um tíma ráðgjafi héraðsstjórans í Kúrsk.Telegram Bæði Montjan og Aljókhin hafa verið sökuð um að draga sér fé sem þau hafa safnað til stuðnings stríðsátakinu í Úkraínu. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að leynilegar upptökur sýni hvernig Aljokhin hafi notað fjársöfnun sína til þess að þvætta fé fyrir rússneskan milljarðamæring. Markov kann að hafa verið kastað til hliðar vegna tengsla sinna við stjórnvöld í Aserbaídsjan sem eiga nú í stirðu sambandi við Kremlverja. Stendur ógn af sjálfsprottnum hreyfingum Schulmann stjórnmálafræðingur telur að tveir ólíkir hópar takist á bak við tjöldin. Annars vegar gamalreyndir og stjórnhollir refir sem standa varnarmálaráðuneytinu og Kreml nærri. Hins vegar sé það grasrótarhópur öfgaþjóðernissinna og stríðsbloggara sem hafa rutt sér til rúms frá því að stríðið hófst. Síðarnefndi hópurinn hefur meðal annars safnað fé og sent búnað eins og dróna og farartæki til rússneska hersins í Úkraínu á sama tíma og hermálayfirvöld hafa staðið sig illa í að sjá eigin hermönnum fyrir slíkum búnaði. Bloggararnir hafa á köflum deilt hart á varnarmálaráðuneytið og mistök sem þeir telja herinn hafa gert í hernaðinum. „Alræðisríki óttast hvers kyns samfélagslegar hreyfingar. Allar raunverulegar hreyfingar, jafnvel þær sem styðja stríðið, eru álitnar hindrun og mögulega hættulegar,“ segir Schulmann. Kúgunarvél stjórnvalda sé óseðjandi og krefjist þess að haldið sé áfram að fóðra hana. Minni á tíma Stalíns Viðbrögð sumra þeirra sem nú verða fyrir hefndaraðgerðum stjórnvalda þykja kaldhæðnisleg í ljósi þess að þeir höfðu ekkert við það að athuga að þjarmað væri að pólitískum andstæðingum þeirra. „Það er kostulegt að fylgjast með þeim sem mótmæltu aldrei þegar frjálslynt fólk var handtekið uppgötva skyndilega að réttlæti í Rússlandi er vandlátt, að bókstaflega hverjum sem er geti verið varpað í fangelsi án ástæðu,“ segir Ivan Philippov, rússneskur sérfræðingur í stríðsbloggarahreyfingunni. Aljokhin hélt því þannig fram að lögin um erlenda útsendara stæðust ekki stjórnarskrá og að þau brytu alvarlega gegn mannréttindum. Það eru sömu rök og mannréttindasamtök hafa notað gegn þeim í gegnum tíðina. Markov, sjónvarpsálitsgjafinn, sagði að einhver misskilningur hlyti að hafa átt sér stað þegar hann var skilgreindur erlendur útsendari. Þau orð þóttu minna á þekkta klisju frá tímum Sovétríkjanna og eru eignuð gallhörðum kommúnista sem áttaði sig ekki á því að hreinsanir Jósefs Stalín einræðisherra eirðu engum. „Félagi Stalín, hræðileg mistök hafa átt sér stað!“
Rússland Mannréttindi Innrás Rússa í Úkraínu Sovétríkin Vladimír Pútín Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira