Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Agnar Már Másson skrifar 8. nóvember 2025 12:48 Flutningaskipið er í eigu þýskrar útgerðar en Eimskip hafði það á leigu. Landhelgisgæslan Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu. Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu.
Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira