Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Agnar Már Másson skrifar 8. nóvember 2025 12:48 Flutningaskipið er í eigu þýskrar útgerðar en Eimskip hafði það á leigu. Landhelgisgæslan Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu. Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu.
Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent