Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2025 22:44 Úkraínskir hermenn að störfum nærri Pokrovsk. Liðsauki hefur verið sendur á svæðið. Getty/Marharyta Fal, Frontliner Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Sóknin að Pokrovsk er talin hafa kostað Rússa verulega en borgin er að miklu leyti í rúst eftir átökin. Í frétt Wall Street Journal segir að um þriðjungur tilkynntra bardaga á allri 1.200 kílómetra langri víglínunni, eigi sér stað í eða við Pokrovsk. Úkraínskir hermenn hafa lýst gífurlega hörðum átökum en Úkraínumenn hafa sent liðsauka á svæðið og reyna að reka Rússa á brott. Það var í seinni hluta júlí sem rússneskum hermönnum tókst fyrst að sækja fram inn í Pokrovsk og var útlit fyrir að borgin væri nálægt því að falla í hendur Rússa. Á undanförnum vikum hefur sóknarþungi Rússa aukist mjög og slæmt veður, sem gerir notkun dróna erfiða, hefur gert Rússum kleift að senda sífellt fleiri hermenn inn í borgina. Úkraínumenn verjast enn og þykir staðan þar mjög flókin og erfitt að finna einhverja skýra víglínu. Hér að neðan má sjá stöðuna í Pokrovsk samkvæmt korti DeepState en hópurinn er sagður hafa heimildarmenn í úkraínska hernum. Staðan í Pokrovsk í grófum dráttum. Hún þykir töluvert flóknari en kortið gefur til kynna. Rússar segjast sækja fram í borginni en Úkraínumenn segjast vera að reka Rússa aftur.DeppState Í færslu á Telegram-síðu DeepState segir að staðan í borginni sé í raun flóknari en kortið gefi til kynna þar sem úkraínskir hermenn og rússneskir séu á víð og dreif um borgina. Þar að auki segir að útlit sé fyrir að hópur rússneskra hermanna hafi verið umkringdur í borginni. Í frétt WSJ segir að rússneskir hermenn séu nú orðnir fleiri en þeir úkraínsku í borginni og að Rússar hafi náð yfirburðum þegar komi að notkun dróna. Úkraínski miðillinn Hromadske birti á dögunum grein þar sem haft var eftir úkraínskum hermönnum að Rússar finni glopur á vörnum þeirra og komi sveitum í gegnum víglínuna. Þar leggi þeir áherslu á að elta upp drónasveitir og sprengivörpulið Úkraínumanna. Einn yfirmaður á svæðinu segir að þessar sveitir, sem séu fyrir aftan víglínuna, lendi nú oftar í skotbardögum en hermenn á víglínunni sjálfri. Hermenn beggja fylkinga eru sagðir forðast það að opinbera stöður sínar vegna þess að um leið og þeir gera það er ráðist á þá með sjálfsprengidrónum. Vatn á myllu Pútíns Falli Pokrovsk í hendur Rússa myndi borgin Myrnohrad einnig líklega falla, þar sem hún yrði umkringd Rússum. Óljóst er hversu margir úkraínskir hermenn eru þar en erfitt yrði fyrir þá að hörfa, vegna áðurnefndra dróna Landvinningarnir yrðu þeir stærstu frá því borgin Bakhmut féll í hendur Rússa fyrir um tveimur og hálfu ári síðan. Hann virðist þó hafa kostað Rússa mjög í hermönnum og hergögnum og borgin sjálf er lítið annað en rústir einar. Fyrir stríðið bjuggu rúmlega sextíu þúsund manns í Pokrovsk. Enn halda nokkur hundruð manns þar til en stórir hlutar borgarinnar eru í rúst.Getty/Kostiantyn Liberov, Libkos Sérfræðingar segja Úkraínumenn hafa aðrar varnarlínur klárar norður af borginni og fall Pokrovsk myndi líklega ekki opna á einhvers konar skyndisókn Rússa gegnum línur Úkraínumanna. Fall borgarinnar yrði þó líklega vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og tilrauna hans til að sannfæra menn eins og Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum, um að sigur Rússa sé óumflýjanlegur. Í samtali við New York Times segir Laura Cooper, sem starfaði í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Joes Biden, að í raun sé merkilegt hve langan tíma það hefur tekið Rússa að ná yfirburðum í Pokrovsk, miðað við það að hernám borgarinnar, og alls Dónetskhéraðs, sé eitt af helstu markmiðum Pútíns. Úkraínumenn stjórna enn nokkuð stórum hluta héraðsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. 6. nóvember 2025 11:55 Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. 6. nóvember 2025 07:34 Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. 5. nóvember 2025 18:48 Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. 30. október 2025 13:43 Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Sóknin að Pokrovsk er talin hafa kostað Rússa verulega en borgin er að miklu leyti í rúst eftir átökin. Í frétt Wall Street Journal segir að um þriðjungur tilkynntra bardaga á allri 1.200 kílómetra langri víglínunni, eigi sér stað í eða við Pokrovsk. Úkraínskir hermenn hafa lýst gífurlega hörðum átökum en Úkraínumenn hafa sent liðsauka á svæðið og reyna að reka Rússa á brott. Það var í seinni hluta júlí sem rússneskum hermönnum tókst fyrst að sækja fram inn í Pokrovsk og var útlit fyrir að borgin væri nálægt því að falla í hendur Rússa. Á undanförnum vikum hefur sóknarþungi Rússa aukist mjög og slæmt veður, sem gerir notkun dróna erfiða, hefur gert Rússum kleift að senda sífellt fleiri hermenn inn í borgina. Úkraínumenn verjast enn og þykir staðan þar mjög flókin og erfitt að finna einhverja skýra víglínu. Hér að neðan má sjá stöðuna í Pokrovsk samkvæmt korti DeepState en hópurinn er sagður hafa heimildarmenn í úkraínska hernum. Staðan í Pokrovsk í grófum dráttum. Hún þykir töluvert flóknari en kortið gefur til kynna. Rússar segjast sækja fram í borginni en Úkraínumenn segjast vera að reka Rússa aftur.DeppState Í færslu á Telegram-síðu DeepState segir að staðan í borginni sé í raun flóknari en kortið gefi til kynna þar sem úkraínskir hermenn og rússneskir séu á víð og dreif um borgina. Þar að auki segir að útlit sé fyrir að hópur rússneskra hermanna hafi verið umkringdur í borginni. Í frétt WSJ segir að rússneskir hermenn séu nú orðnir fleiri en þeir úkraínsku í borginni og að Rússar hafi náð yfirburðum þegar komi að notkun dróna. Úkraínski miðillinn Hromadske birti á dögunum grein þar sem haft var eftir úkraínskum hermönnum að Rússar finni glopur á vörnum þeirra og komi sveitum í gegnum víglínuna. Þar leggi þeir áherslu á að elta upp drónasveitir og sprengivörpulið Úkraínumanna. Einn yfirmaður á svæðinu segir að þessar sveitir, sem séu fyrir aftan víglínuna, lendi nú oftar í skotbardögum en hermenn á víglínunni sjálfri. Hermenn beggja fylkinga eru sagðir forðast það að opinbera stöður sínar vegna þess að um leið og þeir gera það er ráðist á þá með sjálfsprengidrónum. Vatn á myllu Pútíns Falli Pokrovsk í hendur Rússa myndi borgin Myrnohrad einnig líklega falla, þar sem hún yrði umkringd Rússum. Óljóst er hversu margir úkraínskir hermenn eru þar en erfitt yrði fyrir þá að hörfa, vegna áðurnefndra dróna Landvinningarnir yrðu þeir stærstu frá því borgin Bakhmut féll í hendur Rússa fyrir um tveimur og hálfu ári síðan. Hann virðist þó hafa kostað Rússa mjög í hermönnum og hergögnum og borgin sjálf er lítið annað en rústir einar. Fyrir stríðið bjuggu rúmlega sextíu þúsund manns í Pokrovsk. Enn halda nokkur hundruð manns þar til en stórir hlutar borgarinnar eru í rúst.Getty/Kostiantyn Liberov, Libkos Sérfræðingar segja Úkraínumenn hafa aðrar varnarlínur klárar norður af borginni og fall Pokrovsk myndi líklega ekki opna á einhvers konar skyndisókn Rússa gegnum línur Úkraínumanna. Fall borgarinnar yrði þó líklega vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og tilrauna hans til að sannfæra menn eins og Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum, um að sigur Rússa sé óumflýjanlegur. Í samtali við New York Times segir Laura Cooper, sem starfaði í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Joes Biden, að í raun sé merkilegt hve langan tíma það hefur tekið Rússa að ná yfirburðum í Pokrovsk, miðað við það að hernám borgarinnar, og alls Dónetskhéraðs, sé eitt af helstu markmiðum Pútíns. Úkraínumenn stjórna enn nokkuð stórum hluta héraðsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. 6. nóvember 2025 11:55 Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. 6. nóvember 2025 07:34 Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. 5. nóvember 2025 18:48 Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. 30. október 2025 13:43 Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. 6. nóvember 2025 11:55
Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. 6. nóvember 2025 07:34
Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. 5. nóvember 2025 18:48
Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. 30. október 2025 13:43
Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09