Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2025 22:44 Úkraínskir hermenn að störfum nærri Pokrovsk. Liðsauki hefur verið sendur á svæðið. Getty/Marharyta Fal, Frontliner Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Sóknin að Pokrovsk er talin hafa kostað Rússa verulega en borgin er að miklu leyti í rúst eftir átökin. Í frétt Wall Street Journal segir að um þriðjungur tilkynntra bardaga á allri 1.200 kílómetra langri víglínunni, eigi sér stað í eða við Pokrovsk. Úkraínskir hermenn hafa lýst gífurlega hörðum átökum en Úkraínumenn hafa sent liðsauka á svæðið og reyna að reka Rússa á brott. Það var í seinni hluta júlí sem rússneskum hermönnum tókst fyrst að sækja fram inn í Pokrovsk og var útlit fyrir að borgin væri nálægt því að falla í hendur Rússa. Á undanförnum vikum hefur sóknarþungi Rússa aukist mjög og slæmt veður, sem gerir notkun dróna erfiða, hefur gert Rússum kleift að senda sífellt fleiri hermenn inn í borgina. Úkraínumenn verjast enn og þykir staðan þar mjög flókin og erfitt að finna einhverja skýra víglínu. Hér að neðan má sjá stöðuna í Pokrovsk samkvæmt korti DeepState en hópurinn er sagður hafa heimildarmenn í úkraínska hernum. Staðan í Pokrovsk í grófum dráttum. Hún þykir töluvert flóknari en kortið gefur til kynna. Rússar segjast sækja fram í borginni en Úkraínumenn segjast vera að reka Rússa aftur.DeppState Í færslu á Telegram-síðu DeepState segir að staðan í borginni sé í raun flóknari en kortið gefi til kynna þar sem úkraínskir hermenn og rússneskir séu á víð og dreif um borgina. Þar að auki segir að útlit sé fyrir að hópur rússneskra hermanna hafi verið umkringdur í borginni. Í frétt WSJ segir að rússneskir hermenn séu nú orðnir fleiri en þeir úkraínsku í borginni og að Rússar hafi náð yfirburðum þegar komi að notkun dróna. Úkraínski miðillinn Hromadske birti á dögunum grein þar sem haft var eftir úkraínskum hermönnum að Rússar finni glopur á vörnum þeirra og komi sveitum í gegnum víglínuna. Þar leggi þeir áherslu á að elta upp drónasveitir og sprengivörpulið Úkraínumanna. Einn yfirmaður á svæðinu segir að þessar sveitir, sem séu fyrir aftan víglínuna, lendi nú oftar í skotbardögum en hermenn á víglínunni sjálfri. Hermenn beggja fylkinga eru sagðir forðast það að opinbera stöður sínar vegna þess að um leið og þeir gera það er ráðist á þá með sjálfsprengidrónum. Vatn á myllu Pútíns Falli Pokrovsk í hendur Rússa myndi borgin Myrnohrad einnig líklega falla, þar sem hún yrði umkringd Rússum. Óljóst er hversu margir úkraínskir hermenn eru þar en erfitt yrði fyrir þá að hörfa, vegna áðurnefndra dróna Landvinningarnir yrðu þeir stærstu frá því borgin Bakhmut féll í hendur Rússa fyrir um tveimur og hálfu ári síðan. Hann virðist þó hafa kostað Rússa mjög í hermönnum og hergögnum og borgin sjálf er lítið annað en rústir einar. Fyrir stríðið bjuggu rúmlega sextíu þúsund manns í Pokrovsk. Enn halda nokkur hundruð manns þar til en stórir hlutar borgarinnar eru í rúst.Getty/Kostiantyn Liberov, Libkos Sérfræðingar segja Úkraínumenn hafa aðrar varnarlínur klárar norður af borginni og fall Pokrovsk myndi líklega ekki opna á einhvers konar skyndisókn Rússa gegnum línur Úkraínumanna. Fall borgarinnar yrði þó líklega vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og tilrauna hans til að sannfæra menn eins og Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum, um að sigur Rússa sé óumflýjanlegur. Í samtali við New York Times segir Laura Cooper, sem starfaði í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Joes Biden, að í raun sé merkilegt hve langan tíma það hefur tekið Rússa að ná yfirburðum í Pokrovsk, miðað við það að hernám borgarinnar, og alls Dónetskhéraðs, sé eitt af helstu markmiðum Pútíns. Úkraínumenn stjórna enn nokkuð stórum hluta héraðsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. 6. nóvember 2025 11:55 Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. 6. nóvember 2025 07:34 Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. 5. nóvember 2025 18:48 Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. 30. október 2025 13:43 Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Sóknin að Pokrovsk er talin hafa kostað Rússa verulega en borgin er að miklu leyti í rúst eftir átökin. Í frétt Wall Street Journal segir að um þriðjungur tilkynntra bardaga á allri 1.200 kílómetra langri víglínunni, eigi sér stað í eða við Pokrovsk. Úkraínskir hermenn hafa lýst gífurlega hörðum átökum en Úkraínumenn hafa sent liðsauka á svæðið og reyna að reka Rússa á brott. Það var í seinni hluta júlí sem rússneskum hermönnum tókst fyrst að sækja fram inn í Pokrovsk og var útlit fyrir að borgin væri nálægt því að falla í hendur Rússa. Á undanförnum vikum hefur sóknarþungi Rússa aukist mjög og slæmt veður, sem gerir notkun dróna erfiða, hefur gert Rússum kleift að senda sífellt fleiri hermenn inn í borgina. Úkraínumenn verjast enn og þykir staðan þar mjög flókin og erfitt að finna einhverja skýra víglínu. Hér að neðan má sjá stöðuna í Pokrovsk samkvæmt korti DeepState en hópurinn er sagður hafa heimildarmenn í úkraínska hernum. Staðan í Pokrovsk í grófum dráttum. Hún þykir töluvert flóknari en kortið gefur til kynna. Rússar segjast sækja fram í borginni en Úkraínumenn segjast vera að reka Rússa aftur.DeppState Í færslu á Telegram-síðu DeepState segir að staðan í borginni sé í raun flóknari en kortið gefi til kynna þar sem úkraínskir hermenn og rússneskir séu á víð og dreif um borgina. Þar að auki segir að útlit sé fyrir að hópur rússneskra hermanna hafi verið umkringdur í borginni. Í frétt WSJ segir að rússneskir hermenn séu nú orðnir fleiri en þeir úkraínsku í borginni og að Rússar hafi náð yfirburðum þegar komi að notkun dróna. Úkraínski miðillinn Hromadske birti á dögunum grein þar sem haft var eftir úkraínskum hermönnum að Rússar finni glopur á vörnum þeirra og komi sveitum í gegnum víglínuna. Þar leggi þeir áherslu á að elta upp drónasveitir og sprengivörpulið Úkraínumanna. Einn yfirmaður á svæðinu segir að þessar sveitir, sem séu fyrir aftan víglínuna, lendi nú oftar í skotbardögum en hermenn á víglínunni sjálfri. Hermenn beggja fylkinga eru sagðir forðast það að opinbera stöður sínar vegna þess að um leið og þeir gera það er ráðist á þá með sjálfsprengidrónum. Vatn á myllu Pútíns Falli Pokrovsk í hendur Rússa myndi borgin Myrnohrad einnig líklega falla, þar sem hún yrði umkringd Rússum. Óljóst er hversu margir úkraínskir hermenn eru þar en erfitt yrði fyrir þá að hörfa, vegna áðurnefndra dróna Landvinningarnir yrðu þeir stærstu frá því borgin Bakhmut féll í hendur Rússa fyrir um tveimur og hálfu ári síðan. Hann virðist þó hafa kostað Rússa mjög í hermönnum og hergögnum og borgin sjálf er lítið annað en rústir einar. Fyrir stríðið bjuggu rúmlega sextíu þúsund manns í Pokrovsk. Enn halda nokkur hundruð manns þar til en stórir hlutar borgarinnar eru í rúst.Getty/Kostiantyn Liberov, Libkos Sérfræðingar segja Úkraínumenn hafa aðrar varnarlínur klárar norður af borginni og fall Pokrovsk myndi líklega ekki opna á einhvers konar skyndisókn Rússa gegnum línur Úkraínumanna. Fall borgarinnar yrði þó líklega vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og tilrauna hans til að sannfæra menn eins og Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum, um að sigur Rússa sé óumflýjanlegur. Í samtali við New York Times segir Laura Cooper, sem starfaði í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í tíð Joes Biden, að í raun sé merkilegt hve langan tíma það hefur tekið Rússa að ná yfirburðum í Pokrovsk, miðað við það að hernám borgarinnar, og alls Dónetskhéraðs, sé eitt af helstu markmiðum Pútíns. Úkraínumenn stjórna enn nokkuð stórum hluta héraðsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. 6. nóvember 2025 11:55 Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. 6. nóvember 2025 07:34 Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. 5. nóvember 2025 18:48 Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. 30. október 2025 13:43 Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Hreinsanir innan raða stuðningsmanna Vladímírs Pútín Rússlandsforseta eru sagðar hafnar. Þær eru sagðar endurspegla valdabaráttu ólíkra fylkinga þeirra sem styðja forsetann. 6. nóvember 2025 11:55
Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. 6. nóvember 2025 07:34
Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. 5. nóvember 2025 18:48
Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka. 30. október 2025 13:43
Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. 28. október 2025 14:09