Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 18:48 Rússneskir hermenn í Úkraínu. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. Þetta ku vera orðið það útbreitt að byrjað er að kalla konurnar „svartar ekkjur“ eftir kóngulóunum sem éta maka sína. Hve umfangsmikið þetta er í rauninni er víst erfitt að segja. Blaðamenn Wall Street Journal segjast þó hafa fundið að minnsta kosti sex dómsmál þar sem því er haldið fram að hermenn hafi orðið fyrir svörtum ekkjum. Samkvæmt frétt WSJ hafa rússneskir þingmenn kallað eftir því að viðurlög við því að gabba hermenn í hjónaband verði hert eða bætur við dauða hermanna verði takmarkaðar. Giftist hermanni en bjó enn með „fyrrverandi“ Í einu tilfelli heyrði fjölskylda hermanns sem hét Sergey Khandozhko af því að hann hefði gift sig, degi eftir að hann skrifaði undir samning við herinn. Það fannst fjölskyldunni undarlegt þar sem hermaðurinn hafði aldrei nefnt konuna sem hann giftist. Hjónin höfðu þar að auki ekki skipst á hringjum í athöfn sem tók nokkrar mínútur. Engar myndir voru teknar af athöfninni og var einungis einn gestur. Það var meira sem vakti furðu fjölskyldunnar og þá sérstaklega það að ný eiginkona Sergey bjó áfram með manni sem var sagður fyrrverandi eiginmaður hennar og börnum þeirra. Þegar Sergey dó í átökum fékk nýja eiginkonan bónusgreiðslu frá ríkinu sem samsvaraði um tuttuguföldum meðalárslaunum í Rússlandi. Dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að konan, Elena Sokolova, hefði gabbað Sergey. Hjónabandið var ógilt og var henni gert að greiða tiltölulega litla sekt. Hún hefur áfrýjað úrskurðinum en svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, heimsótti særða hermenn á sjúkrahús í síðasta mánuði.AP/Vyacheslav Prokofyev Fúlgur fjár í húfi Ráðamenn í Rússlandi hafa varið gífurlega miklum peningum í að laða menn í herinn og til að berjast í Úkraínu. Þeir fá umfangsmikla bónusa við skráningu í herinn og þar að auki eiga fjölskyldur þeirra að fá umfangsmiklar bætur ef og þegar þeir falla. Bætur vegna dauða hermanns eru oft meira en 23 milljónir króna, sem eru margföld árslaun í Rússlandi. Fjölmargar slíkar greiðslur hafa verið veittar til fjölskyldna í austurhluta Rússlands en þaðan koma margir af framlínuhermönnum Rússlands. Þessir peningar hafa leitt til mikilla deilna innan fjölskyldna um hvernig eigi að nota þá og þá hafa margir leitað leiða til að fá sinn hlut. Í frétt WSJ segir að feður sem hafi ekkert komið að uppeldi og lífi fallinna hermanna hafi snúið aftur og krafist peninga. Þá hafi afar og ömmur einnig krafist peninga fyrir að hafa alið upp menn og annast í gegnum árin og hafa þessar deilur margsinnis ratað á borð dómara. Það eru þó „svörtu ekkjurnar“ sem þykja hvað verstar. Þingmenn og embættismenn hafa kvartað hástöfum yfir þessum konum og meðal annars kallað þær skrímsli. Embættismenn segja að í einhverjum tilfellum komi glæpasamtök að því að plata eða þvinga hermenn í hjónaband við konur. Í héraðinu Khanty-Mansiysk hafa glæpamenn leitað uppi einhleypa menn, fengið þá til að skrá sig í herinn og látið þá giftast konum áður en þeir fara á víglínuna í Úkraínu. Glæpamennirnir eru sagðir hafa grætt tugi milljóna króna á þessu athæfi en ekki hefur verið gefið upp hve marga hermenn er um að ræða. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Þetta ku vera orðið það útbreitt að byrjað er að kalla konurnar „svartar ekkjur“ eftir kóngulóunum sem éta maka sína. Hve umfangsmikið þetta er í rauninni er víst erfitt að segja. Blaðamenn Wall Street Journal segjast þó hafa fundið að minnsta kosti sex dómsmál þar sem því er haldið fram að hermenn hafi orðið fyrir svörtum ekkjum. Samkvæmt frétt WSJ hafa rússneskir þingmenn kallað eftir því að viðurlög við því að gabba hermenn í hjónaband verði hert eða bætur við dauða hermanna verði takmarkaðar. Giftist hermanni en bjó enn með „fyrrverandi“ Í einu tilfelli heyrði fjölskylda hermanns sem hét Sergey Khandozhko af því að hann hefði gift sig, degi eftir að hann skrifaði undir samning við herinn. Það fannst fjölskyldunni undarlegt þar sem hermaðurinn hafði aldrei nefnt konuna sem hann giftist. Hjónin höfðu þar að auki ekki skipst á hringjum í athöfn sem tók nokkrar mínútur. Engar myndir voru teknar af athöfninni og var einungis einn gestur. Það var meira sem vakti furðu fjölskyldunnar og þá sérstaklega það að ný eiginkona Sergey bjó áfram með manni sem var sagður fyrrverandi eiginmaður hennar og börnum þeirra. Þegar Sergey dó í átökum fékk nýja eiginkonan bónusgreiðslu frá ríkinu sem samsvaraði um tuttuguföldum meðalárslaunum í Rússlandi. Dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að konan, Elena Sokolova, hefði gabbað Sergey. Hjónabandið var ógilt og var henni gert að greiða tiltölulega litla sekt. Hún hefur áfrýjað úrskurðinum en svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, heimsótti særða hermenn á sjúkrahús í síðasta mánuði.AP/Vyacheslav Prokofyev Fúlgur fjár í húfi Ráðamenn í Rússlandi hafa varið gífurlega miklum peningum í að laða menn í herinn og til að berjast í Úkraínu. Þeir fá umfangsmikla bónusa við skráningu í herinn og þar að auki eiga fjölskyldur þeirra að fá umfangsmiklar bætur ef og þegar þeir falla. Bætur vegna dauða hermanns eru oft meira en 23 milljónir króna, sem eru margföld árslaun í Rússlandi. Fjölmargar slíkar greiðslur hafa verið veittar til fjölskyldna í austurhluta Rússlands en þaðan koma margir af framlínuhermönnum Rússlands. Þessir peningar hafa leitt til mikilla deilna innan fjölskyldna um hvernig eigi að nota þá og þá hafa margir leitað leiða til að fá sinn hlut. Í frétt WSJ segir að feður sem hafi ekkert komið að uppeldi og lífi fallinna hermanna hafi snúið aftur og krafist peninga. Þá hafi afar og ömmur einnig krafist peninga fyrir að hafa alið upp menn og annast í gegnum árin og hafa þessar deilur margsinnis ratað á borð dómara. Það eru þó „svörtu ekkjurnar“ sem þykja hvað verstar. Þingmenn og embættismenn hafa kvartað hástöfum yfir þessum konum og meðal annars kallað þær skrímsli. Embættismenn segja að í einhverjum tilfellum komi glæpasamtök að því að plata eða þvinga hermenn í hjónaband við konur. Í héraðinu Khanty-Mansiysk hafa glæpamenn leitað uppi einhleypa menn, fengið þá til að skrá sig í herinn og látið þá giftast konum áður en þeir fara á víglínuna í Úkraínu. Glæpamennirnir eru sagðir hafa grætt tugi milljóna króna á þessu athæfi en ekki hefur verið gefið upp hve marga hermenn er um að ræða.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent