Með evru neyðumst við til þess að hætta þessum óheilbrigða leik! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 24. september 2021 13:45 Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun