Fíla pönkið sem fylgir því að vera Vinstri græn - VG101 Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifar 23. september 2021 18:00 Nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst verða samtöl við fólk alls staðar að úr samfélaginu fleiri og innihaldsríkari. Mörg málefni liggja félögum okkar og öðru góðu fólki á hjarta. Ég fæ gjarnan spurninguna “Af hverju ákvaðst þú að ganga til liðs við Vinstri græn?” Því er auðsvarað. Ástæðan fyrir því að ég gekk í VG er sú að fjórar grunnstoðir hreyfingarinnar samræmast mínum lífsgildum að öllu leiti; en þær eru umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðleg friðarhyggja og félagslegt réttlæti. Auk þess hef ég alltaf fílað pönkið sem ég tel fylgja því að vera Vinstri græn en fyrir þau sem ekki vita voru VG þau fyrstu sem börðust fyrir jafnréttis- friðar og umhverfismálum á Alþingi með róttækum hætti á sínum tíma. Umhverfisvernd og loftlagsmál eru málaflokkar sem ættu alltaf að haldast í hendur en það er einmitt sérstaða VG að svo sé gert. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að róttækar ákvarðanir séu teknar og að þær séu teknar strax. Ég tel skipta höfuð máli að hreyfing sem sá mikilvægi umhverfis- og loftlagsmála fyrst allra haldi í taumana í þessari baráttu; hreyfing sem hefur fengið vísindamenn í lið við sig til að byggja metnaðarfulla, róttæka og raunhæfa stefnu í þeim efnum og hreyfing sem hugar að því að öll umskipti séu réttlát og bitni ekki á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Vinstri græn hafa alltaf verið róttæk og leiðandi í jafnréttismálum. Við stöndum vörð um réttindi allra óháð því hvernig þau vilja skilgreina kyn sitt, hver kynhneigð þeirra er, í hvaða landi þau fæddust eða hver félagsleg staða þeirra er. Við viljum halda sérstaklega utan um þau sem eiga á hættu að verða fyrir meira misrétti en aðrir en misréttið verður enn meira ef fólk fellur ekki að staðalmyndum kynjakerfisins. Fatlaðar konur búa oft við tvöfalda mismunun, fólk sem ekki fellur að hefðbundinni skilgreiningu á karli eða konu mætir misrétti, fólk af erlendum uppruna sömuleiðis og svona mætti lengi telja. Kvenfrelsis- og jafnréttisstefna VG kemur ekki eingöngu inn á pólitíska stefnumörkun varðandi stofnanir heldur miðar einnig að því að uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu okkar. Komið er inn á mikilvægi þess að innleiða kynjafræði á öllum skólastigum svo börnin okkar lærir ekki þá rökvillu að kvenlægir eiginleikar séu síðri en þeir karllægu eða telji sitt hlutskipti í lífinu fyrirfram ákveðið af samfélaginu. Jafnframt erum við erum með skýra stefnu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi, kynferðisofbeldi og stafrænu ofbeldi og viljum styrkja réttarstöðu þolenda með lagasetningu. Önnur sérstaða VG er sú að við erum á móti því að Ísland eigi aðild að NATÓ. Hernaður er fordæmdur og áhersla er lögð á að Íslendingar beiti sér fyrir friði og afvopnun á heimsvísu. VG vill stöðva allar alþjóðlegar aðgerðir sem leiða til dauða saklausra borgara. Það er ótrúlega sorglegt að slíkar staðhæfingar þurfi enn þann dag í dag að koma fram í pólitískri stefnu en svo er því miður raunin og allt of fá pólitísk öfl beita sér fyrir friði. Öll málefni VG miða að því að sem mest félagslegt réttlæti ríki í samfélaginu. Aðgerðir snúast um að minnka bilið á milli þeirra sem standa höllum fæti og þeirra efnameiri. Jafnframt er miðað að því að einstaklingar í samfélaginu okkar hafi sama aðgang að þjónustu, námi, húsnæði og atvinnu óháð búsetu, aldri og félagslegum aðstæðum. Þegar jöfnuður eykst í samfélaginu okkar eykur það frelsi einstaklinga til þess að geta fundið hæfileikum sínum farveg á fjölbreytilegan hátt. VG stendur fyrir svo miklu meira en fram hefur komið; enda tíndi ég eingöngu til ástæðurnar fyrir því að ég gekk í hreyfinguna í upphafi en ekki þær fjöldamörgu ástæður fyrir því að ég tel að VG ættu ávallt að leiða landið okkar. Hægt er að kynna sér stefnumálin með auðveldum hætti á vef VG. Þar sem ég skilgreini mig sem aðgerðarsinna og femínista með stórt hjarta og enga þolinmæði fyrir óréttlæti er ég viss um að ég er á réttum stað í pólitík. Svo þurfum við ríkisstjórn sem þorir að taka stór skref í loftlagsmálum, ríkisstjórn sem er alltaf á vaktinni þegar kemur að mannréttindum og jafnrétti kynjanna og berst fyrir því að tryggja jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Setjum X við V fyrir réttlátara og öruggara samfélag. Höfundur skipar 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst verða samtöl við fólk alls staðar að úr samfélaginu fleiri og innihaldsríkari. Mörg málefni liggja félögum okkar og öðru góðu fólki á hjarta. Ég fæ gjarnan spurninguna “Af hverju ákvaðst þú að ganga til liðs við Vinstri græn?” Því er auðsvarað. Ástæðan fyrir því að ég gekk í VG er sú að fjórar grunnstoðir hreyfingarinnar samræmast mínum lífsgildum að öllu leiti; en þær eru umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðleg friðarhyggja og félagslegt réttlæti. Auk þess hef ég alltaf fílað pönkið sem ég tel fylgja því að vera Vinstri græn en fyrir þau sem ekki vita voru VG þau fyrstu sem börðust fyrir jafnréttis- friðar og umhverfismálum á Alþingi með róttækum hætti á sínum tíma. Umhverfisvernd og loftlagsmál eru málaflokkar sem ættu alltaf að haldast í hendur en það er einmitt sérstaða VG að svo sé gert. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að róttækar ákvarðanir séu teknar og að þær séu teknar strax. Ég tel skipta höfuð máli að hreyfing sem sá mikilvægi umhverfis- og loftlagsmála fyrst allra haldi í taumana í þessari baráttu; hreyfing sem hefur fengið vísindamenn í lið við sig til að byggja metnaðarfulla, róttæka og raunhæfa stefnu í þeim efnum og hreyfing sem hugar að því að öll umskipti séu réttlát og bitni ekki á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Vinstri græn hafa alltaf verið róttæk og leiðandi í jafnréttismálum. Við stöndum vörð um réttindi allra óháð því hvernig þau vilja skilgreina kyn sitt, hver kynhneigð þeirra er, í hvaða landi þau fæddust eða hver félagsleg staða þeirra er. Við viljum halda sérstaklega utan um þau sem eiga á hættu að verða fyrir meira misrétti en aðrir en misréttið verður enn meira ef fólk fellur ekki að staðalmyndum kynjakerfisins. Fatlaðar konur búa oft við tvöfalda mismunun, fólk sem ekki fellur að hefðbundinni skilgreiningu á karli eða konu mætir misrétti, fólk af erlendum uppruna sömuleiðis og svona mætti lengi telja. Kvenfrelsis- og jafnréttisstefna VG kemur ekki eingöngu inn á pólitíska stefnumörkun varðandi stofnanir heldur miðar einnig að því að uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu okkar. Komið er inn á mikilvægi þess að innleiða kynjafræði á öllum skólastigum svo börnin okkar lærir ekki þá rökvillu að kvenlægir eiginleikar séu síðri en þeir karllægu eða telji sitt hlutskipti í lífinu fyrirfram ákveðið af samfélaginu. Jafnframt erum við erum með skýra stefnu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi, kynferðisofbeldi og stafrænu ofbeldi og viljum styrkja réttarstöðu þolenda með lagasetningu. Önnur sérstaða VG er sú að við erum á móti því að Ísland eigi aðild að NATÓ. Hernaður er fordæmdur og áhersla er lögð á að Íslendingar beiti sér fyrir friði og afvopnun á heimsvísu. VG vill stöðva allar alþjóðlegar aðgerðir sem leiða til dauða saklausra borgara. Það er ótrúlega sorglegt að slíkar staðhæfingar þurfi enn þann dag í dag að koma fram í pólitískri stefnu en svo er því miður raunin og allt of fá pólitísk öfl beita sér fyrir friði. Öll málefni VG miða að því að sem mest félagslegt réttlæti ríki í samfélaginu. Aðgerðir snúast um að minnka bilið á milli þeirra sem standa höllum fæti og þeirra efnameiri. Jafnframt er miðað að því að einstaklingar í samfélaginu okkar hafi sama aðgang að þjónustu, námi, húsnæði og atvinnu óháð búsetu, aldri og félagslegum aðstæðum. Þegar jöfnuður eykst í samfélaginu okkar eykur það frelsi einstaklinga til þess að geta fundið hæfileikum sínum farveg á fjölbreytilegan hátt. VG stendur fyrir svo miklu meira en fram hefur komið; enda tíndi ég eingöngu til ástæðurnar fyrir því að ég gekk í hreyfinguna í upphafi en ekki þær fjöldamörgu ástæður fyrir því að ég tel að VG ættu ávallt að leiða landið okkar. Hægt er að kynna sér stefnumálin með auðveldum hætti á vef VG. Þar sem ég skilgreini mig sem aðgerðarsinna og femínista með stórt hjarta og enga þolinmæði fyrir óréttlæti er ég viss um að ég er á réttum stað í pólitík. Svo þurfum við ríkisstjórn sem þorir að taka stór skref í loftlagsmálum, ríkisstjórn sem er alltaf á vaktinni þegar kemur að mannréttindum og jafnrétti kynjanna og berst fyrir því að tryggja jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Setjum X við V fyrir réttlátara og öruggara samfélag. Höfundur skipar 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga 2021.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun