Fíla pönkið sem fylgir því að vera Vinstri græn - VG101 Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifar 23. september 2021 18:00 Nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst verða samtöl við fólk alls staðar að úr samfélaginu fleiri og innihaldsríkari. Mörg málefni liggja félögum okkar og öðru góðu fólki á hjarta. Ég fæ gjarnan spurninguna “Af hverju ákvaðst þú að ganga til liðs við Vinstri græn?” Því er auðsvarað. Ástæðan fyrir því að ég gekk í VG er sú að fjórar grunnstoðir hreyfingarinnar samræmast mínum lífsgildum að öllu leiti; en þær eru umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðleg friðarhyggja og félagslegt réttlæti. Auk þess hef ég alltaf fílað pönkið sem ég tel fylgja því að vera Vinstri græn en fyrir þau sem ekki vita voru VG þau fyrstu sem börðust fyrir jafnréttis- friðar og umhverfismálum á Alþingi með róttækum hætti á sínum tíma. Umhverfisvernd og loftlagsmál eru málaflokkar sem ættu alltaf að haldast í hendur en það er einmitt sérstaða VG að svo sé gert. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að róttækar ákvarðanir séu teknar og að þær séu teknar strax. Ég tel skipta höfuð máli að hreyfing sem sá mikilvægi umhverfis- og loftlagsmála fyrst allra haldi í taumana í þessari baráttu; hreyfing sem hefur fengið vísindamenn í lið við sig til að byggja metnaðarfulla, róttæka og raunhæfa stefnu í þeim efnum og hreyfing sem hugar að því að öll umskipti séu réttlát og bitni ekki á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Vinstri græn hafa alltaf verið róttæk og leiðandi í jafnréttismálum. Við stöndum vörð um réttindi allra óháð því hvernig þau vilja skilgreina kyn sitt, hver kynhneigð þeirra er, í hvaða landi þau fæddust eða hver félagsleg staða þeirra er. Við viljum halda sérstaklega utan um þau sem eiga á hættu að verða fyrir meira misrétti en aðrir en misréttið verður enn meira ef fólk fellur ekki að staðalmyndum kynjakerfisins. Fatlaðar konur búa oft við tvöfalda mismunun, fólk sem ekki fellur að hefðbundinni skilgreiningu á karli eða konu mætir misrétti, fólk af erlendum uppruna sömuleiðis og svona mætti lengi telja. Kvenfrelsis- og jafnréttisstefna VG kemur ekki eingöngu inn á pólitíska stefnumörkun varðandi stofnanir heldur miðar einnig að því að uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu okkar. Komið er inn á mikilvægi þess að innleiða kynjafræði á öllum skólastigum svo börnin okkar lærir ekki þá rökvillu að kvenlægir eiginleikar séu síðri en þeir karllægu eða telji sitt hlutskipti í lífinu fyrirfram ákveðið af samfélaginu. Jafnframt erum við erum með skýra stefnu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi, kynferðisofbeldi og stafrænu ofbeldi og viljum styrkja réttarstöðu þolenda með lagasetningu. Önnur sérstaða VG er sú að við erum á móti því að Ísland eigi aðild að NATÓ. Hernaður er fordæmdur og áhersla er lögð á að Íslendingar beiti sér fyrir friði og afvopnun á heimsvísu. VG vill stöðva allar alþjóðlegar aðgerðir sem leiða til dauða saklausra borgara. Það er ótrúlega sorglegt að slíkar staðhæfingar þurfi enn þann dag í dag að koma fram í pólitískri stefnu en svo er því miður raunin og allt of fá pólitísk öfl beita sér fyrir friði. Öll málefni VG miða að því að sem mest félagslegt réttlæti ríki í samfélaginu. Aðgerðir snúast um að minnka bilið á milli þeirra sem standa höllum fæti og þeirra efnameiri. Jafnframt er miðað að því að einstaklingar í samfélaginu okkar hafi sama aðgang að þjónustu, námi, húsnæði og atvinnu óháð búsetu, aldri og félagslegum aðstæðum. Þegar jöfnuður eykst í samfélaginu okkar eykur það frelsi einstaklinga til þess að geta fundið hæfileikum sínum farveg á fjölbreytilegan hátt. VG stendur fyrir svo miklu meira en fram hefur komið; enda tíndi ég eingöngu til ástæðurnar fyrir því að ég gekk í hreyfinguna í upphafi en ekki þær fjöldamörgu ástæður fyrir því að ég tel að VG ættu ávallt að leiða landið okkar. Hægt er að kynna sér stefnumálin með auðveldum hætti á vef VG. Þar sem ég skilgreini mig sem aðgerðarsinna og femínista með stórt hjarta og enga þolinmæði fyrir óréttlæti er ég viss um að ég er á réttum stað í pólitík. Svo þurfum við ríkisstjórn sem þorir að taka stór skref í loftlagsmálum, ríkisstjórn sem er alltaf á vaktinni þegar kemur að mannréttindum og jafnrétti kynjanna og berst fyrir því að tryggja jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Setjum X við V fyrir réttlátara og öruggara samfélag. Höfundur skipar 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst verða samtöl við fólk alls staðar að úr samfélaginu fleiri og innihaldsríkari. Mörg málefni liggja félögum okkar og öðru góðu fólki á hjarta. Ég fæ gjarnan spurninguna “Af hverju ákvaðst þú að ganga til liðs við Vinstri græn?” Því er auðsvarað. Ástæðan fyrir því að ég gekk í VG er sú að fjórar grunnstoðir hreyfingarinnar samræmast mínum lífsgildum að öllu leiti; en þær eru umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðleg friðarhyggja og félagslegt réttlæti. Auk þess hef ég alltaf fílað pönkið sem ég tel fylgja því að vera Vinstri græn en fyrir þau sem ekki vita voru VG þau fyrstu sem börðust fyrir jafnréttis- friðar og umhverfismálum á Alþingi með róttækum hætti á sínum tíma. Umhverfisvernd og loftlagsmál eru málaflokkar sem ættu alltaf að haldast í hendur en það er einmitt sérstaða VG að svo sé gert. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að róttækar ákvarðanir séu teknar og að þær séu teknar strax. Ég tel skipta höfuð máli að hreyfing sem sá mikilvægi umhverfis- og loftlagsmála fyrst allra haldi í taumana í þessari baráttu; hreyfing sem hefur fengið vísindamenn í lið við sig til að byggja metnaðarfulla, róttæka og raunhæfa stefnu í þeim efnum og hreyfing sem hugar að því að öll umskipti séu réttlát og bitni ekki á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Vinstri græn hafa alltaf verið róttæk og leiðandi í jafnréttismálum. Við stöndum vörð um réttindi allra óháð því hvernig þau vilja skilgreina kyn sitt, hver kynhneigð þeirra er, í hvaða landi þau fæddust eða hver félagsleg staða þeirra er. Við viljum halda sérstaklega utan um þau sem eiga á hættu að verða fyrir meira misrétti en aðrir en misréttið verður enn meira ef fólk fellur ekki að staðalmyndum kynjakerfisins. Fatlaðar konur búa oft við tvöfalda mismunun, fólk sem ekki fellur að hefðbundinni skilgreiningu á karli eða konu mætir misrétti, fólk af erlendum uppruna sömuleiðis og svona mætti lengi telja. Kvenfrelsis- og jafnréttisstefna VG kemur ekki eingöngu inn á pólitíska stefnumörkun varðandi stofnanir heldur miðar einnig að því að uppræta rótgróna fordóma í samfélaginu okkar. Komið er inn á mikilvægi þess að innleiða kynjafræði á öllum skólastigum svo börnin okkar lærir ekki þá rökvillu að kvenlægir eiginleikar séu síðri en þeir karllægu eða telji sitt hlutskipti í lífinu fyrirfram ákveðið af samfélaginu. Jafnframt erum við erum með skýra stefnu þegar kemur að kynbundnu ofbeldi, kynferðisofbeldi og stafrænu ofbeldi og viljum styrkja réttarstöðu þolenda með lagasetningu. Önnur sérstaða VG er sú að við erum á móti því að Ísland eigi aðild að NATÓ. Hernaður er fordæmdur og áhersla er lögð á að Íslendingar beiti sér fyrir friði og afvopnun á heimsvísu. VG vill stöðva allar alþjóðlegar aðgerðir sem leiða til dauða saklausra borgara. Það er ótrúlega sorglegt að slíkar staðhæfingar þurfi enn þann dag í dag að koma fram í pólitískri stefnu en svo er því miður raunin og allt of fá pólitísk öfl beita sér fyrir friði. Öll málefni VG miða að því að sem mest félagslegt réttlæti ríki í samfélaginu. Aðgerðir snúast um að minnka bilið á milli þeirra sem standa höllum fæti og þeirra efnameiri. Jafnframt er miðað að því að einstaklingar í samfélaginu okkar hafi sama aðgang að þjónustu, námi, húsnæði og atvinnu óháð búsetu, aldri og félagslegum aðstæðum. Þegar jöfnuður eykst í samfélaginu okkar eykur það frelsi einstaklinga til þess að geta fundið hæfileikum sínum farveg á fjölbreytilegan hátt. VG stendur fyrir svo miklu meira en fram hefur komið; enda tíndi ég eingöngu til ástæðurnar fyrir því að ég gekk í hreyfinguna í upphafi en ekki þær fjöldamörgu ástæður fyrir því að ég tel að VG ættu ávallt að leiða landið okkar. Hægt er að kynna sér stefnumálin með auðveldum hætti á vef VG. Þar sem ég skilgreini mig sem aðgerðarsinna og femínista með stórt hjarta og enga þolinmæði fyrir óréttlæti er ég viss um að ég er á réttum stað í pólitík. Svo þurfum við ríkisstjórn sem þorir að taka stór skref í loftlagsmálum, ríkisstjórn sem er alltaf á vaktinni þegar kemur að mannréttindum og jafnrétti kynjanna og berst fyrir því að tryggja jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Setjum X við V fyrir réttlátara og öruggara samfélag. Höfundur skipar 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga 2021.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun