Hvar ætla milljón ökumenn að keyra? Andrés Ingi Jónsson skrifar 22. september 2021 13:16 Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Reykjavíkurkjördæmi norður Samgöngur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun