Sérstakur frístundastyrkur – mikilvægt réttlætismál! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 20. september 2021 17:01 Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, bæði hefur þátttakan mikilvægt forvarnargildi og er auk þess mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir börn. Frístundastarf er nú þegar niðurgreitt í flestum sveitarfélögum sbr. frístundakort Reykjavíkurborgar. En ljóst er að börn sem búa við fjárhagsþrengingar þurfa viðbótarstuðning. Ein af ábendingum Velferðarvaktarinnar til stjórnvalda í bréfi árið 2019 snérist um að auka niðurgreiðslur á tómstundastarfi barna sem búa við fjárhagsþrengingar, enda hafa sérfræðingar bent á að niðurgreiðsla þurfi ekki að vera almenn til að nýtast þeim sem mest þurfa á að halda. Félagsmálaráðuneytið óksaði eftir samstafi við sveitarfélögin við útgreiðslu styrkjana. Ljóst er að innviðir voru ekki tilbúnir og því þurfi að vinna að hugbúnaðarlausnum og fleiru til að framkvæma verkefnið og hefur því verið lokið. Úrræðið hefur nú verið framlengt og viðbótarfrístundastyrkur samþykktur fyrir haustið 2021. Breytt fyrirkomulag veldur því að nú er hægt að sækja um ráðstöfun viðbótarfrístundastyrks með sambærilegum hætti og hefðbundnum frístundastyrk sem sveitarfélögin veita. Foreldrar þurfa því ekki að leggja út fyrir styrkjunum né senda inn kvittanir, heldur haka við styrkinn og ráðstafa honum þegar barnið er skráð í tómstundastarf. Flækjustigið er því mun minna og horft á viðbótarstuðningin sem ákveðinn rétt frekar en ölmusu sem erfitt er að sækja. Ljóst er að sérstakur frístundastyrkur er mikilvæg viðbót til tekjulágra heimila og mikilvægt að festa það úrræði í sessi, mikilvægt er að upphæðin fylgi þróun almennra frístundastyrkja sveitarfélaga og verði ekki minni en 50. þúsund krónur á ári til að byrja með. Vinstri græn leggja áherslu á að vinna heildstæða aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn fátækt barna, í takt við ábendingar Velferaðarvaktarinnar. Við hljótum öll að vera sammála um það. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna og varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, bæði hefur þátttakan mikilvægt forvarnargildi og er auk þess mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir börn. Frístundastarf er nú þegar niðurgreitt í flestum sveitarfélögum sbr. frístundakort Reykjavíkurborgar. En ljóst er að börn sem búa við fjárhagsþrengingar þurfa viðbótarstuðning. Ein af ábendingum Velferðarvaktarinnar til stjórnvalda í bréfi árið 2019 snérist um að auka niðurgreiðslur á tómstundastarfi barna sem búa við fjárhagsþrengingar, enda hafa sérfræðingar bent á að niðurgreiðsla þurfi ekki að vera almenn til að nýtast þeim sem mest þurfa á að halda. Félagsmálaráðuneytið óksaði eftir samstafi við sveitarfélögin við útgreiðslu styrkjana. Ljóst er að innviðir voru ekki tilbúnir og því þurfi að vinna að hugbúnaðarlausnum og fleiru til að framkvæma verkefnið og hefur því verið lokið. Úrræðið hefur nú verið framlengt og viðbótarfrístundastyrkur samþykktur fyrir haustið 2021. Breytt fyrirkomulag veldur því að nú er hægt að sækja um ráðstöfun viðbótarfrístundastyrks með sambærilegum hætti og hefðbundnum frístundastyrk sem sveitarfélögin veita. Foreldrar þurfa því ekki að leggja út fyrir styrkjunum né senda inn kvittanir, heldur haka við styrkinn og ráðstafa honum þegar barnið er skráð í tómstundastarf. Flækjustigið er því mun minna og horft á viðbótarstuðningin sem ákveðinn rétt frekar en ölmusu sem erfitt er að sækja. Ljóst er að sérstakur frístundastyrkur er mikilvæg viðbót til tekjulágra heimila og mikilvægt að festa það úrræði í sessi, mikilvægt er að upphæðin fylgi þróun almennra frístundastyrkja sveitarfélaga og verði ekki minni en 50. þúsund krónur á ári til að byrja með. Vinstri græn leggja áherslu á að vinna heildstæða aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn fátækt barna, í takt við ábendingar Velferaðarvaktarinnar. Við hljótum öll að vera sammála um það. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna og varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun